Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra kom einn bíll við sögu í umferðarslysinu sem varð rétt upp úr klukkan eitt.
Frekari upplýsingar var ekki að fá en von er á tilkynningu frá lögreglu síðar í dag.
Uppfært klukkan 16:27
Alvarlegt umferðarslys varð á Eyjafjarðabraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan 13 í dag. Þarna hafði bíll lent út af og í honum voru tveir aðilar. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir á vettvangi og getur lögreglan ekki veitt frekari upplýsingar á þessu stigi málsins.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is.