Stungumaður þarf að dúsa inni fram að dómi Árni Sæberg skrifar 17. apríl 2024 18:37 Landsréttur hefur úrskurðað að Jaguar þurfi að sæta gæsluvarðhaldi þangað til að Landsréttur hefur dæmt í máli hans. Vísir/Vilhelm Tvítugur karlmaður þarf að sæta gæsluvarðhaldi fram að dómsuppsögu í máli hans í Landsrétti. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi í héraði en ákæruvaldið vill þyngri dóm. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn, sem heitir Jaguar Do, í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás um miðjan mars. Hann var sakfelldur að hafa stungið mann með þeim afleiðingum að hann hlaut stungusár og skurð í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps en héraðsdómur taldi ekki sannað að ásetningur hans hefði staðið til þess að svipta brotaþola lífi. Ákæruvaldið unir ekki þeirri niðurstöðu héraðsdóms og Ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu þann 27. mars í því augnamiði að Jaguar verði sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur vildi sleppa Jaguar lausum Héraðssaksóknari krafðist þess þann 4, apríl síðastliðinn að Jaguar yrði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi uns endanlegur dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til föstudagsins 4. október næstkomandi. Í úrskurði héraðsdóms segir að krafan hafo verið byggð á því gæsluvarðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, með vísan til alvarleika brotsins. Brot Jaguars þyki vera þess eðlis að það sé sérstaklega alvarlegt og því sé óforsvaranlegt að hann gangi laus eins og sakir standa. Það væri mat Héraðssaksóknara að lausn Jaguars myndi misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu að maður sem sterklega er grunaður um svo alvarlegt ofbeldisbrot af einbeittum ásetningi gangi laus áður en málinu er lokið með endanlegum dómi. Héraðsdómur taldi að vafi léji á um að hvort gæsluvarðhald yfir Jaguar teljist enn nauðsynlegt af tillliti til almannahagsmuna og hvort það stríði gegn réttarvitund almennings ef hann yrði látinn laus á meðan mál hans er til meðferðar á áfrýjunarstigi. Sá vafi var metinn Jaguar í hag og því ekki fallist á gæsluvarðhaldskröfuna. Landsréttur hélt nú ekki Þessu vildi Héraðssaksóknari ekki heldur una og skaut úrskurðinum til Landsréttar. Í úrskurði Landsréttar segir að fyrir liggi sterkur grunur um að Jaguar hafi framið afbrot sem varðað getur tíu ára fangelsi en hann hafi játað að hafa stungið brotaþola margsinnis með hnífi. Telja verði brot hans þess eðlis að nauðsynlegt sé með tilliti til almannahagsmuna að hann sæti gæsluvarðhaldi meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi. Því var fallist á gæsluvarðhaldskröfu Héraðssaksóknara. Dómsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn, sem heitir Jaguar Do, í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás um miðjan mars. Hann var sakfelldur að hafa stungið mann með þeim afleiðingum að hann hlaut stungusár og skurð í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps en héraðsdómur taldi ekki sannað að ásetningur hans hefði staðið til þess að svipta brotaþola lífi. Ákæruvaldið unir ekki þeirri niðurstöðu héraðsdóms og Ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu þann 27. mars í því augnamiði að Jaguar verði sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur vildi sleppa Jaguar lausum Héraðssaksóknari krafðist þess þann 4, apríl síðastliðinn að Jaguar yrði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi uns endanlegur dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til föstudagsins 4. október næstkomandi. Í úrskurði héraðsdóms segir að krafan hafo verið byggð á því gæsluvarðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, með vísan til alvarleika brotsins. Brot Jaguars þyki vera þess eðlis að það sé sérstaklega alvarlegt og því sé óforsvaranlegt að hann gangi laus eins og sakir standa. Það væri mat Héraðssaksóknara að lausn Jaguars myndi misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu að maður sem sterklega er grunaður um svo alvarlegt ofbeldisbrot af einbeittum ásetningi gangi laus áður en málinu er lokið með endanlegum dómi. Héraðsdómur taldi að vafi léji á um að hvort gæsluvarðhald yfir Jaguar teljist enn nauðsynlegt af tillliti til almannahagsmuna og hvort það stríði gegn réttarvitund almennings ef hann yrði látinn laus á meðan mál hans er til meðferðar á áfrýjunarstigi. Sá vafi var metinn Jaguar í hag og því ekki fallist á gæsluvarðhaldskröfuna. Landsréttur hélt nú ekki Þessu vildi Héraðssaksóknari ekki heldur una og skaut úrskurðinum til Landsréttar. Í úrskurði Landsréttar segir að fyrir liggi sterkur grunur um að Jaguar hafi framið afbrot sem varðað getur tíu ára fangelsi en hann hafi játað að hafa stungið brotaþola margsinnis með hnífi. Telja verði brot hans þess eðlis að nauðsynlegt sé með tilliti til almannahagsmuna að hann sæti gæsluvarðhaldi meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi. Því var fallist á gæsluvarðhaldskröfu Héraðssaksóknara.
Dómsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira