Leiðin í vinnuna smám saman þrefaldast: „Þetta er eins og í einhverri bíómynd“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2024 19:30 Elísabet er orðin þreytt á framkvæmdum við Breiðholtsbraut, sem hafa lengt leið hennar í vinnuna svo um munar. Vísir/Einar/Sara Breiðhyltingur segir farir sínar ekki sléttar af framkvæmdum við Breiðholtsbraut. Síðustu mánuði hefur gönguleið hennar í vinnuna smám saman þrefaldast vegna framkvæmdanna. Hún segir málið hreinlega eins og í bíómynd. Vinna við breikkun Breiðholtsbrautar hefur nú staðið yfir um nokkurt skeið - og reynst Elísabetu Guðrúnar og Jónsdóttur bókstaflegur fjötur um fót. „Ég bý hérna rétt hjá og er að vinna hérna hinum megin við hæðina í Urðarhvarfi. Ég hafði gert það að vana mínum að fara fótgangandi yfir hæðina og það tók svona korter, tuttugu mínútur um það bil.“ Í fréttinni hér fyrir ofan sjáum við grafíska framsetningu á þróun leiðarinnar. Fyrst er það leiðin sem Elísabet var vön að ganga í vinnuna, rétt rúmur kílómetri frá heimili hennar í Breiðholti og á vinnustaðinn í Kópavogi. En svo var hæðinni sem hún gekk yfir lokað og hún byrjaði að hjóla, enda leiðin búin að lengjast um heilan kílómetra. Næst var stíg við Breiðholtsbraut lokað, 600 metra hjáleið bættist við og leiðin í heild þar með búin að tvöfaldast. Enn ein lykkjan bættist svo við vegna framkvæmda við undirgöng og loks var gönguljósi við Kópavogsmörkin lokað með þeim afleiðingum að leið Elísabetar í vinnuna er nú þreföld á við það sem hún var fyrst. Grátbroslegt „Ég sé ekki að það sé nauðsynlegt að loka þessu öllu samtímis. Ég held það væri hugsanlega, kannski hægt að klára eitt svæði, loka þar og síðan fara yfir í næsta,“ segir Elísabet. „Þetta er komið á það stig að ég verð ekki pirruð, heldur fer bara að hlæja.“ Við fórum á vettvang í kvödfréttum Stöðvar 2 og í fréttinni sjáum við glitta í munna undirgangnanna sem Elísabet notaði eitt sinn. Þau eru augljóslega ekki aðgengileg lengur með góðu móti. Umrædd hæð reyndist orðin afar torfær, auk þess sem girt hefur verið fyrir hana og aðgengi að henni greinilega bannað. Elísabet bindur vonir við greiðan framgang framkvæmdanna, svo hún neyðist ekki til að fara á bíl þessa hlægilega stuttu vegalengd. „Ég gæti allt eins verið að vinna niðri í Skeifu núna, en samt er þetta rétt hjá. Þetta er mjög skrýtið. Þetta er eins og í einhverri bíómynd.“ Skipulag Vegagerð Reykjavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Vinna við breikkun Breiðholtsbrautar hefur nú staðið yfir um nokkurt skeið - og reynst Elísabetu Guðrúnar og Jónsdóttur bókstaflegur fjötur um fót. „Ég bý hérna rétt hjá og er að vinna hérna hinum megin við hæðina í Urðarhvarfi. Ég hafði gert það að vana mínum að fara fótgangandi yfir hæðina og það tók svona korter, tuttugu mínútur um það bil.“ Í fréttinni hér fyrir ofan sjáum við grafíska framsetningu á þróun leiðarinnar. Fyrst er það leiðin sem Elísabet var vön að ganga í vinnuna, rétt rúmur kílómetri frá heimili hennar í Breiðholti og á vinnustaðinn í Kópavogi. En svo var hæðinni sem hún gekk yfir lokað og hún byrjaði að hjóla, enda leiðin búin að lengjast um heilan kílómetra. Næst var stíg við Breiðholtsbraut lokað, 600 metra hjáleið bættist við og leiðin í heild þar með búin að tvöfaldast. Enn ein lykkjan bættist svo við vegna framkvæmda við undirgöng og loks var gönguljósi við Kópavogsmörkin lokað með þeim afleiðingum að leið Elísabetar í vinnuna er nú þreföld á við það sem hún var fyrst. Grátbroslegt „Ég sé ekki að það sé nauðsynlegt að loka þessu öllu samtímis. Ég held það væri hugsanlega, kannski hægt að klára eitt svæði, loka þar og síðan fara yfir í næsta,“ segir Elísabet. „Þetta er komið á það stig að ég verð ekki pirruð, heldur fer bara að hlæja.“ Við fórum á vettvang í kvödfréttum Stöðvar 2 og í fréttinni sjáum við glitta í munna undirgangnanna sem Elísabet notaði eitt sinn. Þau eru augljóslega ekki aðgengileg lengur með góðu móti. Umrædd hæð reyndist orðin afar torfær, auk þess sem girt hefur verið fyrir hana og aðgengi að henni greinilega bannað. Elísabet bindur vonir við greiðan framgang framkvæmdanna, svo hún neyðist ekki til að fara á bíl þessa hlægilega stuttu vegalengd. „Ég gæti allt eins verið að vinna niðri í Skeifu núna, en samt er þetta rétt hjá. Þetta er mjög skrýtið. Þetta er eins og í einhverri bíómynd.“
Skipulag Vegagerð Reykjavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent