Minni lyfjanotkun og meiri vellíðan í sérstöku heilabilunarþorpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2024 23:03 Camilla Heier Anglero, einn arkitektanna sem kom að hönnun Carpe Diem. Vísir/Arnar Minni lyfjanotkun, meiri vellíðan og rólegra andrúmsloft er meðal þess sem starfsmenn heilabilunarþorps í Bærum í Noregi hafa orðið varir við í þorpinu. Það er hannað með mannlega nálgun og inngildingu að leiðarljósi. Einn arkítektanna segir tækifæri til að ná slíkum árangri hér á landi. Norræna arkítektúrskrifstofan hannaði fyrir sveitarfélagið Bærum í Noregi heilabilunarþorpið Carpe Diem, sem tekið var í notkun árið 2020. Hugmyndin kemur frá Hollandi og miðar að því að skapa umhverfi sem fólk þekkir, vera heimilislegt, fjölbreytt og litríkt. Um 140 búa í þorpinu, allt fólk með heilabilun. „Þorpinu er ætlað að stuðla að auknum lífsgæðum þótt fólk sé í raun mjög veikt. Það er góður aðgangur að nærliggjandi umhverfi og býður alla í nágrenninu inn. Það er hannað eins og þorp en tryggir öryggi allra íbúanna,“ segir Camilla Heier Anglero, ein arkitektanna sem kom að hönnun Carpe Diem. Klippa: Mannleg nálgun og inngilding Camilla var stödd hér á landi á dögunum til að kynna verkefnið á Hönnunarmars. Hún nefnir sem dæmi að útisvæðið sé opið og fjölbreytt, sem skipti miklu máli. „Þarna eru fjölmargir aðliggjandi garðar og möguleiki á ýmiskonar upplifun. Fólk getur gengið um úti og upplifað ferskt útiloftið,“ segir Camilla. „Í verri stofnunum hímir fólk kannski bara á göngunum. Hjá okkur getur fólk gengið um og upplifað ýmislegt. Staldrað við á torginu og fengið sér kaffibolla og haldið svo áfram og upplifað margt annað.“ Hún segir starfsmenn þorpsins hafa tekið eftir áhrifum þessarar nálgunar á hönnun þess. „Starfsfólkið hefur tekið eftir því að streitustigið er mun minna og lyfjagjöf fer minnkandi. Fólk er rólegra en ella og veikindaforföll starfsfólks eru ekki eins tíð, “ segir hún og vonar að þessi nálgun verði innleidd hér á landi. „Ég veit að þið eruð að skipuleggja hjúkrunarheimili og hafið samið handbók til að tryggja gæðin en engin heilabilunarþorp eru á teikniborðinu eða hugmyndir eins og Carpe Diem hér. Við vonum því að geta sett upp tilraunaverkefni hér.“ Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Noregur Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira
Norræna arkítektúrskrifstofan hannaði fyrir sveitarfélagið Bærum í Noregi heilabilunarþorpið Carpe Diem, sem tekið var í notkun árið 2020. Hugmyndin kemur frá Hollandi og miðar að því að skapa umhverfi sem fólk þekkir, vera heimilislegt, fjölbreytt og litríkt. Um 140 búa í þorpinu, allt fólk með heilabilun. „Þorpinu er ætlað að stuðla að auknum lífsgæðum þótt fólk sé í raun mjög veikt. Það er góður aðgangur að nærliggjandi umhverfi og býður alla í nágrenninu inn. Það er hannað eins og þorp en tryggir öryggi allra íbúanna,“ segir Camilla Heier Anglero, ein arkitektanna sem kom að hönnun Carpe Diem. Klippa: Mannleg nálgun og inngilding Camilla var stödd hér á landi á dögunum til að kynna verkefnið á Hönnunarmars. Hún nefnir sem dæmi að útisvæðið sé opið og fjölbreytt, sem skipti miklu máli. „Þarna eru fjölmargir aðliggjandi garðar og möguleiki á ýmiskonar upplifun. Fólk getur gengið um úti og upplifað ferskt útiloftið,“ segir Camilla. „Í verri stofnunum hímir fólk kannski bara á göngunum. Hjá okkur getur fólk gengið um og upplifað ýmislegt. Staldrað við á torginu og fengið sér kaffibolla og haldið svo áfram og upplifað margt annað.“ Hún segir starfsmenn þorpsins hafa tekið eftir áhrifum þessarar nálgunar á hönnun þess. „Starfsfólkið hefur tekið eftir því að streitustigið er mun minna og lyfjagjöf fer minnkandi. Fólk er rólegra en ella og veikindaforföll starfsfólks eru ekki eins tíð, “ segir hún og vonar að þessi nálgun verði innleidd hér á landi. „Ég veit að þið eruð að skipuleggja hjúkrunarheimili og hafið samið handbók til að tryggja gæðin en engin heilabilunarþorp eru á teikniborðinu eða hugmyndir eins og Carpe Diem hér. Við vonum því að geta sett upp tilraunaverkefni hér.“
Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Noregur Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira