Fyrirliði Íslands Helena Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2024 10:30 Fátt sameinar okkur Íslendinga meira, í gleði og sorg, en að fylgjast með og styðja íþróttafólkið okkar á stórmótum á alþjóðavettvangi. Við vitum hvað þau hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að ná í fremstu röð. Við erum stolt af þeim sem einstaklingum en kannski ekki síður sem Íslendingum því þau eru glæsilegir fulltrúar litla Íslands á stóra sviðinu. Margir telja að það besta við íþróttir sé það að sigrar byggja yfirleitt á verðleikum sigurliðsins. Yfirleitt eru það bestu liðin eða hæfustu einstaklingar sem vinna. Við erum almennt sammála um að það sé sanngjarnt, svona þegar mesta kappið er runnið af okkur ef okkar fólk hefur tapað. Við berum nefnilega virðingu fyrir þeim sem hafa náð að standa framar en okkar fólk. Þess vegna viljum við að bestu leikmennirnir séu valdir í landsliðið. Og það er ekki bara sanngjarnt að hæfasti leiðtoginn sé fyrirliði, heldur er það sjálfsagt. Fyrr í vikunni þá líkti forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr forsetakosningum við fótboltaleik til að undirstrika hversu ósanngjarnt það væri fyrir hann og aðra frambjóðendur að Katrín Jakobsdóttir væri í framboði. Hann sagði að það væri eins og það væri leikur í öðrum flokki í fótbolta og svo mætti bara atvinnumaður úr meistaraflokki og ákvæði að taka þátt. Ég get alveg tekið undir með Jóni að það sé ekki sanngjarnt að leikmenn í öðrum flokki þurfi að keppa við leikmenn í meistaraflokki, þó ég haldi reyndar að þeir hefðu bara gagn og gaman af því. Hins vegar, þá er ég algjörlega ósammála Jóni um að forsetakosningar eigi að vera eins og keppni í öðrum flokki. Þær eiga að vera í meistaraflokki. Við erum kjósa okkur þjóðhöfðingja. Þá er ekki bara sanngjarnt fyrir okkur sem þjóð heldur sjálfsagt að við fáum að velja úr okkar besta fólki. Það er auðvitað alveg rétt hjá Jóni að Katrín er fremst í hópi glæsilegra frambjóðenda. Hún hefur reynsluna, hæfnina, persónuleikann og sýnina sem þarf til að vera frábær forseti – fyrirliði Íslands. Höfundur er framhaldsskólakennari og þáttarstjórnandi á Stöð 2 Sport. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt sameinar okkur Íslendinga meira, í gleði og sorg, en að fylgjast með og styðja íþróttafólkið okkar á stórmótum á alþjóðavettvangi. Við vitum hvað þau hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að ná í fremstu röð. Við erum stolt af þeim sem einstaklingum en kannski ekki síður sem Íslendingum því þau eru glæsilegir fulltrúar litla Íslands á stóra sviðinu. Margir telja að það besta við íþróttir sé það að sigrar byggja yfirleitt á verðleikum sigurliðsins. Yfirleitt eru það bestu liðin eða hæfustu einstaklingar sem vinna. Við erum almennt sammála um að það sé sanngjarnt, svona þegar mesta kappið er runnið af okkur ef okkar fólk hefur tapað. Við berum nefnilega virðingu fyrir þeim sem hafa náð að standa framar en okkar fólk. Þess vegna viljum við að bestu leikmennirnir séu valdir í landsliðið. Og það er ekki bara sanngjarnt að hæfasti leiðtoginn sé fyrirliði, heldur er það sjálfsagt. Fyrr í vikunni þá líkti forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr forsetakosningum við fótboltaleik til að undirstrika hversu ósanngjarnt það væri fyrir hann og aðra frambjóðendur að Katrín Jakobsdóttir væri í framboði. Hann sagði að það væri eins og það væri leikur í öðrum flokki í fótbolta og svo mætti bara atvinnumaður úr meistaraflokki og ákvæði að taka þátt. Ég get alveg tekið undir með Jóni að það sé ekki sanngjarnt að leikmenn í öðrum flokki þurfi að keppa við leikmenn í meistaraflokki, þó ég haldi reyndar að þeir hefðu bara gagn og gaman af því. Hins vegar, þá er ég algjörlega ósammála Jóni um að forsetakosningar eigi að vera eins og keppni í öðrum flokki. Þær eiga að vera í meistaraflokki. Við erum kjósa okkur þjóðhöfðingja. Þá er ekki bara sanngjarnt fyrir okkur sem þjóð heldur sjálfsagt að við fáum að velja úr okkar besta fólki. Það er auðvitað alveg rétt hjá Jóni að Katrín er fremst í hópi glæsilegra frambjóðenda. Hún hefur reynsluna, hæfnina, persónuleikann og sýnina sem þarf til að vera frábær forseti – fyrirliði Íslands. Höfundur er framhaldsskólakennari og þáttarstjórnandi á Stöð 2 Sport.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar