Á barmi gjaldþrots og Ásdís gæti misst fríar máltíðir Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2024 16:48 Staðan er slæm hjá kvennaliði Lilleström í Noregi. lsk-kvinner.no Kvennalið Lilleström í fótbolta rambar á barmi gjaldþrots en norska félagið hefur gripið til alvarlegra aðgerða til að koma í veg fyrir að gjaldþrot verði niðurstaðan. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Lilleström sendi frá sér í dag. Einn íslenskur leikmaður er á mála hjá liðinu, sem leikur í efstu deild Noregs og varð í 3. sæti í fyrra, en það er Ásdís Karen Halldórsdóttir sem kom frá meistaraliði Vals í vetur. Nú þegar hefur Lilleström sagt upp hluta samnings við nánast allt starfsfólk sitt, fyrir utan leikmenn. Stjórn félagsins mun nú starfa á heimaskrifstofu, æfingatímum verður fækkað í LSK-höllinni og til greina kemur að hætta með máltíðir fyrir leikmenn. Í yfirlýsingu Lilleström segir ljóst að aðgerðirnar séu krefjandi fyrir alla sem að félaginu komi, en að þær séu nauðsynlegar til að vernda félagið. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom til Noregs frá meisturum Vals í vetur.Vísir/Diego Carl-Erik Torp er sérfræðingur NRK um norsku úrvalsdeildina og hann segir fréttirnar sorglegar: „Þetta segir allt sem þarf að segja um áskoranirnar í fótbolta kvenna. Það er erfitt að reka félag á hæsta stigi.“ Torp gagnrýnir að staðan skuli hafa fengið að verða svo alvarleg að til greina komi að svipta leikmenn máltíðum. „Þau neyðast til að gera þetta og eiga ekki aðra kosti. Þá þarf að skera niður alls staðar. Þetta er grafalvarleg staða, en ekki staða sem var bara allt í einu að koma í ljós.“ Ásdís Karen hefur skorað eitt mark í fyrstu fjórum leikjum sínum með Lilleström en liðið hefur unnið báða heimaleiki sína og tapað báðum útileikjum sínum til þessa. Næst mætir liðið Åsane á heimavelli um næstu helgi. Norski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Lilleström sendi frá sér í dag. Einn íslenskur leikmaður er á mála hjá liðinu, sem leikur í efstu deild Noregs og varð í 3. sæti í fyrra, en það er Ásdís Karen Halldórsdóttir sem kom frá meistaraliði Vals í vetur. Nú þegar hefur Lilleström sagt upp hluta samnings við nánast allt starfsfólk sitt, fyrir utan leikmenn. Stjórn félagsins mun nú starfa á heimaskrifstofu, æfingatímum verður fækkað í LSK-höllinni og til greina kemur að hætta með máltíðir fyrir leikmenn. Í yfirlýsingu Lilleström segir ljóst að aðgerðirnar séu krefjandi fyrir alla sem að félaginu komi, en að þær séu nauðsynlegar til að vernda félagið. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom til Noregs frá meisturum Vals í vetur.Vísir/Diego Carl-Erik Torp er sérfræðingur NRK um norsku úrvalsdeildina og hann segir fréttirnar sorglegar: „Þetta segir allt sem þarf að segja um áskoranirnar í fótbolta kvenna. Það er erfitt að reka félag á hæsta stigi.“ Torp gagnrýnir að staðan skuli hafa fengið að verða svo alvarleg að til greina komi að svipta leikmenn máltíðum. „Þau neyðast til að gera þetta og eiga ekki aðra kosti. Þá þarf að skera niður alls staðar. Þetta er grafalvarleg staða, en ekki staða sem var bara allt í einu að koma í ljós.“ Ásdís Karen hefur skorað eitt mark í fyrstu fjórum leikjum sínum með Lilleström en liðið hefur unnið báða heimaleiki sína og tapað báðum útileikjum sínum til þessa. Næst mætir liðið Åsane á heimavelli um næstu helgi.
Norski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira