Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2024 16:47 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir á í vök að verjast á þinginu en gríðarleg andstaða er við frumvarp sem hún mælti fyrir í dag og er því fundið flest til foráttu. vísir/vilhelm Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri sambandsins hefur sent öllum þingmönnum og ráðherrum ályktun fundarins sem fram fór fram 19. til 20 apríl. Þar segir: „Opið sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi við Íslandsstrendur veldur óhjákvæmilega erfðablöndun sem á endanum verður banabiti íslenskra laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem vegið geta upp neikvæð áhrif erfðablöndunar og íslenskir laxastofnar eru sérlega viðkvæmir fyrir henni nú þegar stofnstærðin er í lágmarki. Því krefst fundurinn þess að slíku eldi verði hætt eigi síðar en árið 2030. Þangað til verði einungis heimilt eldi með ófrjóum laxi í opnum kvíum.“ Þá varar aðalfundurinn við því að framlagt frumvarp um lagareldi á alþingi verði samþykkt óbreytt: Það myndi þýða útrýmingu villtra laxastofna.“ Í erindi Gunnars Arnar er það harmað að frumvarpið hafi tekið breytingum frá því það var lagt fyrir í samráðsgátt á þann hátt að verndun villtra laxastofna hefur verið takmörkuð. Lágmarksbreytingar sem gera þarf á frumvarpinu eru eftirfarandi: Banna notkun á frjóum laxi þegar í stað, þó þannig að þær kynslóðir sem nú eru í sjókvíum fái að klára sinn vöxt. Rekstrar- og starfsleyfi þurfa að vera tímabundin en ekki ótímabundin eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Strok eldisfiska þarf að leiða til lækkunnar framleiðsluheimilda (laxahlutar) eins gert var ráð fyrir í frumvarpinu sem lagt var fram í samráðsgátt. Þó þarf að hækka þau viðmið sem þar voru lögð til og eins þarf óþekkt strok að sæta afleiðingum líkt og lagt var til í upphafi. Verði fésektir niðurstaðan þarf að taka þak af hámarkssekt. Lækka þarf viðmiðunarmörk affalla á eldisfiski. „Ég grátbið ráðherra til að beita sér fyrir breytingum“ Þingmenn Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Viðreisnar hafa lýst yfir því að þeir séu óendanlega daprir vegna þess máls sem verið er að ræða í sal Alþingis, svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar. „Ég veit ekki hvert Vinstri græn eru komin.“ Hún grátbað ráðherra að beita sér fyrir breytingum á frumvarpinu. Tekist er á um meðal annars hvort ástæða sé til að veita rekstrarleyfi um aldur og ævi og spurt er hvers vegna fallið hafi verið frá því í meðförum ríkisstjórnar að fyrirtæki sættu framleiðsluskerðingum vegna stroks á eldisfiski og ætla í stað þess að beita sektum. Þá var það gagnrýnt að lítið sem ekkert ætti að greiða fyrir leyfin. Bjarkey Ólsen situr við sinn keyp og heldur því staðfastlega fram að um framfararskref sé að ræða. Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri sambandsins hefur sent öllum þingmönnum og ráðherrum ályktun fundarins sem fram fór fram 19. til 20 apríl. Þar segir: „Opið sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi við Íslandsstrendur veldur óhjákvæmilega erfðablöndun sem á endanum verður banabiti íslenskra laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem vegið geta upp neikvæð áhrif erfðablöndunar og íslenskir laxastofnar eru sérlega viðkvæmir fyrir henni nú þegar stofnstærðin er í lágmarki. Því krefst fundurinn þess að slíku eldi verði hætt eigi síðar en árið 2030. Þangað til verði einungis heimilt eldi með ófrjóum laxi í opnum kvíum.“ Þá varar aðalfundurinn við því að framlagt frumvarp um lagareldi á alþingi verði samþykkt óbreytt: Það myndi þýða útrýmingu villtra laxastofna.“ Í erindi Gunnars Arnar er það harmað að frumvarpið hafi tekið breytingum frá því það var lagt fyrir í samráðsgátt á þann hátt að verndun villtra laxastofna hefur verið takmörkuð. Lágmarksbreytingar sem gera þarf á frumvarpinu eru eftirfarandi: Banna notkun á frjóum laxi þegar í stað, þó þannig að þær kynslóðir sem nú eru í sjókvíum fái að klára sinn vöxt. Rekstrar- og starfsleyfi þurfa að vera tímabundin en ekki ótímabundin eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Strok eldisfiska þarf að leiða til lækkunnar framleiðsluheimilda (laxahlutar) eins gert var ráð fyrir í frumvarpinu sem lagt var fram í samráðsgátt. Þó þarf að hækka þau viðmið sem þar voru lögð til og eins þarf óþekkt strok að sæta afleiðingum líkt og lagt var til í upphafi. Verði fésektir niðurstaðan þarf að taka þak af hámarkssekt. Lækka þarf viðmiðunarmörk affalla á eldisfiski. „Ég grátbið ráðherra til að beita sér fyrir breytingum“ Þingmenn Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Viðreisnar hafa lýst yfir því að þeir séu óendanlega daprir vegna þess máls sem verið er að ræða í sal Alþingis, svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar. „Ég veit ekki hvert Vinstri græn eru komin.“ Hún grátbað ráðherra að beita sér fyrir breytingum á frumvarpinu. Tekist er á um meðal annars hvort ástæða sé til að veita rekstrarleyfi um aldur og ævi og spurt er hvers vegna fallið hafi verið frá því í meðförum ríkisstjórnar að fyrirtæki sættu framleiðsluskerðingum vegna stroks á eldisfiski og ætla í stað þess að beita sektum. Þá var það gagnrýnt að lítið sem ekkert ætti að greiða fyrir leyfin. Bjarkey Ólsen situr við sinn keyp og heldur því staðfastlega fram að um framfararskref sé að ræða.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39