Myndin heitir Kindur (Ovejas) og fjallar um sumarið hjá Tryggva. Nánast til getið þá fór spænski körfuboltamaðurinn Rafa Martínez í heimsókn til hans á bóndabæ fjölskyldunnar í Svartárkoti í Bárðardal.
Svartárkot er 40 kílómetra frá næsta bæ sem er Akureyri og er efsti bærinn í Bárðardalnum. Saga Tryggva ef vissulega efni í bíómynd en aðeins á þremur árum fór hann frá því að mæta á fyrstu körfuboltaæfinguna í það að spila í Meistaradeildinni.
🐑 ¡Qué noche en Bilbao!
— Liga Endesa (@ACBCOM) April 24, 2024
Gracias a todos por hacer que el preestreno de KINDUR haya sido, simplemente, inolvidable.
Mañana, a las 20.00h, nos vemos todos en el canal de YouTube de acb.@bilbaobasket 🖤 pic.twitter.com/U4oj5KFL2s
Martínez ákvað að skoða betur aðstæður hjá Tryggva og fá að eyða dögum með íslenska landsliðsmanninum með kindunum, hestunum og við fiskveiðar. Tryggvi fer alltaf heim á sumrin þegar hann fær frí frá atvinnumennskunni á Spáni.
„Tryggvi sagði mér að hann væri smali á sumrin og ég lofaði því að heimsækja hann um leið og ég setti skóna upp á hillu,“ sagði Rafa Martínez í kynningu á myndinni á heimasíðu Bilbao Basket.
Spænska deildin framleiðir heimildarmyndina og ákveðið var að frumsýna í Bilbao þar sem Tryggvi spilar með liði Bilbao Basket.
Tryggvi var sérstakur heiðursgestur á frumsýningunni og það var tekið á móti honum í bíósalnum eins og hann væri ein af stóru Hollywood stjörnunum. Allir klöppuðu fyrir honum og hann var leiddur á besta stað á fremsta bekk.
Hér fyrir neðan má sjá móttökurnar sem Tryggvi fékk í gærkvöldi. Enn neðar má síðan sjá stiklu myndarinnar.
😍 No cabe un alfiler en la @salaBBK…
— Liga Endesa (@ACBCOM) April 24, 2024
¡Así ha recibido el PÚBLICO a Tryggvi Hlinason!
¿Preparados para disfrutar de KINDUR 🐑, @bilbaobasket? pic.twitter.com/BSWJd5MXZE
🤪 ¡QUÉ RECIBIMIENTO!
— Liga Endesa (@ACBCOM) April 24, 2024
El Surne @bilbaobasket al completo ha sorprendido así a TRYGGVI HLINASON en su llegada al preestreno de KINDUR 🐑.
Locura absoluta en las calles de Bilbao 😃 pic.twitter.com/zVsJYPYyCp