Uppgjör og viðtöl: Afturelding - Stjarnan 35-24 | Mosfellingar keyrðu og bökkuðu yfir Garðbæinga Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 16. apríl 2024 22:30 Þorsteinn Leó Gunnarsson fór að venju mikinn í liði Aftureldingar. vísir/hulda margrét Afturelding er komin í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir ellefu marka sigur á Stjörnunni í kvöld 35-34. Afturelding vann einvígið 2-1. Afturelding setti tóninn á fyrstu mínútum leiksins og hreinlega keyrðu yfir Stjörnuna sem átti engin svör. Eftir stundarfjórðung var staðan 10-4. Þorsteinn Leó Gunnarsson lék á alls oddi fyrstu mínútur leiksins og skoraði hvert markið á fætur öðru. Það sást strax að þetta yrði brött brekka fyrir Stjörnuna og varð hún brattari er á leið. Þeir áttu í miklum vandræðum með vörn Aftureldingar og hittu boltanum hreinlega varla á markið. Hinu megin á vellinum fengu þeir svo hverja sleggjuna á fætur annari. Hálfleikstölur 18-8. Afturelding hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og héldu áfram að raða inn mörkum án þess að fá mótspyrnu frá vörn Stjörnumanna. Þeir náðu mest fjórtán marka forystu undir miðbik seinni hálfleik. Að lokum vann Afturelding öruggan ellefu marka sigur 35-24. Atvik leiksins Hvernig Afturelding tók stjórnina frá fyrstu mínútu og stjórnaði leiknum frá a-ö. Það var allt inni hjá þeim og varnarleikurinn og markvarslan var algjörlega frábær. Stjörnur og skúrkar Þorsteinn Leó Gunnarsson og Birgir Steinn Jónsson voru báðir frábærir í þessum leik. Báðir með átta mörk úr níu skotum. Brynjar Vignir Sigurjónsson var einnig virkilega öflugur í markinu á bakið frábæra vörn Aftureldingar. Það gekk hvorki né rak hjá Stjörnuliðinu í heild sinni. Það virtist sem að þeir væru komnir til Tenerife áður en þeir mættu, eða allavega búin að fara langleiðina í sumarfrí í huganum. Dómararnir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson voru fínir í dag, hvorki of eða van. Voru mögulega að passa sig eftir að hafa fengið mikla gagnrýni fyrir dómgæslu á Haukar-ÍBV en það var ekkert út á þá að setja í dag. Stemning og umgjörð Stuðningsmenn Aftureldingar voru byrjaðir að týnast inn þegar um klukkustund var í leik með trommurnar og blessuðu kúabjöllurnar. Stjörnumenn mættu svo greinilega með rútu þar sem að blá lest af stuðningsmönnum mætti allt í einu inni og fyllti stúkuna. Það voru mikil læti í stuðningsmönnum beggja liða og greinilega brunaútsala á konfettí sprengjum því það var ansi mikið um þær. Þetta var alveg eins og úrslitakeppnin á að vera. „Vörnin var ekki góð í dag“ Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir ellefu marka tap á móti Aftureldingu í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan sá vart til sólar í leiknum og endaði leikurinn 35-24. „Það er hrikalega súrt að tapa þessu. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og að fara í þrjá leiki á móti Aftureldingu. Afturelding er með rosalega breidd og eiga Þorstein Leó inni. Eins og sást í byrjun leiks, hann hoppar upp einhversstaðar og það steinliggur, þetta er einn besti leikmaður á Íslandi í dag, öruggulega. Á sama tíma vorum við að klúðra aragrúu af dauðafærum og það dregur rosalega úr okkur, svo var þetta orðið erfitt. “ Ekki nóg með að sóknarleikur Stjörnunnar var slakur þá áttu þeir einnig slæman dag varnarlega séð og nýttu leikmenn Aftureldingar sér það. „Við vorum að spila fína vörn og svo hoppar Þorsteinn Leó upp á fjórtán metrum og hamrar hann. Þá fara menn að vera óöruggir, stíga langt út og galopna, þá nýta menn eins og Birkir, línumennirnir og Birgir Steinn það. Vörnin var ekki góð í dag. “ Aðspurður hvað hann hefði viljað gera öðruvísi í einvígi sagði Hrannar að þeir hefðu átt að vinna fyrsta leikinn. „Ég hefði viljað klára fyrsta leikinn. Spila eins og maður í þeim leik, við áttum að vinna þann leik. Það var mómentið okkar að koma hingað og ná í fyrsta sigurinn. Ef ég mætti breyta einhverju þá hefði ég viljað vinna hann. “ Olís-deild karla Afturelding Stjarnan
Afturelding er komin í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir ellefu marka sigur á Stjörnunni í kvöld 35-34. Afturelding vann einvígið 2-1. Afturelding setti tóninn á fyrstu mínútum leiksins og hreinlega keyrðu yfir Stjörnuna sem átti engin svör. Eftir stundarfjórðung var staðan 10-4. Þorsteinn Leó Gunnarsson lék á alls oddi fyrstu mínútur leiksins og skoraði hvert markið á fætur öðru. Það sást strax að þetta yrði brött brekka fyrir Stjörnuna og varð hún brattari er á leið. Þeir áttu í miklum vandræðum með vörn Aftureldingar og hittu boltanum hreinlega varla á markið. Hinu megin á vellinum fengu þeir svo hverja sleggjuna á fætur annari. Hálfleikstölur 18-8. Afturelding hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og héldu áfram að raða inn mörkum án þess að fá mótspyrnu frá vörn Stjörnumanna. Þeir náðu mest fjórtán marka forystu undir miðbik seinni hálfleik. Að lokum vann Afturelding öruggan ellefu marka sigur 35-24. Atvik leiksins Hvernig Afturelding tók stjórnina frá fyrstu mínútu og stjórnaði leiknum frá a-ö. Það var allt inni hjá þeim og varnarleikurinn og markvarslan var algjörlega frábær. Stjörnur og skúrkar Þorsteinn Leó Gunnarsson og Birgir Steinn Jónsson voru báðir frábærir í þessum leik. Báðir með átta mörk úr níu skotum. Brynjar Vignir Sigurjónsson var einnig virkilega öflugur í markinu á bakið frábæra vörn Aftureldingar. Það gekk hvorki né rak hjá Stjörnuliðinu í heild sinni. Það virtist sem að þeir væru komnir til Tenerife áður en þeir mættu, eða allavega búin að fara langleiðina í sumarfrí í huganum. Dómararnir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson voru fínir í dag, hvorki of eða van. Voru mögulega að passa sig eftir að hafa fengið mikla gagnrýni fyrir dómgæslu á Haukar-ÍBV en það var ekkert út á þá að setja í dag. Stemning og umgjörð Stuðningsmenn Aftureldingar voru byrjaðir að týnast inn þegar um klukkustund var í leik með trommurnar og blessuðu kúabjöllurnar. Stjörnumenn mættu svo greinilega með rútu þar sem að blá lest af stuðningsmönnum mætti allt í einu inni og fyllti stúkuna. Það voru mikil læti í stuðningsmönnum beggja liða og greinilega brunaútsala á konfettí sprengjum því það var ansi mikið um þær. Þetta var alveg eins og úrslitakeppnin á að vera. „Vörnin var ekki góð í dag“ Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir ellefu marka tap á móti Aftureldingu í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan sá vart til sólar í leiknum og endaði leikurinn 35-24. „Það er hrikalega súrt að tapa þessu. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og að fara í þrjá leiki á móti Aftureldingu. Afturelding er með rosalega breidd og eiga Þorstein Leó inni. Eins og sást í byrjun leiks, hann hoppar upp einhversstaðar og það steinliggur, þetta er einn besti leikmaður á Íslandi í dag, öruggulega. Á sama tíma vorum við að klúðra aragrúu af dauðafærum og það dregur rosalega úr okkur, svo var þetta orðið erfitt. “ Ekki nóg með að sóknarleikur Stjörnunnar var slakur þá áttu þeir einnig slæman dag varnarlega séð og nýttu leikmenn Aftureldingar sér það. „Við vorum að spila fína vörn og svo hoppar Þorsteinn Leó upp á fjórtán metrum og hamrar hann. Þá fara menn að vera óöruggir, stíga langt út og galopna, þá nýta menn eins og Birkir, línumennirnir og Birgir Steinn það. Vörnin var ekki góð í dag. “ Aðspurður hvað hann hefði viljað gera öðruvísi í einvígi sagði Hrannar að þeir hefðu átt að vinna fyrsta leikinn. „Ég hefði viljað klára fyrsta leikinn. Spila eins og maður í þeim leik, við áttum að vinna þann leik. Það var mómentið okkar að koma hingað og ná í fyrsta sigurinn. Ef ég mætti breyta einhverju þá hefði ég viljað vinna hann. “
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti