Fjögur börn meðal smitaðra af kíghósta Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2024 13:08 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. vísir/arnar Fjögur börn eru meðal þeirra sem hafa greinst með kíghósta á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir hvetur þá sem telja sig finna til einkenna að hafa samband við heilbrigðisstarfsfólk. Kíghósti hefur greinst í sex einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu og eru einhverjir þeirra ótengdir. Því er talið að sýkingin hafi náð útbreiðslu á svæðinu en fyrir hafði kíghósti ekki greinst hér á landi síðan árið 2019. Einkenni kíghósta eru vægt kvef og önnur einkenni þess, sem og slæm hóstaköst, þá sérstaklega á næturnar. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir sýkinguna geta reynst börnum og þeim sem eru óbólusettir erfiðust. Hver sem er getur fengið kíghósta. „Það er helst ungu börnin sem fá slæmar afleiðingar og slæmu hóstaköstin geta valdið öndunarstoppi í ungum börnum. Öndunarvegurinn þeirra er hlutfallslega lítill og þeim geta fylgt krampar, lungnabólga og þetta getur haft áhrif á heilasamstarfi og það geta orðið andlát vegna kíghósta,“ segir Guðrún. Hún segir veikindin geta verið ansi þrálát. Þeir sem telji sig hafa einkenni kíghósta hafi samband við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum netspjall eða Heilsuveru. „Ef að einkennin eru í samræmi við það eða viðkomandi verið í umgengni við einhvern sem hefur greinst þá er um að gera að hafa samband við sinn lækni eða heilbrigðisstarfsfólk og fá ráð. Hvort það sé tilefni til að taka sýni eða gera eitthvað frekar,“ segir Guðrún. Meðal þeirra sex sem hafa greinst með kíghósta eru fjögur börn á aldrinum þriggja til fimmtán ára. „Þessir einstaklingar eru allir heima, það er enginn það alvarlega veikur að þurfa að vera á sjúkrahúsi. En það eru allir með einkenni, sérstaklega hósta,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Bólusetningar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Kíghósti hefur greinst í sex einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu og eru einhverjir þeirra ótengdir. Því er talið að sýkingin hafi náð útbreiðslu á svæðinu en fyrir hafði kíghósti ekki greinst hér á landi síðan árið 2019. Einkenni kíghósta eru vægt kvef og önnur einkenni þess, sem og slæm hóstaköst, þá sérstaklega á næturnar. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir sýkinguna geta reynst börnum og þeim sem eru óbólusettir erfiðust. Hver sem er getur fengið kíghósta. „Það er helst ungu börnin sem fá slæmar afleiðingar og slæmu hóstaköstin geta valdið öndunarstoppi í ungum börnum. Öndunarvegurinn þeirra er hlutfallslega lítill og þeim geta fylgt krampar, lungnabólga og þetta getur haft áhrif á heilasamstarfi og það geta orðið andlát vegna kíghósta,“ segir Guðrún. Hún segir veikindin geta verið ansi þrálát. Þeir sem telji sig hafa einkenni kíghósta hafi samband við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum netspjall eða Heilsuveru. „Ef að einkennin eru í samræmi við það eða viðkomandi verið í umgengni við einhvern sem hefur greinst þá er um að gera að hafa samband við sinn lækni eða heilbrigðisstarfsfólk og fá ráð. Hvort það sé tilefni til að taka sýni eða gera eitthvað frekar,“ segir Guðrún. Meðal þeirra sex sem hafa greinst með kíghósta eru fjögur börn á aldrinum þriggja til fimmtán ára. „Þessir einstaklingar eru allir heima, það er enginn það alvarlega veikur að þurfa að vera á sjúkrahúsi. En það eru allir með einkenni, sérstaklega hósta,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Bólusetningar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira