Vikan varð enn verri fyrir Barcelona: Refsað fyrir nasistakveðjur og fordóma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 06:35 Stuðningsmenn Barcelona urðu sér og félaginu sínu til skammar í París. Getty/DAX Images Barcelona féll út úr Meistaradeildinni í fótbolta á miðvikudagskvöldið og í gær var félagið sektað af Knattspyrnusambandi Evrópu. Stuðningsmenn Börsunga voru dæmdir fyrir það að nota nasistakveðjur og sýna kynþáttafordóma á fyrri leiknum á móti Paris Saint-Germain í síðustu viku. Sá leikur fór fram í París og endaði með sigri Katalóníuliðsins. Barcelona fékk 25 þúsund evru sekt sem er um 3,8 milljónir íslenskra króna. Það var kannski ekki við bætandi í slæmu rekstrarumhverfi Barcelona liðsins sem glímir við mikla fjárhagaerfiðleika. Barcelona have been fined for racist behaviour and other actions by their fans in their #UCL quarter-final first leg at Paris St-Germain.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 18, 2024 UEFA setti líka Barcelona í skilorðsbundið miðabann á næsta tímabili. Barcelona gæti misst réttinn á því að selja stuðningsmönnum sínum miða á útileik í Meistaradeildinni tímabilið 2024-25. Barcelona þurfti einnig að borga PSG sjö þúsund evrur vegna skemmda sem stuðningsmenn Börsunga ollu á sætum sínum á Parc des Princes leikvanginum. Barcelona vann fyrri leikinn 3-2 í París og komst í 1-0 í seinni leiknum. Liðið missti síðan mann af velli með rautt spjald og tapaði leiknum 4-1. Alþjóða knattspyrnusambandið heldur aðalfund sinni í Bangkok í Tælandi í næsta mánuði og þar á kynna nýja herferð gegn kynþáttafordómum í fótbolta. Barcelona have been fined 32,000 following the behaviour of their supporters at the Parc des Princes: Smoke bombs and fireworks [ 2,000 fine] Degradations [ 5,000] Racist incidents in the parking lot [ 25,000](Source: @RMCsport) pic.twitter.com/7Q0KEusCKy— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) April 18, 2024 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Stuðningsmenn Börsunga voru dæmdir fyrir það að nota nasistakveðjur og sýna kynþáttafordóma á fyrri leiknum á móti Paris Saint-Germain í síðustu viku. Sá leikur fór fram í París og endaði með sigri Katalóníuliðsins. Barcelona fékk 25 þúsund evru sekt sem er um 3,8 milljónir íslenskra króna. Það var kannski ekki við bætandi í slæmu rekstrarumhverfi Barcelona liðsins sem glímir við mikla fjárhagaerfiðleika. Barcelona have been fined for racist behaviour and other actions by their fans in their #UCL quarter-final first leg at Paris St-Germain.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 18, 2024 UEFA setti líka Barcelona í skilorðsbundið miðabann á næsta tímabili. Barcelona gæti misst réttinn á því að selja stuðningsmönnum sínum miða á útileik í Meistaradeildinni tímabilið 2024-25. Barcelona þurfti einnig að borga PSG sjö þúsund evrur vegna skemmda sem stuðningsmenn Börsunga ollu á sætum sínum á Parc des Princes leikvanginum. Barcelona vann fyrri leikinn 3-2 í París og komst í 1-0 í seinni leiknum. Liðið missti síðan mann af velli með rautt spjald og tapaði leiknum 4-1. Alþjóða knattspyrnusambandið heldur aðalfund sinni í Bangkok í Tælandi í næsta mánuði og þar á kynna nýja herferð gegn kynþáttafordómum í fótbolta. Barcelona have been fined 32,000 following the behaviour of their supporters at the Parc des Princes: Smoke bombs and fireworks [ 2,000 fine] Degradations [ 5,000] Racist incidents in the parking lot [ 25,000](Source: @RMCsport) pic.twitter.com/7Q0KEusCKy— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) April 18, 2024
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira