Jón Þór um Akranesvöllinn: „Hann verður frábær í sumar, eða eins frábær og hann verður“ Kári Mímisson skrifar 21. apríl 2024 21:35 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, býst við því að geta bráðum spilað utanhúss á Akranesi. Vísir/Bjarni Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður þegar hann mætti í viðtal eftir 5-1 sigur ÍA gegn Fylki í Akraneshöllinni fyrr í dag. „Ég er mjög ánægður með þennan sigur gegn öflugu Fylkisliði. Aftur gerum við það virkilega vel að leysa leikinn einum fleiri og skorum frábær mörk í seinni hálfleiknum. Ég var líka mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem Hinrik skorar frábært mark. Það vantaði hins vegar svona herslumuninn í fyrri hálfleik að klára þær opnanir sem við fengum og vildum fá. Rauða spjaldið kemur auðvitað upp úr einni slíkri opnun. Þannig að ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir spiluðu hér í dag.“ Þetta var annar leikur liðsins þar sem það leikur manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Spurður út í það leggur Jón Þór áherslu á það hvað hann sé sáttur með hvernig liðið leysti það verkefni. „Við spiluðum frábærlega í Kórnum gegn HK einum fleiri og mér fannst við gera það aftur mjög vel. Það eru ákveðin svæði sem myndast og við það og aftur þótti mér við nýta þau mjög vel.“ Leikurinn í dag fór fram í Akraneshöllinni þar sem ELKEM völlurinn er ekki tilbúinn. Liðið leikur næst í Mjólkurbikarnum gegn Tindastól á fimmtudaginn en sá leikur verður spilaður inn í höllinni sömuleiðis en svo mætir liðið FH eftir viku og sá leikur á að fara fram á grasinu fyrir utan. En verður völlurinn tilbúinn eftir viku? „Ég hef svo sem ekki séð veðurspána til þess að geta svarað því. Völlurinn er alveg tilbúinn. Við kláruðum mótið það snemma í fyrra að við gátum gatað, sandað og borið á hann og bara gert hann tilbúinn fyrir þetta tímabil. Þannig að hann verður frábær í sumar eða eins frábær og hann verður. Þetta er auðvitað gamall og lélegur völlur í grunninn en við erum að reyna að hugsa um hann eins vel og við getum. Svo er þetta bara spurning hvenær sprettan fer af stað og það er alveg ljóst að það er ekkert byrjað. Þannig að ég get ekki svarað því hvort við spilum gegn FH þarna eða ekki.“ ÍA liðið fer vel af stað í upphafi móts. Liðið fór sömuleiðis í úrslit Lengjubikarsins og er því til alls líklegt eins og staðan er. Spurður að því hversu langt liðið geti náð svarar Jón Þór því að fyrsta markmið liðsins sé einfaldlega að halda sér frá fallbaráttunni. „Við erum bara mjög einbeittir núna. Okkar fyrsta markmið er að koma okkur eins langt frá fallbaráttu og við mögulega getum í byrjun móts. Svo bara tökum við stöðuna seinna í mótinu og hvort við endurskoðum eitthvað það markmið. En það er alveg klárt og skýrt að núna erum við bara að safna stigum til að koma okkur eins langt frá fallbaráttunni og við getum.“ Það var mikið um dýrðir fyrir leik þegar Skagamenn kynntu nýjasta leikmann liðsins en Rúnar Már Sigurjónsson gekk þá inn á völlinn með gulan trefil. Rúnar skrifaði undir hjá ÍA á föstudaginn en það er þó búið að vera ljóst ansi lengi að Rúnar myndi leika á Akranesi í sumar. Rúnar var ekki í leikmannahópnum í dag en hvenær getum við átt von á því að hann spili með ykkur. „Hann er allur að koma til eftir aðgerðina sem hann fór í núna í janúar. Hann er ekki byrjaður að æfa með okkur en vonandi verður hann klár með okkur fljótlega.“ Besta deild karla ÍA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með þennan sigur gegn öflugu Fylkisliði. Aftur gerum við það virkilega vel að leysa leikinn einum fleiri og skorum frábær mörk í seinni hálfleiknum. Ég var líka mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem Hinrik skorar frábært mark. Það vantaði hins vegar svona herslumuninn í fyrri hálfleik að klára þær opnanir sem við fengum og vildum fá. Rauða spjaldið kemur auðvitað upp úr einni slíkri opnun. Þannig að ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir spiluðu hér í dag.“ Þetta var annar leikur liðsins þar sem það leikur manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Spurður út í það leggur Jón Þór áherslu á það hvað hann sé sáttur með hvernig liðið leysti það verkefni. „Við spiluðum frábærlega í Kórnum gegn HK einum fleiri og mér fannst við gera það aftur mjög vel. Það eru ákveðin svæði sem myndast og við það og aftur þótti mér við nýta þau mjög vel.“ Leikurinn í dag fór fram í Akraneshöllinni þar sem ELKEM völlurinn er ekki tilbúinn. Liðið leikur næst í Mjólkurbikarnum gegn Tindastól á fimmtudaginn en sá leikur verður spilaður inn í höllinni sömuleiðis en svo mætir liðið FH eftir viku og sá leikur á að fara fram á grasinu fyrir utan. En verður völlurinn tilbúinn eftir viku? „Ég hef svo sem ekki séð veðurspána til þess að geta svarað því. Völlurinn er alveg tilbúinn. Við kláruðum mótið það snemma í fyrra að við gátum gatað, sandað og borið á hann og bara gert hann tilbúinn fyrir þetta tímabil. Þannig að hann verður frábær í sumar eða eins frábær og hann verður. Þetta er auðvitað gamall og lélegur völlur í grunninn en við erum að reyna að hugsa um hann eins vel og við getum. Svo er þetta bara spurning hvenær sprettan fer af stað og það er alveg ljóst að það er ekkert byrjað. Þannig að ég get ekki svarað því hvort við spilum gegn FH þarna eða ekki.“ ÍA liðið fer vel af stað í upphafi móts. Liðið fór sömuleiðis í úrslit Lengjubikarsins og er því til alls líklegt eins og staðan er. Spurður að því hversu langt liðið geti náð svarar Jón Þór því að fyrsta markmið liðsins sé einfaldlega að halda sér frá fallbaráttunni. „Við erum bara mjög einbeittir núna. Okkar fyrsta markmið er að koma okkur eins langt frá fallbaráttu og við mögulega getum í byrjun móts. Svo bara tökum við stöðuna seinna í mótinu og hvort við endurskoðum eitthvað það markmið. En það er alveg klárt og skýrt að núna erum við bara að safna stigum til að koma okkur eins langt frá fallbaráttunni og við getum.“ Það var mikið um dýrðir fyrir leik þegar Skagamenn kynntu nýjasta leikmann liðsins en Rúnar Már Sigurjónsson gekk þá inn á völlinn með gulan trefil. Rúnar skrifaði undir hjá ÍA á föstudaginn en það er þó búið að vera ljóst ansi lengi að Rúnar myndi leika á Akranesi í sumar. Rúnar var ekki í leikmannahópnum í dag en hvenær getum við átt von á því að hann spili með ykkur. „Hann er allur að koma til eftir aðgerðina sem hann fór í núna í janúar. Hann er ekki byrjaður að æfa með okkur en vonandi verður hann klár með okkur fljótlega.“
Besta deild karla ÍA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira