Þegar enginn heldur utan um þig Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 22. apríl 2024 13:00 Í réttnefndu velferðarsamfélagi þurfa stjórnmálaflokkar að sameinast um að tryggja velferð alls fólks sem í samfélaginu býr. Á undanförnum áratug hafa hagsmunir landsmanna ekki verið valdhöfum ofarlega í huga. Myndun nýrrar ríkisstjórnar sýnir svo ekki er um að villast að okkar ágætu stjórnarþingmönnum finnst þeir ekki þurfa að hlusta á gagnrýni almennings. Ríkisstjórnin er einkapartý sjálfskipaðra sem almenningur hefur engan aðgang að. Almannavarnir og viðbragðsaðilar þeim tengdir njóta ekki skilyrðislauss stuðnings fyrirgreiðslu stjórnvalda þrátt fyrir að augljóst sé að íslensk náttúra í allri sinni dýrð er ósjaldan okkar ófyrirsjáanlegasti ofjarl. Opinber þjónusta hjá ríki og bæ hefur verið skert. Símatími frá 9 -11 og alltaf á tali. Íslenskt heilbrigðiskerfi er nú vart svipur hjá sjón, einkavæðing hluta hennar mismunar, yfirkeyrt starfsfólk fær ekki áheyrn, biðlistar lengjast. Fólk þarf að reiða fram meira fé sjálft og úrræðum hefur fækkað. Aldraðir og öryrkjar hafa lítt verið virtir og endurtekið mætt sem afgangsstærð eða hreinlega hunsaðir. Húsnæðismarkaðurinn er ómanneskjulegur enda rekinn af því kalda, hugsjónalausa markmiði einu að græða á öðrum. Bankarnir lána svo aðeins þeim er markaðinum stýra, en ekki þeim sem vilja eignast heimili. Ungu fólki er nánast gert ókleift að eignast nokkuð nema þau eigi ríka að, ellegar verða þau hlunnfarin af bröskurum. Skólum hrakar. Kennurum og nemendum líður illa. Almenningur er vanræktur og svikinn um þá þjónustu sem skattar þeirra eiga með réttu að standa undir. Ef samfélagið sýnir borgurum sínum ekki væntumþykju með sjálfsagðri þjónustu þá er samfélagið að vanrækja skyldur sínar. Vanræksla veldur öryggisleysi og kvíða. Vanræksla veldur því líka að fólk verður sínkara á sjálft sig og framlag sitt til samfélagsins. „Afhverju á ég að gera eitthvað fyrir samfélagið, þegar samfélagið bregst mér?“ Af langvarandi vanrækslu verður fólk vonlaust, hrætt og reitt. En hvert á hin réttláta reiði að beinast? Því sökudólginn verður að finna um leið og þrótturinn til að verjast þverr. Ef stjórnvöld yppa öxlum og ansa ekki kalli almennings þá eykst niðurlæging enn frekar og reiðin magnast. Reiðin beinist þá gegn þeim sem næstir standa og líða einnig fyrir, harka færist í opinbera umræðu, minnihlutahópar og útlendingar verða skyndilegir andstæðingar. Hver vill trúa því að okkar þjóðkjörna fólk sé í raun gerendur í þessarri stigmagnandi óeiningu? Ójöfnuðarsamfélag sem ekki heldur utan um sitt fólk býr til kjöraðstæður fyrir svokallaða skautun eða sundrungu fólks í milli. Þetta er heimatilbúið vandamál. Stjórnvöld hafa vísvitandi valdið sundrungu hópa með því að hola að innan velferðarkerfið og sá illgresisfræjum í hjörtu Íslendinga. Þjóðin á betra skilið. Höfundur er leikkona og í forsetaframboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Skoðun: Forsetakosningar 2024 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í réttnefndu velferðarsamfélagi þurfa stjórnmálaflokkar að sameinast um að tryggja velferð alls fólks sem í samfélaginu býr. Á undanförnum áratug hafa hagsmunir landsmanna ekki verið valdhöfum ofarlega í huga. Myndun nýrrar ríkisstjórnar sýnir svo ekki er um að villast að okkar ágætu stjórnarþingmönnum finnst þeir ekki þurfa að hlusta á gagnrýni almennings. Ríkisstjórnin er einkapartý sjálfskipaðra sem almenningur hefur engan aðgang að. Almannavarnir og viðbragðsaðilar þeim tengdir njóta ekki skilyrðislauss stuðnings fyrirgreiðslu stjórnvalda þrátt fyrir að augljóst sé að íslensk náttúra í allri sinni dýrð er ósjaldan okkar ófyrirsjáanlegasti ofjarl. Opinber þjónusta hjá ríki og bæ hefur verið skert. Símatími frá 9 -11 og alltaf á tali. Íslenskt heilbrigðiskerfi er nú vart svipur hjá sjón, einkavæðing hluta hennar mismunar, yfirkeyrt starfsfólk fær ekki áheyrn, biðlistar lengjast. Fólk þarf að reiða fram meira fé sjálft og úrræðum hefur fækkað. Aldraðir og öryrkjar hafa lítt verið virtir og endurtekið mætt sem afgangsstærð eða hreinlega hunsaðir. Húsnæðismarkaðurinn er ómanneskjulegur enda rekinn af því kalda, hugsjónalausa markmiði einu að græða á öðrum. Bankarnir lána svo aðeins þeim er markaðinum stýra, en ekki þeim sem vilja eignast heimili. Ungu fólki er nánast gert ókleift að eignast nokkuð nema þau eigi ríka að, ellegar verða þau hlunnfarin af bröskurum. Skólum hrakar. Kennurum og nemendum líður illa. Almenningur er vanræktur og svikinn um þá þjónustu sem skattar þeirra eiga með réttu að standa undir. Ef samfélagið sýnir borgurum sínum ekki væntumþykju með sjálfsagðri þjónustu þá er samfélagið að vanrækja skyldur sínar. Vanræksla veldur öryggisleysi og kvíða. Vanræksla veldur því líka að fólk verður sínkara á sjálft sig og framlag sitt til samfélagsins. „Afhverju á ég að gera eitthvað fyrir samfélagið, þegar samfélagið bregst mér?“ Af langvarandi vanrækslu verður fólk vonlaust, hrætt og reitt. En hvert á hin réttláta reiði að beinast? Því sökudólginn verður að finna um leið og þrótturinn til að verjast þverr. Ef stjórnvöld yppa öxlum og ansa ekki kalli almennings þá eykst niðurlæging enn frekar og reiðin magnast. Reiðin beinist þá gegn þeim sem næstir standa og líða einnig fyrir, harka færist í opinbera umræðu, minnihlutahópar og útlendingar verða skyndilegir andstæðingar. Hver vill trúa því að okkar þjóðkjörna fólk sé í raun gerendur í þessarri stigmagnandi óeiningu? Ójöfnuðarsamfélag sem ekki heldur utan um sitt fólk býr til kjöraðstæður fyrir svokallaða skautun eða sundrungu fólks í milli. Þetta er heimatilbúið vandamál. Stjórnvöld hafa vísvitandi valdið sundrungu hópa með því að hola að innan velferðarkerfið og sá illgresisfræjum í hjörtu Íslendinga. Þjóðin á betra skilið. Höfundur er leikkona og í forsetaframboði.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar