Gummi Kalli Kristinn Sigurðsson skrifar 22. apríl 2024 17:01 Nú er komið af kaflaskiptum í Þjóðkirkjunni og skal kjósa í seinni umferð til biskupsembættis. Bæði langafi minn sr. Sigurbjörn Einarsson og afi sr. Karl Sigurbjörnsson hafa þjónað í embætti biskups. Með mínum fyrstu minningum var að vera í fanginu á afa í biskupsbústaðnum á Bergstaðarstræti. Afi var einhver mesta og besta fyrirmynd sem hægt er að ímynda sér og ég hugsa oft til hans og spyr sjálfan mig: ,,Hvað myndi afi gera í þessum aðstæðum‘‘. Til að sinna þessu embætti vel þarf viðkomandi að hafa marga eiginleika. Þú þarft að vera klár, framúrskarandi ræðumaður, hafa puttan stöðugt á púlsinum í þjóðfélaginu og haft þann eiginleika að vera bæði í takt við tíman en líka að geta haldið í hefðir. Svo þarf viðkomandi að hafa breitt bak. Biskup er í þeirri stöðu að störf hans eru stögugt gagnrýnd. Enginn verður óbarinn biskup hefur mögulega aldrei átt jafn vel við og síðustu ár. Ég er ekki starfandi í sóknarnefnd, né sinni neinum störfum fyrir kirkjuna og má því ekki kjósa. En ef ég væri með kosningarétt myndi ég ekki hika við að kjósa sr. Guðmund Karl Brynjarsson, eða Gumma Kalla. Hann hefur allt sem þarf til að sinna þessu embætti og meira til. Hann er ljúfur, klár, mannglöggur, og mikilvægast er hann stórskemmtilegur. Starf hans sem sóknarprestur í Lindakirkju hefur einkennst af því að vera í takt við tíman en samt halda í þessar fallegu hefðir kirkjunnar. Þetta er ekki allt bara gospel eins og þeir sem hafa sótt í athöfn hjá honum vita. Svo fyrir þau, sem hafa áhuga á rekstri (eins og ég) er Lindasöfnuður einstaklega vel rekinn. Mér þykir það skipta máli. Gummi Kalli er einstakur. Hann hefur byggt upp ásamt frábæru samstarfsfólki öflugt kirkjustarf á landinu og hann er óhræddur við að segja sína sögu um efann. Það þykir mér vera mikill kostur. Ekki eru allir með nógu breitt bak til að segja í beinni útsendingu að þeir hafi efast um trú sína. Guðmundur Karl yrði þjóðkirkjunni og þjóðinni til mikillrar sóma ef hann fengi traust kjósanda til að þjóna sem biskup Íslands. Er himininn blár? Já Er jörðinn kringlótt? Já Er Guðmundur Karl besti kosturinn? Já Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er komið af kaflaskiptum í Þjóðkirkjunni og skal kjósa í seinni umferð til biskupsembættis. Bæði langafi minn sr. Sigurbjörn Einarsson og afi sr. Karl Sigurbjörnsson hafa þjónað í embætti biskups. Með mínum fyrstu minningum var að vera í fanginu á afa í biskupsbústaðnum á Bergstaðarstræti. Afi var einhver mesta og besta fyrirmynd sem hægt er að ímynda sér og ég hugsa oft til hans og spyr sjálfan mig: ,,Hvað myndi afi gera í þessum aðstæðum‘‘. Til að sinna þessu embætti vel þarf viðkomandi að hafa marga eiginleika. Þú þarft að vera klár, framúrskarandi ræðumaður, hafa puttan stöðugt á púlsinum í þjóðfélaginu og haft þann eiginleika að vera bæði í takt við tíman en líka að geta haldið í hefðir. Svo þarf viðkomandi að hafa breitt bak. Biskup er í þeirri stöðu að störf hans eru stögugt gagnrýnd. Enginn verður óbarinn biskup hefur mögulega aldrei átt jafn vel við og síðustu ár. Ég er ekki starfandi í sóknarnefnd, né sinni neinum störfum fyrir kirkjuna og má því ekki kjósa. En ef ég væri með kosningarétt myndi ég ekki hika við að kjósa sr. Guðmund Karl Brynjarsson, eða Gumma Kalla. Hann hefur allt sem þarf til að sinna þessu embætti og meira til. Hann er ljúfur, klár, mannglöggur, og mikilvægast er hann stórskemmtilegur. Starf hans sem sóknarprestur í Lindakirkju hefur einkennst af því að vera í takt við tíman en samt halda í þessar fallegu hefðir kirkjunnar. Þetta er ekki allt bara gospel eins og þeir sem hafa sótt í athöfn hjá honum vita. Svo fyrir þau, sem hafa áhuga á rekstri (eins og ég) er Lindasöfnuður einstaklega vel rekinn. Mér þykir það skipta máli. Gummi Kalli er einstakur. Hann hefur byggt upp ásamt frábæru samstarfsfólki öflugt kirkjustarf á landinu og hann er óhræddur við að segja sína sögu um efann. Það þykir mér vera mikill kostur. Ekki eru allir með nógu breitt bak til að segja í beinni útsendingu að þeir hafi efast um trú sína. Guðmundur Karl yrði þjóðkirkjunni og þjóðinni til mikillrar sóma ef hann fengi traust kjósanda til að þjóna sem biskup Íslands. Er himininn blár? Já Er jörðinn kringlótt? Já Er Guðmundur Karl besti kosturinn? Já Höfundur er nemi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar