Ofbeldisbrotum fjölgar á sama tíma og lögreglumönnum fækkar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2024 23:44 Halla Bergþóra segir fækkun lögreglumanna meðal annars koma niður á því hversu hratt mál eru afreidd. Vísir/Bjarni Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um áttatíu og fimm prósent á síðustu tíu árum á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað um fjörutíu. Lögreglustjóri kallar eftir breytingum. Tvö manndráp eru nú til rannsóknar á landinu. Annars vegar andlát litháísks karlmanns í sumarbústað í Kiðjabergi um helgina en tveir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna þess, sem Landsréttur staðfesti síðdegis. Mennirnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi þriðjudags og eru báðir í einangrun. Hins vegar er til rannsóknar andlát konu um fimmtugt á Akureyri í gærmorgun. Karlmaður á sjötugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna þessa grunaður um að hafa orðið henni að bana. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsókn mála af þessum toga og mikið álag hefur verið á deildinni að undanförnu. „Við erum búin að vera með eitt mjög stórt mansalsmál og svo hefur alvarlegum ofbeldismálum fjölgað,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Frá árinu 2013 hafa tilkynningar um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nærri tvöfaldast. Á undanförnum sautján árum hefur lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um nokkra tugi. Árið 2007 voru þeir 339 talsins og töldu helming allra lögreglumanna á landinu. Síðan þá hefur þeim fækkað hægt og rólega og voru í fyrra 297. Lögreglumönnum á landinu hefur fjölgað um áttatíu á sama tímabili þannig að hlutfall lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu af heildarfjölda telur nú 39 prósent. Þá hefur fjöldi lögreglumanna ekki fylgt mannfjöldaþróun. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,73 á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Hægt og rólega hefur þetta minnkað. Nú eru þeir 1,96 á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,2 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt evrópskum stöðlum ættu að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa. „Ef við ætlum að segja að við eigum að hafa sirka þrjá þá vantar okkur rúmlega 500 lögreglumenn. Bara til að vera til jafns við umdæmin í kringum okkur, sem eru með um tvo lögreglumenn á hverja þúsund íbúa, þá vantar okkur samt 250 lögreglumenn á höfuðborgarsvæðið. Það segir auðvitað það að það er gríðarlegt álag á lögreglumönnunum sem vinna hér,“ segir Halla. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkar störf? „Þetta hefur auðvitað bara þau áhrif á okkar störf að það er mikið álag á þeim sem eru að sinna þeim en hefur kannski líka þau áhrif að við getum minna sinnt frumkvæðislöggæslu. Síðan hefur þetta líka áhrif inn í rannsóknir og málshraða sérstaklega. Það vantar fjármagn og, þó maður geti kannski ekki fjölgað um svona marga í einu, vantar lögreglumenn.“ Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Tvö manndráp eru nú til rannsóknar á landinu. Annars vegar andlát litháísks karlmanns í sumarbústað í Kiðjabergi um helgina en tveir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna þess, sem Landsréttur staðfesti síðdegis. Mennirnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi þriðjudags og eru báðir í einangrun. Hins vegar er til rannsóknar andlát konu um fimmtugt á Akureyri í gærmorgun. Karlmaður á sjötugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna þessa grunaður um að hafa orðið henni að bana. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsókn mála af þessum toga og mikið álag hefur verið á deildinni að undanförnu. „Við erum búin að vera með eitt mjög stórt mansalsmál og svo hefur alvarlegum ofbeldismálum fjölgað,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Frá árinu 2013 hafa tilkynningar um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nærri tvöfaldast. Á undanförnum sautján árum hefur lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um nokkra tugi. Árið 2007 voru þeir 339 talsins og töldu helming allra lögreglumanna á landinu. Síðan þá hefur þeim fækkað hægt og rólega og voru í fyrra 297. Lögreglumönnum á landinu hefur fjölgað um áttatíu á sama tímabili þannig að hlutfall lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu af heildarfjölda telur nú 39 prósent. Þá hefur fjöldi lögreglumanna ekki fylgt mannfjöldaþróun. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,73 á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Hægt og rólega hefur þetta minnkað. Nú eru þeir 1,96 á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,2 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt evrópskum stöðlum ættu að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa. „Ef við ætlum að segja að við eigum að hafa sirka þrjá þá vantar okkur rúmlega 500 lögreglumenn. Bara til að vera til jafns við umdæmin í kringum okkur, sem eru með um tvo lögreglumenn á hverja þúsund íbúa, þá vantar okkur samt 250 lögreglumenn á höfuðborgarsvæðið. Það segir auðvitað það að það er gríðarlegt álag á lögreglumönnunum sem vinna hér,“ segir Halla. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkar störf? „Þetta hefur auðvitað bara þau áhrif á okkar störf að það er mikið álag á þeim sem eru að sinna þeim en hefur kannski líka þau áhrif að við getum minna sinnt frumkvæðislöggæslu. Síðan hefur þetta líka áhrif inn í rannsóknir og málshraða sérstaklega. Það vantar fjármagn og, þó maður geti kannski ekki fjölgað um svona marga í einu, vantar lögreglumenn.“
Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira