Villta vestrið í gjaldtöku bílastæða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2024 13:01 Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FIB segir villta vestrið í gjaldtöku bílastæða. Þá sé refsigleðinn ótamin og erfitt fyrir neyendur að átta sig á af hverju verið sé að senda rukkanir í heimabanka. Vísir Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka gjaldtöku á bílstæðum eftir að FIB benti á ófremdarástand á markaðnum. Framkvæmdastjóri félagsins segir neytendur verða fyrir barðinu á græðgisvæðingu og frumskógi innheimtuleiða. Félag íslenskra bifreiðaeiganda gagnrýnir í nýjasta tölublaði sínu að Reykjavíkurborg og einkafyrirtæki hafi að undanförnu stóraukið gjaldtöku fyrir bílastæði, stækkað þau, lengt gjaldtökutíma og sett upp ný. Þá lykti gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum af græðgi. Loks er bent á að of mörg bílastæðafyrirtæki og flækjur geti valdið bílaeigendum tjóni. Félagið kvartaði til Neytendastofu vegna ástandsins. Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri. „Neytendastofa er búin að staðfesta móttöku og okkur skilst að það sé farin rannsókn í gang,“ segir Runólfur. Mikið flækjustig fyrir neytendur Smáforritum, sem taka við greiðslum þegar fólk leggur bílum sínum hefur fjölgað mikið. Hægt er að telja upp forrit eins og P- Bílastæðasjóð, Parka, Easy park, Green parking, My parking, Stefnu, Check-it og Autopay. Runólfur segir mikið flækjustig í gangi á þessum markaði. „Það er ekkert regluverk varðandi hámark gjalda. Sumstaðar er fólk í algjörri óvissu á hvaða gjaldsvæði það er á. Fólk hefur t.d. lent í vandræðum í stæðunum undir Hörpu, Hafnartorgi og Landsbankanum. Þar er sitt hvor rekstraraðili. Fólk er svo í grandaleysi rukkað um 4.500 kr. refsigjald eða þaðan af hærri upphæð fyrir að hafa ekki borgað í stæði. Þó fólk hafi verið í góðri trú að hafa greitt en það merkti þá ekki við rétt stæði. Sama á við víða um bæinn í þessum app-lausnum ýmissa bílastæðafyrirtækja. Þar kemur kannski fyrst upp stæði sem viðkomandi er ekki í. Það er svo rukkað refsigjald af því það greiddi ekki fyrir rétt stæði,“ segir Runólfur. Hið opinbera bregst Hann segir að það hefði þurft mun skýrara regluverk utan um gjaldtökuna og innheimtu á sektum. „Allir aðilar hafa verið að tala um að þetta sé eitthvað sem þurfi að skoða nánar. Við gagnrýnum aðhalds-, og aðgerðarleysi hins opinbera. Það hefur valdið vonbrigðum. Við hvetjum enn og aftur aðila eins og innviðaráðuneytið, Samgöngustofu og Neytendastofu að vera á tánum varðandi þessa þróun,“ segir Runólfur að lokum. Bílastæði Bílar Bílaleigur Neytendur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeiganda gagnrýnir í nýjasta tölublaði sínu að Reykjavíkurborg og einkafyrirtæki hafi að undanförnu stóraukið gjaldtöku fyrir bílastæði, stækkað þau, lengt gjaldtökutíma og sett upp ný. Þá lykti gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum af græðgi. Loks er bent á að of mörg bílastæðafyrirtæki og flækjur geti valdið bílaeigendum tjóni. Félagið kvartaði til Neytendastofu vegna ástandsins. Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri. „Neytendastofa er búin að staðfesta móttöku og okkur skilst að það sé farin rannsókn í gang,“ segir Runólfur. Mikið flækjustig fyrir neytendur Smáforritum, sem taka við greiðslum þegar fólk leggur bílum sínum hefur fjölgað mikið. Hægt er að telja upp forrit eins og P- Bílastæðasjóð, Parka, Easy park, Green parking, My parking, Stefnu, Check-it og Autopay. Runólfur segir mikið flækjustig í gangi á þessum markaði. „Það er ekkert regluverk varðandi hámark gjalda. Sumstaðar er fólk í algjörri óvissu á hvaða gjaldsvæði það er á. Fólk hefur t.d. lent í vandræðum í stæðunum undir Hörpu, Hafnartorgi og Landsbankanum. Þar er sitt hvor rekstraraðili. Fólk er svo í grandaleysi rukkað um 4.500 kr. refsigjald eða þaðan af hærri upphæð fyrir að hafa ekki borgað í stæði. Þó fólk hafi verið í góðri trú að hafa greitt en það merkti þá ekki við rétt stæði. Sama á við víða um bæinn í þessum app-lausnum ýmissa bílastæðafyrirtækja. Þar kemur kannski fyrst upp stæði sem viðkomandi er ekki í. Það er svo rukkað refsigjald af því það greiddi ekki fyrir rétt stæði,“ segir Runólfur. Hið opinbera bregst Hann segir að það hefði þurft mun skýrara regluverk utan um gjaldtökuna og innheimtu á sektum. „Allir aðilar hafa verið að tala um að þetta sé eitthvað sem þurfi að skoða nánar. Við gagnrýnum aðhalds-, og aðgerðarleysi hins opinbera. Það hefur valdið vonbrigðum. Við hvetjum enn og aftur aðila eins og innviðaráðuneytið, Samgöngustofu og Neytendastofu að vera á tánum varðandi þessa þróun,“ segir Runólfur að lokum.
Bílastæði Bílar Bílaleigur Neytendur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár Sjá meira