„Þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. apríl 2024 11:45 Vatn við Bárðarbungu. vísir/RAX Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015. Jarðskjálftinn mældist klukkan rúmlega tuttugu mínútur í sjö þegar landsmenn voru flestir við fasta svefn. Nokkrir eftirskjálftar mældust í kjölfarið, sá stærsti 2,5 að stærð. Hildur María Friðriksdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Hann var 5,4 sem er stærsti skjálfri sem hefur mælst frá umbrotunum árið 2014 til 2015 þegar gaus í Holuhrauni þannig þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur og gæti verið upphafið að löngu ferli.“ Ferli sem getur tekið nokkur ár. Ekki er talið nauðsynlegt að auka vöktun á svæðinu enda er hún töluverð. Skjálftinn sem mældist í morgun fannst lítillega í flestum landshlutum. En ef það fer allt af stað, hvernig gos verður í Bárðarbungu? „Það gæti náttúrulega verið annað gos eins og í Holuhrauni, hraungos, þar sem kvikugangur fer af stað og það gýs þarna frá eldstöðinni en svo er alltaf möguleiki að það gjósi í eldstöðinni sjálfri og þá gæti komið sprengigos, líkt og hefur komið í Grímsvötnum.“ Virkni eykst á svæðinu Hún telur mjög ólíklegt að eitthvað gerist á næstunni. Engin hrina sé á svæðinu. „Við erum bara að sjá núna að það hefur frá því í febrúar aukist jarðskjálftavirknin og hún er enn að aukast á svæðinu. Sömuleiðis sjáum við smá breytingu í jarðskorpuhreyfingum sem byrjaði reyndar snemma í fyrra þannig hún er hægt og rólega að taka við sér og vakna til lífsins eftir síðustu umbrot. En eins og ég segi gæti þetta verið upphafið að mjög löngu ferli,“ sagði Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur. Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Jarðskjálftinn mældist klukkan rúmlega tuttugu mínútur í sjö þegar landsmenn voru flestir við fasta svefn. Nokkrir eftirskjálftar mældust í kjölfarið, sá stærsti 2,5 að stærð. Hildur María Friðriksdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Hann var 5,4 sem er stærsti skjálfri sem hefur mælst frá umbrotunum árið 2014 til 2015 þegar gaus í Holuhrauni þannig þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur og gæti verið upphafið að löngu ferli.“ Ferli sem getur tekið nokkur ár. Ekki er talið nauðsynlegt að auka vöktun á svæðinu enda er hún töluverð. Skjálftinn sem mældist í morgun fannst lítillega í flestum landshlutum. En ef það fer allt af stað, hvernig gos verður í Bárðarbungu? „Það gæti náttúrulega verið annað gos eins og í Holuhrauni, hraungos, þar sem kvikugangur fer af stað og það gýs þarna frá eldstöðinni en svo er alltaf möguleiki að það gjósi í eldstöðinni sjálfri og þá gæti komið sprengigos, líkt og hefur komið í Grímsvötnum.“ Virkni eykst á svæðinu Hún telur mjög ólíklegt að eitthvað gerist á næstunni. Engin hrina sé á svæðinu. „Við erum bara að sjá núna að það hefur frá því í febrúar aukist jarðskjálftavirknin og hún er enn að aukast á svæðinu. Sömuleiðis sjáum við smá breytingu í jarðskorpuhreyfingum sem byrjaði reyndar snemma í fyrra þannig hún er hægt og rólega að taka við sér og vakna til lífsins eftir síðustu umbrot. En eins og ég segi gæti þetta verið upphafið að mjög löngu ferli,“ sagði Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur.
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira