Skólabrú með garði á þakinu „djörf og fersk“ tillaga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. apríl 2024 18:10 Gert er ráð fyrir skólaplássi fyrir 720 nemendur. ONNO ehf. Verðlaun í samkeppni um nýjan samþættan leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöð auk nýrrar göngu- og hjólabrúar í Fleyvangi voru veitt í dag. Úti og inni arkitektar í samstarfi við Landform landslagsarkitekta og ONNO hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillöguna Skólabrú. Niðurstaða samkeppninnar verður grunnur að breyttu deiliskipulagi. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mannvirkjunum sé ætlað að þjóna nýrri Vogabyggð en gert sé ráð fyrir allt að fimmtán hundruð íbúðum á svæðinu. Svona liti aðalinngangur skólans út samkvæmt tillögunni.ONNO ehf. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti úrslitin fyrr í dag. „Með þessu verður til miðja í Vogabyggð sem glæðir hverfið lífi enda eru skólarnir hjörtun í hverfum borgarinnar. Tillagan er afar spennandi og býr til heildstæða umgjörð fyrir skóla- og frístundastarf í mikilli nálægð við einstaka náttúru á svæðinu,“ sagði Einar á afhendingunni. Í dómnefndarálitinu segir að Í Skólabrú sé djörf og fersk tillaga sem byggi á sterkri skipulagslegri sýn. Tillagan sé frumleg og sterk og gefi „fyrirheit um framúrskarandi og framsýna byggingu sem skapar spennandi umhverfi um skóla- og frístundastarf á svæðinu og leikur lykilhlutverk í virkni hverfisins.“ Skóli og brú renna hér saman í eitt.ONNO ehf. Fram kemur að á Fleyvangi verði að auki nýtt útivistarsvæði og almenningsrými borgarbúa og útfærsla svæðisins hafi verið hluti samkeppninnar. Brúin sem tengja á skólabygginguna við Vogabyggð verði aðal samgönguæð til og frá skóla og mikilvægt kennileiti í borgarlandinu. Þá segir að gera megi ráð fyrir byggingu fyrir allt að 720 nemendur að uppbyggingu lokinni. Niðurstaða samkeppninnar verði grunnur að breyttu deiliskipulagi. Á þakinu yrði garður og útivistarsvæði fyrir almenning. ONNO ehf. Í vinningstillögunni er skólinn byggður sem brú, alveg upp að Vörputorgi og er garður á þaki hans útivistarsvæði hverfisins, í framhaldi af torginu. Þannig verði skólinn hluti af og í beinum tengslum við það borgarhverfi sem hann á að þjóna. Með þessu móti verði fótspor bygginga á Fleyvangi lágmarkað og sömuleiðis umfang útivistarsvæða hámarkað auk þess sem þak skólans nýtist sem slíkt. Utan á skólabyggingunni liggi svo göngu- og hjólabrú, frá Vörputorgi að Fleyvangi. Loks segir að dómnefnd mæli eindregið með vinningstillögunni Skólabrú til nánari útfærslu og segir að miðað við frumathugun rúmist tillagan innan kostnaðarramma Reykjavíkurborgar. ONNO ehf. Skipulag Arkitektúr Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mannvirkjunum sé ætlað að þjóna nýrri Vogabyggð en gert sé ráð fyrir allt að fimmtán hundruð íbúðum á svæðinu. Svona liti aðalinngangur skólans út samkvæmt tillögunni.ONNO ehf. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti úrslitin fyrr í dag. „Með þessu verður til miðja í Vogabyggð sem glæðir hverfið lífi enda eru skólarnir hjörtun í hverfum borgarinnar. Tillagan er afar spennandi og býr til heildstæða umgjörð fyrir skóla- og frístundastarf í mikilli nálægð við einstaka náttúru á svæðinu,“ sagði Einar á afhendingunni. Í dómnefndarálitinu segir að Í Skólabrú sé djörf og fersk tillaga sem byggi á sterkri skipulagslegri sýn. Tillagan sé frumleg og sterk og gefi „fyrirheit um framúrskarandi og framsýna byggingu sem skapar spennandi umhverfi um skóla- og frístundastarf á svæðinu og leikur lykilhlutverk í virkni hverfisins.“ Skóli og brú renna hér saman í eitt.ONNO ehf. Fram kemur að á Fleyvangi verði að auki nýtt útivistarsvæði og almenningsrými borgarbúa og útfærsla svæðisins hafi verið hluti samkeppninnar. Brúin sem tengja á skólabygginguna við Vogabyggð verði aðal samgönguæð til og frá skóla og mikilvægt kennileiti í borgarlandinu. Þá segir að gera megi ráð fyrir byggingu fyrir allt að 720 nemendur að uppbyggingu lokinni. Niðurstaða samkeppninnar verði grunnur að breyttu deiliskipulagi. Á þakinu yrði garður og útivistarsvæði fyrir almenning. ONNO ehf. Í vinningstillögunni er skólinn byggður sem brú, alveg upp að Vörputorgi og er garður á þaki hans útivistarsvæði hverfisins, í framhaldi af torginu. Þannig verði skólinn hluti af og í beinum tengslum við það borgarhverfi sem hann á að þjóna. Með þessu móti verði fótspor bygginga á Fleyvangi lágmarkað og sömuleiðis umfang útivistarsvæða hámarkað auk þess sem þak skólans nýtist sem slíkt. Utan á skólabyggingunni liggi svo göngu- og hjólabrú, frá Vörputorgi að Fleyvangi. Loks segir að dómnefnd mæli eindregið með vinningstillögunni Skólabrú til nánari útfærslu og segir að miðað við frumathugun rúmist tillagan innan kostnaðarramma Reykjavíkurborgar. ONNO ehf.
Skipulag Arkitektúr Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira