Dæmi um burðardýr með tvö hundruð pakkningar innvortis Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2024 20:00 Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögregla hefur lagt magn á helmingi meira magn kókaíns það sem af er ári, samanborið við árið 2023. Dæmi er um að burðardýr hafi haft yfir tvö hundruð pakkningar innvortis. Í sumum tilfellum er þörf á skurðaðgerð til að fjarlægja efnin. Samkvæmt tölum frá greiningardeild ríkislögreglustjóra var á fyrstu þremur mánuðum ársins lagt hald á tvöfalt meira magn kókaíns en á sama tíma og í fyrra. Árið 2023 var metár í haldlagningu maríhúana og kókaíns. Efnin eru að mestu leyti innflutt. „Hér koma gámar inn á hverjum einasta degi, það er verið að flytja inn með skipum. Svo er líka verið að flytja inn flugleiðis með innvortisaðferðum. Með tilheyrandi hættu fyrir þá sem taka þátt í því. Það eru kannski aðal aðferðirnar og svo auðvitað þessi framleiðsla hérna heima,“ segir Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar efnin hafa verið handlögð er umsvifalaust farið með þau í rannsókn en þau eru svo geymd í eins stuttann tíma og mögulegt er áður en þeim er eytt. Þegar fíkniefni eru haldlögð eru farið með þau í rannsókn eins fljótt og auðið er. Þar eru þau vigtuð, styrkleiki rannsakaður og efnin ljósmynduð ef við á. Svo er þeim pakkað þannig hægt sé að varsla þau með öruggum hætti en þau eru geymd í eins stuttann tíma og mögulegt er áður en þau eru að lokum brennd. Vísir/Vilhelm „Það eru allskonar áhættur fólgnar í þessu. Þetta eru ekki efni sem eru framleidd á viðurkenndum tilraunastofum, þau eru margvísleg, sum eru hreint og beint hættuleg. Þau geta verið rofgjörn, þannig við reynum að eyða þeim eins fljótt og auðið er.“ Stórhættulegur bransi Þórir segir ótrúlegt hvað fólk sé tilbúið að leggja sig í mikla hættu við innflutning. Mesta magn efna sem hafa fundist innvortis í burðardýrum er yfir tvö hundruð pakkningar, um tvö og hálft kíló. Gríðarleg áhætta sé fólgin í slíkum innflutningi. „Hver og ein pakkning getur rofnað og þá er viðkomandi náttúrulega í bráðri lífshættu. Þannig að þetta er mjög alvarlegt mál og stórhættulegur bransi.“ Öll þessi fíkniefni og lyf sem fólk er almennt að nota. Helstu fíkniefnin í umferð hér á landi eru fyrst og fremst kannabisefni og harðari fíkniefni eins og amfetamín, kókaín og MDMA pillur.Vísir/Vilhelm Í sumum tilfellum er þörf á skurðaðgerð til að fjarlægja efnin. „Það getur líka gerst að meltingarkerfin ráði ekki við þetta og fólk stíflast og allskonar. Þá náttúrulega hefur líkaminn lengri tíma til að vinna á pakkningunum og það eykur líkurnar á að þær leki. Þannig þetta getur verið mjög, mjög hættulegt fyrir þann sem tekur þátt í þessu.“ Mesta magn kókains sem hefur fundist innvortis í burðardýri telur yfir tvö hundruð pakkningar líkt og þær sem sjást hér á myndinni. Það eru um tvö og hálft kíló. Vísir/Vilhelm Lögreglumál Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans. 20. apríl 2022 18:53 Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið Talsvert fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. 21. janúar 2019 19:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Samkvæmt tölum frá greiningardeild ríkislögreglustjóra var á fyrstu þremur mánuðum ársins lagt hald á tvöfalt meira magn kókaíns en á sama tíma og í fyrra. Árið 2023 var metár í haldlagningu maríhúana og kókaíns. Efnin eru að mestu leyti innflutt. „Hér koma gámar inn á hverjum einasta degi, það er verið að flytja inn með skipum. Svo er líka verið að flytja inn flugleiðis með innvortisaðferðum. Með tilheyrandi hættu fyrir þá sem taka þátt í því. Það eru kannski aðal aðferðirnar og svo auðvitað þessi framleiðsla hérna heima,“ segir Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar efnin hafa verið handlögð er umsvifalaust farið með þau í rannsókn en þau eru svo geymd í eins stuttann tíma og mögulegt er áður en þeim er eytt. Þegar fíkniefni eru haldlögð eru farið með þau í rannsókn eins fljótt og auðið er. Þar eru þau vigtuð, styrkleiki rannsakaður og efnin ljósmynduð ef við á. Svo er þeim pakkað þannig hægt sé að varsla þau með öruggum hætti en þau eru geymd í eins stuttann tíma og mögulegt er áður en þau eru að lokum brennd. Vísir/Vilhelm „Það eru allskonar áhættur fólgnar í þessu. Þetta eru ekki efni sem eru framleidd á viðurkenndum tilraunastofum, þau eru margvísleg, sum eru hreint og beint hættuleg. Þau geta verið rofgjörn, þannig við reynum að eyða þeim eins fljótt og auðið er.“ Stórhættulegur bransi Þórir segir ótrúlegt hvað fólk sé tilbúið að leggja sig í mikla hættu við innflutning. Mesta magn efna sem hafa fundist innvortis í burðardýrum er yfir tvö hundruð pakkningar, um tvö og hálft kíló. Gríðarleg áhætta sé fólgin í slíkum innflutningi. „Hver og ein pakkning getur rofnað og þá er viðkomandi náttúrulega í bráðri lífshættu. Þannig að þetta er mjög alvarlegt mál og stórhættulegur bransi.“ Öll þessi fíkniefni og lyf sem fólk er almennt að nota. Helstu fíkniefnin í umferð hér á landi eru fyrst og fremst kannabisefni og harðari fíkniefni eins og amfetamín, kókaín og MDMA pillur.Vísir/Vilhelm Í sumum tilfellum er þörf á skurðaðgerð til að fjarlægja efnin. „Það getur líka gerst að meltingarkerfin ráði ekki við þetta og fólk stíflast og allskonar. Þá náttúrulega hefur líkaminn lengri tíma til að vinna á pakkningunum og það eykur líkurnar á að þær leki. Þannig þetta getur verið mjög, mjög hættulegt fyrir þann sem tekur þátt í þessu.“ Mesta magn kókains sem hefur fundist innvortis í burðardýri telur yfir tvö hundruð pakkningar líkt og þær sem sjást hér á myndinni. Það eru um tvö og hálft kíló. Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans. 20. apríl 2022 18:53 Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið Talsvert fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. 21. janúar 2019 19:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans. 20. apríl 2022 18:53
Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið Talsvert fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. 21. janúar 2019 19:00