Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 08:35 Ísraelskur hermaður gengur fram hjá pallbíl sem vígamenn Hamas notuðu í árás sinni í Sderot 7. október. Hamas-liðar myrtu á annað þúsund manns og tóku um 250 manns í gíslingu. AP/Ohad Zwigenberg Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. Árásinni í október hefur verið lýst sem versta leyniþjónustubresti í sögu Ísrealsríkis. Hamas-liðum tókst að sprengja sér leið í gegnum landamæravarnir Ísraela og ganga berserksgang óáreittum í íbúðabyggðum tímunum saman án þess að ísraelskar öryggissveitir fengju rönd við reist. Um 1.200 manns féllu í árásinni, flestir þeirra óbreyttir borgarar, sem hratt af stað blóðugu stríði Ísraela á Gasa sem hefur kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. „Leyniþjónustuskrifstofan sem ég stýri stóð sig ekki í því starfi sem okkur var treyst fyrir. Ég ber þennan svarta dag með mér æ síðan, dag eftir dag, nótt eftir nótt. Ég ber sársaukan með mér að eilífu,“ sagði í afsagnarbréfi Aharaon Haliva, undirhershöfðingja, að sögn AP-fréttastofunnar. Fastlega hafði verið búist við því að Haliva og fleiri yfirmenn hers og leyniþjónustu segðu af sér eftir árásina 7. október en hernaðurinn á Gasa og átök við líbönsku Hezbolla-sveitirnar flæktu stöðuna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hefur ekki gengist við neinni ábyrgð á þeim veikleikum sem gerðu árás Hamas mögulega. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. 22. apríl 2024 07:36 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Árásinni í október hefur verið lýst sem versta leyniþjónustubresti í sögu Ísrealsríkis. Hamas-liðum tókst að sprengja sér leið í gegnum landamæravarnir Ísraela og ganga berserksgang óáreittum í íbúðabyggðum tímunum saman án þess að ísraelskar öryggissveitir fengju rönd við reist. Um 1.200 manns féllu í árásinni, flestir þeirra óbreyttir borgarar, sem hratt af stað blóðugu stríði Ísraela á Gasa sem hefur kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. „Leyniþjónustuskrifstofan sem ég stýri stóð sig ekki í því starfi sem okkur var treyst fyrir. Ég ber þennan svarta dag með mér æ síðan, dag eftir dag, nótt eftir nótt. Ég ber sársaukan með mér að eilífu,“ sagði í afsagnarbréfi Aharaon Haliva, undirhershöfðingja, að sögn AP-fréttastofunnar. Fastlega hafði verið búist við því að Haliva og fleiri yfirmenn hers og leyniþjónustu segðu af sér eftir árásina 7. október en hernaðurinn á Gasa og átök við líbönsku Hezbolla-sveitirnar flæktu stöðuna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hefur ekki gengist við neinni ábyrgð á þeim veikleikum sem gerðu árás Hamas mögulega.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. 22. apríl 2024 07:36 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. 22. apríl 2024 07:36