Opna verslun á Keflavíkurflugvelli þar sem Arion var áður Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2024 14:40 Sindri Snær Jensson og Jón Davíð Davíðsson, stofnendur Húrra Reykjavík, fyrir utan flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Aðsend Húrra Reykjavík mun opna nýja fataverslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor, í sama rými og Arion banki var áður. Verslunin mun þar bjóða upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir gesti á leið sinni úr landi. Í tilkynningu frá Isavia segir að Húrra Reykjavík hafi notið gífurlegra vinsælda frá upphafi og sé orðin rótgróinn hluti af verslunarflóru miðborgarinnar enda kenni þar ýmissa grasa. „Verslunin á KEF verður engin undantekning en þar verður hægt að næla sér í fatnað frá vinsælum vörumerkjum á borð við Norse Projects, Carhartt WIP, Sporty & Rich, Reykjavík Roses, Crocs, Arc´teryx, Salomon og Stone Island. Vörurnar verða í boði á hagstæðu fríhafnarverði, til jafns við öll kyn. Þá verða að sjálfsögðu seldir strigaskór í versluninni en Húrra Reykjavík hefur lengi lagt kapp á að bjóða upp á eitt besta úrval landsins af strigaskóm,“ segir í tilkynningunni. Tölvugerð mynd af útliti verslunarinnar.HAF Studio Haft er eftir Sindra Snæ Jenssyni, öðrum eiganda Húrra, að verslunin sé að stíga stór skref með opnun þessarar nýju verslunar, sem eigi sér þá stað í tilefni af tíu ára afmæli fyrirtækisins. Hann segir þetta vera spennandi tímabil. „Við munum halda áfram að bjóða íslenskum sem erlendum viðskiptavinum vandaðan fatnað og strigaskó, allt undir áhrifum frá skandinavískri götutísku.“ Þá segir að hönnun verslunarinnar sé í höndum HAF Studio og muni endurspegla afslappað og hlýlegt andrúmsloft, svipað og í verslun Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Húrra Reykjavík opnaði herrafataverslunin árið 2014 og hefur frá 2020 rekið verslun sem stendur við Hverfisgötu í Reykjavík. Verslun Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Í tilkynningu frá Isavia segir að Húrra Reykjavík hafi notið gífurlegra vinsælda frá upphafi og sé orðin rótgróinn hluti af verslunarflóru miðborgarinnar enda kenni þar ýmissa grasa. „Verslunin á KEF verður engin undantekning en þar verður hægt að næla sér í fatnað frá vinsælum vörumerkjum á borð við Norse Projects, Carhartt WIP, Sporty & Rich, Reykjavík Roses, Crocs, Arc´teryx, Salomon og Stone Island. Vörurnar verða í boði á hagstæðu fríhafnarverði, til jafns við öll kyn. Þá verða að sjálfsögðu seldir strigaskór í versluninni en Húrra Reykjavík hefur lengi lagt kapp á að bjóða upp á eitt besta úrval landsins af strigaskóm,“ segir í tilkynningunni. Tölvugerð mynd af útliti verslunarinnar.HAF Studio Haft er eftir Sindra Snæ Jenssyni, öðrum eiganda Húrra, að verslunin sé að stíga stór skref með opnun þessarar nýju verslunar, sem eigi sér þá stað í tilefni af tíu ára afmæli fyrirtækisins. Hann segir þetta vera spennandi tímabil. „Við munum halda áfram að bjóða íslenskum sem erlendum viðskiptavinum vandaðan fatnað og strigaskó, allt undir áhrifum frá skandinavískri götutísku.“ Þá segir að hönnun verslunarinnar sé í höndum HAF Studio og muni endurspegla afslappað og hlýlegt andrúmsloft, svipað og í verslun Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Húrra Reykjavík opnaði herrafataverslunin árið 2014 og hefur frá 2020 rekið verslun sem stendur við Hverfisgötu í Reykjavík.
Verslun Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira