Þegar enginn heldur utan um þig Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 22. apríl 2024 13:00 Í réttnefndu velferðarsamfélagi þurfa stjórnmálaflokkar að sameinast um að tryggja velferð alls fólks sem í samfélaginu býr. Á undanförnum áratug hafa hagsmunir landsmanna ekki verið valdhöfum ofarlega í huga. Myndun nýrrar ríkisstjórnar sýnir svo ekki er um að villast að okkar ágætu stjórnarþingmönnum finnst þeir ekki þurfa að hlusta á gagnrýni almennings. Ríkisstjórnin er einkapartý sjálfskipaðra sem almenningur hefur engan aðgang að. Almannavarnir og viðbragðsaðilar þeim tengdir njóta ekki skilyrðislauss stuðnings fyrirgreiðslu stjórnvalda þrátt fyrir að augljóst sé að íslensk náttúra í allri sinni dýrð er ósjaldan okkar ófyrirsjáanlegasti ofjarl. Opinber þjónusta hjá ríki og bæ hefur verið skert. Símatími frá 9 -11 og alltaf á tali. Íslenskt heilbrigðiskerfi er nú vart svipur hjá sjón, einkavæðing hluta hennar mismunar, yfirkeyrt starfsfólk fær ekki áheyrn, biðlistar lengjast. Fólk þarf að reiða fram meira fé sjálft og úrræðum hefur fækkað. Aldraðir og öryrkjar hafa lítt verið virtir og endurtekið mætt sem afgangsstærð eða hreinlega hunsaðir. Húsnæðismarkaðurinn er ómanneskjulegur enda rekinn af því kalda, hugsjónalausa markmiði einu að græða á öðrum. Bankarnir lána svo aðeins þeim er markaðinum stýra, en ekki þeim sem vilja eignast heimili. Ungu fólki er nánast gert ókleift að eignast nokkuð nema þau eigi ríka að, ellegar verða þau hlunnfarin af bröskurum. Skólum hrakar. Kennurum og nemendum líður illa. Almenningur er vanræktur og svikinn um þá þjónustu sem skattar þeirra eiga með réttu að standa undir. Ef samfélagið sýnir borgurum sínum ekki væntumþykju með sjálfsagðri þjónustu þá er samfélagið að vanrækja skyldur sínar. Vanræksla veldur öryggisleysi og kvíða. Vanræksla veldur því líka að fólk verður sínkara á sjálft sig og framlag sitt til samfélagsins. „Afhverju á ég að gera eitthvað fyrir samfélagið, þegar samfélagið bregst mér?“ Af langvarandi vanrækslu verður fólk vonlaust, hrætt og reitt. En hvert á hin réttláta reiði að beinast? Því sökudólginn verður að finna um leið og þrótturinn til að verjast þverr. Ef stjórnvöld yppa öxlum og ansa ekki kalli almennings þá eykst niðurlæging enn frekar og reiðin magnast. Reiðin beinist þá gegn þeim sem næstir standa og líða einnig fyrir, harka færist í opinbera umræðu, minnihlutahópar og útlendingar verða skyndilegir andstæðingar. Hver vill trúa því að okkar þjóðkjörna fólk sé í raun gerendur í þessarri stigmagnandi óeiningu? Ójöfnuðarsamfélag sem ekki heldur utan um sitt fólk býr til kjöraðstæður fyrir svokallaða skautun eða sundrungu fólks í milli. Þetta er heimatilbúið vandamál. Stjórnvöld hafa vísvitandi valdið sundrungu hópa með því að hola að innan velferðarkerfið og sá illgresisfræjum í hjörtu Íslendinga. Þjóðin á betra skilið. Höfundur er leikkona og í forsetaframboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Skoðun: Forsetakosningar 2024 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í réttnefndu velferðarsamfélagi þurfa stjórnmálaflokkar að sameinast um að tryggja velferð alls fólks sem í samfélaginu býr. Á undanförnum áratug hafa hagsmunir landsmanna ekki verið valdhöfum ofarlega í huga. Myndun nýrrar ríkisstjórnar sýnir svo ekki er um að villast að okkar ágætu stjórnarþingmönnum finnst þeir ekki þurfa að hlusta á gagnrýni almennings. Ríkisstjórnin er einkapartý sjálfskipaðra sem almenningur hefur engan aðgang að. Almannavarnir og viðbragðsaðilar þeim tengdir njóta ekki skilyrðislauss stuðnings fyrirgreiðslu stjórnvalda þrátt fyrir að augljóst sé að íslensk náttúra í allri sinni dýrð er ósjaldan okkar ófyrirsjáanlegasti ofjarl. Opinber þjónusta hjá ríki og bæ hefur verið skert. Símatími frá 9 -11 og alltaf á tali. Íslenskt heilbrigðiskerfi er nú vart svipur hjá sjón, einkavæðing hluta hennar mismunar, yfirkeyrt starfsfólk fær ekki áheyrn, biðlistar lengjast. Fólk þarf að reiða fram meira fé sjálft og úrræðum hefur fækkað. Aldraðir og öryrkjar hafa lítt verið virtir og endurtekið mætt sem afgangsstærð eða hreinlega hunsaðir. Húsnæðismarkaðurinn er ómanneskjulegur enda rekinn af því kalda, hugsjónalausa markmiði einu að græða á öðrum. Bankarnir lána svo aðeins þeim er markaðinum stýra, en ekki þeim sem vilja eignast heimili. Ungu fólki er nánast gert ókleift að eignast nokkuð nema þau eigi ríka að, ellegar verða þau hlunnfarin af bröskurum. Skólum hrakar. Kennurum og nemendum líður illa. Almenningur er vanræktur og svikinn um þá þjónustu sem skattar þeirra eiga með réttu að standa undir. Ef samfélagið sýnir borgurum sínum ekki væntumþykju með sjálfsagðri þjónustu þá er samfélagið að vanrækja skyldur sínar. Vanræksla veldur öryggisleysi og kvíða. Vanræksla veldur því líka að fólk verður sínkara á sjálft sig og framlag sitt til samfélagsins. „Afhverju á ég að gera eitthvað fyrir samfélagið, þegar samfélagið bregst mér?“ Af langvarandi vanrækslu verður fólk vonlaust, hrætt og reitt. En hvert á hin réttláta reiði að beinast? Því sökudólginn verður að finna um leið og þrótturinn til að verjast þverr. Ef stjórnvöld yppa öxlum og ansa ekki kalli almennings þá eykst niðurlæging enn frekar og reiðin magnast. Reiðin beinist þá gegn þeim sem næstir standa og líða einnig fyrir, harka færist í opinbera umræðu, minnihlutahópar og útlendingar verða skyndilegir andstæðingar. Hver vill trúa því að okkar þjóðkjörna fólk sé í raun gerendur í þessarri stigmagnandi óeiningu? Ójöfnuðarsamfélag sem ekki heldur utan um sitt fólk býr til kjöraðstæður fyrir svokallaða skautun eða sundrungu fólks í milli. Þetta er heimatilbúið vandamál. Stjórnvöld hafa vísvitandi valdið sundrungu hópa með því að hola að innan velferðarkerfið og sá illgresisfræjum í hjörtu Íslendinga. Þjóðin á betra skilið. Höfundur er leikkona og í forsetaframboði.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun