Velkomin í Verbúðina II Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2024 15:11 Bjarkey var ekki tekin neinum silkihönskum þegar hún mælti fyrir sínu fyrsta frumvarpi. Jóhann Páll Samfylkingu er meðal þeirra sem lét hana heyra það. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar er meðal þeirra sem varð til andsvara og hann sparaði sig ekki. „Hvað er í gangi hérna?“ spurði þingmaðurinn herskár. Og hélt svo áfram: „Hér er ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á lokametrunum skakklappandi og rúin trausti að gera tilraun til að afhenda laxeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðmanna varanlegan aðgang að fjörðunum okkar – með rekstrarleyfum sem eiga að gilda út í eilífðina og sem verður hægt að veðsetja og framselja og braska með.” Ljóst er að þingmanninum ofbýður frumvarpsgerðin en hún hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að dregnar hafi verið tennurnar, úr öllu viðnámi, þar sem ekki er gert ráð fyrir að það kæmi niður á framleiðslukvóta verði fyrirtækin uppvís af því að fylgja ekki reglum. „Velkomin í Verbúðina seríu tvö. En ég held reyndar að höfundar Verbúðarinnar hefðu aldrei látið sér detta í hug svona súrrealisma eins og birtist hér þegar ráðherra reynir að telja þingheimi trú um að veiting ótímabundins leyfis sé í raun handbremsa, handbremsa. Ég efast um að höfundum Verbúðarinnar hefði dottið slíkt í hug. En hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að ríkisstjórnin komist upp með þetta? Hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að það verði einhver friður um þetta hér á Alþingi eða úti í samfélaginu?“ Umræður um frumvarpið standa nú yfir á Alþingi. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar er meðal þeirra sem varð til andsvara og hann sparaði sig ekki. „Hvað er í gangi hérna?“ spurði þingmaðurinn herskár. Og hélt svo áfram: „Hér er ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á lokametrunum skakklappandi og rúin trausti að gera tilraun til að afhenda laxeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðmanna varanlegan aðgang að fjörðunum okkar – með rekstrarleyfum sem eiga að gilda út í eilífðina og sem verður hægt að veðsetja og framselja og braska með.” Ljóst er að þingmanninum ofbýður frumvarpsgerðin en hún hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að dregnar hafi verið tennurnar, úr öllu viðnámi, þar sem ekki er gert ráð fyrir að það kæmi niður á framleiðslukvóta verði fyrirtækin uppvís af því að fylgja ekki reglum. „Velkomin í Verbúðina seríu tvö. En ég held reyndar að höfundar Verbúðarinnar hefðu aldrei látið sér detta í hug svona súrrealisma eins og birtist hér þegar ráðherra reynir að telja þingheimi trú um að veiting ótímabundins leyfis sé í raun handbremsa, handbremsa. Ég efast um að höfundum Verbúðarinnar hefði dottið slíkt í hug. En hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að ríkisstjórnin komist upp með þetta? Hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að það verði einhver friður um þetta hér á Alþingi eða úti í samfélaginu?“ Umræður um frumvarpið standa nú yfir á Alþingi.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53
Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39