Flugvöllurinn í Billund hefur verið rýmdur vegna sprengjuhótunar og var öllum fyrirskipað að yfirgefa svæðið. Einn er í haldi lögreglu.
Hjúkrunarfræðingum á hjúkrunarheimilum hefur tekist að minnka skriffinnsku um margar klukkustundir með notkun smáforrits. Kona sem rannsakaði áhrif forritsins segir að tíminn sem sparist við notkun þess nýtist í umönnun og samskipti við heimilismenn.
Þá fjöllum við um útbreiðslu kíghósta hér á landi og forvitnumst um fjölmenningardaga sem fram fóru í Gundaskóla í vikunni.