Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.
Í upphafi voru fjórir karlmenn handteknir vegna málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en aflétti síðan varðhaldinu yfir tveimur þeirra. Þeir tveir kærðu úrskurð héraðsdóms til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn.
Um er að ræða vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmunum. En mennirnir sæta einangrun.
„Áfram er unnið að rannsókn málsins og sem fyrr verða tilkynningar frá lögreglu vegna málsins settar út hér á vefinn þegar tilefni er til,“ segir í tilkynningunni.
Mennirnir allir, þeir sem voru handteknir og hinn látni, eru frá Litháen.