Stofnaði lífi átta manna í hættu „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. apríl 2024 11:58 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins skoðaði eldvarnir húsnæðisins og fann ýmsa galla á þeim. Vísir/Vilhelm Jóhann Jónas Ingólfsson var nýverið dæmdur til fjögurra mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að brot gegn lögum um brunavarnir í atvinnuhúsnæði sem hann átti. Þar lét hann útbúa búseturými án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir um brunavarnir. Með því var hann talinn stofna lífi þeirra sem bjuggu í rýminu í hættu. Fram kemur í dómi að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi skoðað eldvarnir hússins að beiðni lögreglu í júní árið 2018 þar sem komu í ljós ýmsir gallar á brunavörnum eins og að engin brunahólfun var til staðar í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reyks, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, loft var klætt auðbrennanlegu plasti og bil veggja og lofts voru fyllt hraðbrennanlegu efni. Þá var ástand raflagna óásættanlegt og skapaði eldhættu. Auk þess fól starfsemin sem fór fram í húsinu í sér íkveikjuhættu og var metin aukin brunahætta vegna mikils eldsmatar í húsnæðinu. Með þessu var Jóhann talinn stofna „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“ lífi og heilsu þeirra manna sem voru búsettir í húsnæðinu í augljósan háska. Í það minnsta átta karlmenn bjuggu í húsnæðinu. Jóhann Jónas játaði sök í þinghaldi þann 10. apríl. Við ákvörðun refsingar var einnig litið til þess að hann var í ágúst í fyrra sakfelldur fyrir stórfelld skattalagabrot í rekstri fyrirtækja sinna Verktakar já Art2b og Já iðnaðarmenn sem bæði hafa verið afskráð. Þá var hann dæmdur í ellefu mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Brotin sem hér um ræðir voru framin áður en sá dómur var kveðinn upp og er Jóhanni því dæmdur hegningarauki. Litið var til þess að hann stofnaði lífi einstaklinga í hættu en á sama tíma var einnig litið til þess að langt sé liðið frá broti. Rannsókn hafi tafist af ástæðum sem hann ber ekki ábyrgð á. Því var hann dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundins fangelsis. Flúði land Fjallað var nokkuð ítarlega um brot Jóhanns Jónasar árið 2021 á vef DV þegar hann var ákærður fyrir skattalagabrot sín. Þar kom þá fram að Jóhann ætti sér langa brotasögu hafi verið dæmdur fyrir bæði kynferðisbrot og fíkniefnasmygl á tíunda áratug síðustu aldar. Þá var hann einnig sagður hafa flúið land eftir að hafa hlotið dóm og komið sér hjá afplánun. Slökkvilið Dómsmál Húsnæðismál Reykjavík Skattar og tollar Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira
Fram kemur í dómi að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi skoðað eldvarnir hússins að beiðni lögreglu í júní árið 2018 þar sem komu í ljós ýmsir gallar á brunavörnum eins og að engin brunahólfun var til staðar í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reyks, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, loft var klætt auðbrennanlegu plasti og bil veggja og lofts voru fyllt hraðbrennanlegu efni. Þá var ástand raflagna óásættanlegt og skapaði eldhættu. Auk þess fól starfsemin sem fór fram í húsinu í sér íkveikjuhættu og var metin aukin brunahætta vegna mikils eldsmatar í húsnæðinu. Með þessu var Jóhann talinn stofna „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“ lífi og heilsu þeirra manna sem voru búsettir í húsnæðinu í augljósan háska. Í það minnsta átta karlmenn bjuggu í húsnæðinu. Jóhann Jónas játaði sök í þinghaldi þann 10. apríl. Við ákvörðun refsingar var einnig litið til þess að hann var í ágúst í fyrra sakfelldur fyrir stórfelld skattalagabrot í rekstri fyrirtækja sinna Verktakar já Art2b og Já iðnaðarmenn sem bæði hafa verið afskráð. Þá var hann dæmdur í ellefu mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Brotin sem hér um ræðir voru framin áður en sá dómur var kveðinn upp og er Jóhanni því dæmdur hegningarauki. Litið var til þess að hann stofnaði lífi einstaklinga í hættu en á sama tíma var einnig litið til þess að langt sé liðið frá broti. Rannsókn hafi tafist af ástæðum sem hann ber ekki ábyrgð á. Því var hann dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundins fangelsis. Flúði land Fjallað var nokkuð ítarlega um brot Jóhanns Jónasar árið 2021 á vef DV þegar hann var ákærður fyrir skattalagabrot sín. Þar kom þá fram að Jóhann ætti sér langa brotasögu hafi verið dæmdur fyrir bæði kynferðisbrot og fíkniefnasmygl á tíunda áratug síðustu aldar. Þá var hann einnig sagður hafa flúið land eftir að hafa hlotið dóm og komið sér hjá afplánun.
Slökkvilið Dómsmál Húsnæðismál Reykjavík Skattar og tollar Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira