Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. apríl 2024 07:01 Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi, flutti til Íslands árið 2015 en hann hefur starfað með mörgum af þekktustu fyrirtækjum heims. Á Íslandi starfaði Nik lengi fyrir Össur en nýverið stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Arctitc Arctic Edge Consultants. Vísir/Vilhelm „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. Nikhilesh er alltaf kallaður Nik. Hann hefur starfað víðs vegar um heiminn og leitt alþjóðleg teymi af fólki mismunandi bakgrunn. Á Íslandi starfaði Nik lengi vel fyrir Össur. En auðvitað var það samt ástin sem leiddi Nik til Íslands… Í dag og á morgun ræðir Atvinnulífið við sérfræðinga sem koma erlendis frá, búa á Íslandi og hafa stofnað sinn eiginn rekstur hér. Þrjú börn og tveir kettir Nik er fæddur í Mumbai á Indlandi árið 1981 og þar búa foreldrar hans enn. Nik á eina systur sem nú býr og starfar í Singapore með fjölskyldu sinni. „Ég fluttist til Íslands árið 2015 þegar við konan mín giftumst en hún er íslensk. Í dag eru börnin þrjú og kettirnir tveir,“ segir Nik sem svo sannarlega er búinn að koma sér vel fyrir á Fróni. Nik segir einmitt margt jákvætt við að búa á Íslandi en upphaflega fór hann frá Indlandi til Bandaríkjanna sem ungur maður, þá 21 árs. „Ég kláraði framleiðsluverkfræðina í Mumbai en flutti til Bandaríkjanna með skólastyrk í meistaranám í iðnaðarstjórnun við Clemson háskólann í Suður Karólínu.“ Þar bjó Nik á fallegri háskólaheimavist en eftir námið lá leiðin til Washinton DC. „Ég pakkaði öllu sem ég átti í Toyota Corolla bílinn minn og keyrði í tíu klukkustundir til Washington DC. Þar hafði ég fengið starf við iðnaðarverkfræðingur, og síðar framleiðslustjórnun hjá Micron Technologies sem framleiðir tölukubba. Slíkt vinnuumhverfi þróast og breytist hratt og strafið fólst í að hámarka framleiðslugetu verksmiðjunnar. Ég myndi segja að það að starfa í þessu umhverfi í þrjá mánuði jafnist á við ársvinnu í mörgum öðrum starfsgreinum. Svo mikil reynsla fólst í því að starfa þarna.“ Árið 2010 ákvað Nik þó að söðla um og taka nokkuð stórt stökk því þá flutti hann til Bretlands. Ég var svo heppinn að fá tækifæri til að taka MBA-gráðu í Oxford. Þetta þýddi auðvitað að ég þurfti að kveðja allt og alla í Bandaríkjunum en ég ákvað að grípa tækifærið. Seldi það sem ég átti og flaug til London.“ Nik segir að í London hafi hann átt frábæran tíma. Ekki aðeins hafi Oxford verið dýrmæt reynsla á alla enda og kanta, heldur hafi námið þar opnað margar dyr í starfsframa og félagslífi. Á tíma sínum í Oxford æfði hann róður með skólafélögum eins og sjá má í breskum bíómyndum. „Þetta ár réri ég tvisvar til þrisvar í viku og tók þátt í róðrakeppnum. Því þarna fékk ég tækifæri til að njóta þessarar upplifunar með félögum mínum,“ segir Nik og útskýrir að svo margt jákvætt hafi fylgt námsárunum í Oxford. Árið 2012 fékk Nik starf sem ráðgjafi í stefnumótun hjá KPMG í London og síðar sem ráðgjafi í rekstrarteymi hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey og Co. „Þar fékk ég tækifæri til að nýta reynsluna mína og menntun til að vinna með fyrirtækjum víðs vegar um heiminn. Ég vann með fyrirtækjum í Evrópu og Indlandi og jafnvel Ástralíu en flest verkefnin mín tengdust því að hjálpa fyrirtækjum til þess að ná betri fjárhagslegri framlegð með því að bæta skilvirkni rekstur þeirra, hvort sem það var á sviði framleiðslu og þjónustu.“ Nik segist hafa notið áranna í London vel. Hann hafi kynnst Bretlandi og fleiri löndum í Evrópu vel og oft ferðast vegna vinnu sinnar til landa eins og Frakklands, Belgíu, Portúgals, Noregs og fleiri. „Í London bjó ég og starfaði í hringiðu viðskiptalífsins, staðsettur í Piccadilly Circus og Canary Wharf. Þar eru mörg þekktustu fyrirtæki heims en um helgar naut maður þess síðan að skokka meðfram ánni og rölta um á mörkuðum.“ Það var einmitt á þessum tíma sem ástin bankaði á dyrnar hjá Nik. „Þegar ég var í Oxford fékk ég tækifæri til að fara með þremur öðrum samnemendum mínum til Íslands og dvelja þar í tvo mánuði í verkefnavinnu fyrir Matís. Og það var á þeim tíma sem ég kynntist konunni minni, Unni Kristínu,“ segir Nik og bætir við: „Það var nánar til tekið í miðbænum á bar sem hét Boston. Við sáumst og náðum saman um leið. „The rest is history“ eins og sagt er.“ Þegar Nik var í Oxford kom hann til Íslands í tvo mánuði og hitti þá sína heittelskuðu: Unni Kristínu. Þau giftu sig fimm árum síðar og nú eru börnin orðin þrjú og kettirnir tveir. Nik segir margt gott við að búa á Íslandi. Hann hafi fljótt áttað sig á því að norræna samfélagsmódelið virkar. Lífið á Íslandi Það var þó ekki strax sem Nik og Unnur Kristín ákváðu að fara að búa á Íslandi. Því þótt Nik og Unnur Kristín hefðu kynnst árið 2011, var það ekki fyrr en fimm árum síðar sem þau ákváðu að flytja til Íslands, gifta sig og stofna til fjölskyldu. Nik segir margt mjög jákvætt við að ala upp börn á Íslandi. „Þetta er frábær staður fyrir börn að alast upp á. Hérna geta börn leikið sér áhyggjulaus úti, aðgengi að menntun og heilsugæslu er mjög gott og fleira. Hér er heldur ekki þetta ys og þys sem oft fylgir lífinu í stórborgum, neðanjarðar lestir og fleira,“ segir Nik og bætir við: „Við erum líka svo lánsöm að hafa aðgengi að fjölskyldueign á landsbyggðinni og njótum þess því oft að vera úti á landi, hlaða batteríin þar og njóta friðsældarinnar.“ Nik segist líka njóta þess hvernig það að búa í höfuðborginni samtvinnar það tvennt að annars vegar búa í borg en hins vegar svona fallegu umhverfi. „Auðvitað viðurkenni ég að það er margt búið að vera alveg stórkostlegt að kynnast á Íslandi. Hefðum og venjum sem hér eru. Til dæmis allt það sem fylgir aðventunni hér fyrir jólin, svo ekki sé talað um flugeldarnar um áramótin. En mér hefur líka fundist gaman að kynnast öllu því sem fylgir íslenskum sumrum. Allt frá tjaldútilegum úti á landi yfir í hinsegin gönguna eða menningarnótt í Reykjavík. Svo ekki sé talað um kaffi og kökumenninguna hér!“ segir Nik og viðurkennir að hafa aukið verulega kaffi og kökuát eftir að hann fluttist til landsins. Nik segir jákvætt hversu opnir íslenskir viðskiptavinir eru fyrir því að auka á þekkingu sína á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfur hefur hann starfað víða og á ólíkum menningarsvæðum en margt jákvætt fylgi því að búa og starfa á Íslandi.Vísir/Vilhelm Tækifæri og þekking Þegar Nik flutti til Íslands árið 2015, fór hann að vinna hjá Össuri þar sem hann starfaði sem forstöðumaður fjárhagsgreininga (e. Director of Financial Planning and Analytics). Þar starfaði hann til ársins 2023 en þess má geta að Nik varð íslenskur ríkisborgari árið 2021. „Ég hef starfað í mörgum löndum og á ólíkum menningarsvæðum. Hvoru tveggja hefur nýst mér sérstaklega vel sem ráðgjafi fyrir íslenska viðskiptavini, sem margir hverjir kunna að meta þá þekkingu sem ég bý yfir á alþjóðavettvangi,“ segir Nik þegar talið berst að vinnunni og þeirri ákvörðun að stofna sitt eigið ráðgjafafyrirtæki hér. „Mér hefur líka fundist mjög áhugavert að fylgjast með þessu blómlega frumkvöðlaumhverfi sem er á Íslandi og eins að upplifa hversu mörg ný og öflugt fyrirtæki eru að verða til hér.“ Verkefni Niks fyrir íslenska viðskiptavini hafa einkennst af tveimur megináherslum. Annars vegar innleiðingu á rekstrarumbótum til að auka á framlegð en hins vegar þróun nýrra viðskipta- og tekjustefnu, þar sem starf Niks felst að miklu leyti í innleiðingarferlinu. Nik segir tengslanetið sitt til margra ára líka vera að nýtast viðskiptavinum sínum hér, þar sem hann tengir saman ólíka aðila, hér heima eða erlendis. „Það er margt skemmtilegt við að byggja upp sinn eigin rekstur. Þótt vissulega sé það áskorun líka. En mér finnst það gefa mér orku að vinna með svona fjölbreyttum og ólíkum hópi fólks og verkefna og mér finnst það jákvætt hversu mörg íslensk fyrirtæki eru til í að auka við þekkinguna sína, jafnvel að tengja mig við aðra í sínu tengslaneti og fleira. Þannig að ég er bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir Nik að lokum en bætir við: Mér finnst líka mjög verðmætt hversu gott jafnvægi er á Íslandi á milli einkalífs og vinnu. Það að geta sótt krakkana sína eftir vinnu á daginn án þess að það sé alltof seint, sveigjanleiki vinnutímans, foreldraorlofið sem hér er og svo framvegis. Að ala upp þrjú lítil börn, samhliða því að byggja upp rekstur eða sinna krefjandi starfi getur vissulega tekið á. En maður er fljótur að átta sig á því að þetta norræna samfélagsmódel virkar.“ Stjórnun Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Innflytjendamál Tengdar fréttir Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Margföldunaráhrif: Að ráða einn alþjóðlegan sérfræðing skapar vinnustaðnum fimm sérfræðinga „Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. 7. desember 2023 07:00 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Nikhilesh er alltaf kallaður Nik. Hann hefur starfað víðs vegar um heiminn og leitt alþjóðleg teymi af fólki mismunandi bakgrunn. Á Íslandi starfaði Nik lengi vel fyrir Össur. En auðvitað var það samt ástin sem leiddi Nik til Íslands… Í dag og á morgun ræðir Atvinnulífið við sérfræðinga sem koma erlendis frá, búa á Íslandi og hafa stofnað sinn eiginn rekstur hér. Þrjú börn og tveir kettir Nik er fæddur í Mumbai á Indlandi árið 1981 og þar búa foreldrar hans enn. Nik á eina systur sem nú býr og starfar í Singapore með fjölskyldu sinni. „Ég fluttist til Íslands árið 2015 þegar við konan mín giftumst en hún er íslensk. Í dag eru börnin þrjú og kettirnir tveir,“ segir Nik sem svo sannarlega er búinn að koma sér vel fyrir á Fróni. Nik segir einmitt margt jákvætt við að búa á Íslandi en upphaflega fór hann frá Indlandi til Bandaríkjanna sem ungur maður, þá 21 árs. „Ég kláraði framleiðsluverkfræðina í Mumbai en flutti til Bandaríkjanna með skólastyrk í meistaranám í iðnaðarstjórnun við Clemson háskólann í Suður Karólínu.“ Þar bjó Nik á fallegri háskólaheimavist en eftir námið lá leiðin til Washinton DC. „Ég pakkaði öllu sem ég átti í Toyota Corolla bílinn minn og keyrði í tíu klukkustundir til Washington DC. Þar hafði ég fengið starf við iðnaðarverkfræðingur, og síðar framleiðslustjórnun hjá Micron Technologies sem framleiðir tölukubba. Slíkt vinnuumhverfi þróast og breytist hratt og strafið fólst í að hámarka framleiðslugetu verksmiðjunnar. Ég myndi segja að það að starfa í þessu umhverfi í þrjá mánuði jafnist á við ársvinnu í mörgum öðrum starfsgreinum. Svo mikil reynsla fólst í því að starfa þarna.“ Árið 2010 ákvað Nik þó að söðla um og taka nokkuð stórt stökk því þá flutti hann til Bretlands. Ég var svo heppinn að fá tækifæri til að taka MBA-gráðu í Oxford. Þetta þýddi auðvitað að ég þurfti að kveðja allt og alla í Bandaríkjunum en ég ákvað að grípa tækifærið. Seldi það sem ég átti og flaug til London.“ Nik segir að í London hafi hann átt frábæran tíma. Ekki aðeins hafi Oxford verið dýrmæt reynsla á alla enda og kanta, heldur hafi námið þar opnað margar dyr í starfsframa og félagslífi. Á tíma sínum í Oxford æfði hann róður með skólafélögum eins og sjá má í breskum bíómyndum. „Þetta ár réri ég tvisvar til þrisvar í viku og tók þátt í róðrakeppnum. Því þarna fékk ég tækifæri til að njóta þessarar upplifunar með félögum mínum,“ segir Nik og útskýrir að svo margt jákvætt hafi fylgt námsárunum í Oxford. Árið 2012 fékk Nik starf sem ráðgjafi í stefnumótun hjá KPMG í London og síðar sem ráðgjafi í rekstrarteymi hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey og Co. „Þar fékk ég tækifæri til að nýta reynsluna mína og menntun til að vinna með fyrirtækjum víðs vegar um heiminn. Ég vann með fyrirtækjum í Evrópu og Indlandi og jafnvel Ástralíu en flest verkefnin mín tengdust því að hjálpa fyrirtækjum til þess að ná betri fjárhagslegri framlegð með því að bæta skilvirkni rekstur þeirra, hvort sem það var á sviði framleiðslu og þjónustu.“ Nik segist hafa notið áranna í London vel. Hann hafi kynnst Bretlandi og fleiri löndum í Evrópu vel og oft ferðast vegna vinnu sinnar til landa eins og Frakklands, Belgíu, Portúgals, Noregs og fleiri. „Í London bjó ég og starfaði í hringiðu viðskiptalífsins, staðsettur í Piccadilly Circus og Canary Wharf. Þar eru mörg þekktustu fyrirtæki heims en um helgar naut maður þess síðan að skokka meðfram ánni og rölta um á mörkuðum.“ Það var einmitt á þessum tíma sem ástin bankaði á dyrnar hjá Nik. „Þegar ég var í Oxford fékk ég tækifæri til að fara með þremur öðrum samnemendum mínum til Íslands og dvelja þar í tvo mánuði í verkefnavinnu fyrir Matís. Og það var á þeim tíma sem ég kynntist konunni minni, Unni Kristínu,“ segir Nik og bætir við: „Það var nánar til tekið í miðbænum á bar sem hét Boston. Við sáumst og náðum saman um leið. „The rest is history“ eins og sagt er.“ Þegar Nik var í Oxford kom hann til Íslands í tvo mánuði og hitti þá sína heittelskuðu: Unni Kristínu. Þau giftu sig fimm árum síðar og nú eru börnin orðin þrjú og kettirnir tveir. Nik segir margt gott við að búa á Íslandi. Hann hafi fljótt áttað sig á því að norræna samfélagsmódelið virkar. Lífið á Íslandi Það var þó ekki strax sem Nik og Unnur Kristín ákváðu að fara að búa á Íslandi. Því þótt Nik og Unnur Kristín hefðu kynnst árið 2011, var það ekki fyrr en fimm árum síðar sem þau ákváðu að flytja til Íslands, gifta sig og stofna til fjölskyldu. Nik segir margt mjög jákvætt við að ala upp börn á Íslandi. „Þetta er frábær staður fyrir börn að alast upp á. Hérna geta börn leikið sér áhyggjulaus úti, aðgengi að menntun og heilsugæslu er mjög gott og fleira. Hér er heldur ekki þetta ys og þys sem oft fylgir lífinu í stórborgum, neðanjarðar lestir og fleira,“ segir Nik og bætir við: „Við erum líka svo lánsöm að hafa aðgengi að fjölskyldueign á landsbyggðinni og njótum þess því oft að vera úti á landi, hlaða batteríin þar og njóta friðsældarinnar.“ Nik segist líka njóta þess hvernig það að búa í höfuðborginni samtvinnar það tvennt að annars vegar búa í borg en hins vegar svona fallegu umhverfi. „Auðvitað viðurkenni ég að það er margt búið að vera alveg stórkostlegt að kynnast á Íslandi. Hefðum og venjum sem hér eru. Til dæmis allt það sem fylgir aðventunni hér fyrir jólin, svo ekki sé talað um flugeldarnar um áramótin. En mér hefur líka fundist gaman að kynnast öllu því sem fylgir íslenskum sumrum. Allt frá tjaldútilegum úti á landi yfir í hinsegin gönguna eða menningarnótt í Reykjavík. Svo ekki sé talað um kaffi og kökumenninguna hér!“ segir Nik og viðurkennir að hafa aukið verulega kaffi og kökuát eftir að hann fluttist til landsins. Nik segir jákvætt hversu opnir íslenskir viðskiptavinir eru fyrir því að auka á þekkingu sína á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfur hefur hann starfað víða og á ólíkum menningarsvæðum en margt jákvætt fylgi því að búa og starfa á Íslandi.Vísir/Vilhelm Tækifæri og þekking Þegar Nik flutti til Íslands árið 2015, fór hann að vinna hjá Össuri þar sem hann starfaði sem forstöðumaður fjárhagsgreininga (e. Director of Financial Planning and Analytics). Þar starfaði hann til ársins 2023 en þess má geta að Nik varð íslenskur ríkisborgari árið 2021. „Ég hef starfað í mörgum löndum og á ólíkum menningarsvæðum. Hvoru tveggja hefur nýst mér sérstaklega vel sem ráðgjafi fyrir íslenska viðskiptavini, sem margir hverjir kunna að meta þá þekkingu sem ég bý yfir á alþjóðavettvangi,“ segir Nik þegar talið berst að vinnunni og þeirri ákvörðun að stofna sitt eigið ráðgjafafyrirtæki hér. „Mér hefur líka fundist mjög áhugavert að fylgjast með þessu blómlega frumkvöðlaumhverfi sem er á Íslandi og eins að upplifa hversu mörg ný og öflugt fyrirtæki eru að verða til hér.“ Verkefni Niks fyrir íslenska viðskiptavini hafa einkennst af tveimur megináherslum. Annars vegar innleiðingu á rekstrarumbótum til að auka á framlegð en hins vegar þróun nýrra viðskipta- og tekjustefnu, þar sem starf Niks felst að miklu leyti í innleiðingarferlinu. Nik segir tengslanetið sitt til margra ára líka vera að nýtast viðskiptavinum sínum hér, þar sem hann tengir saman ólíka aðila, hér heima eða erlendis. „Það er margt skemmtilegt við að byggja upp sinn eigin rekstur. Þótt vissulega sé það áskorun líka. En mér finnst það gefa mér orku að vinna með svona fjölbreyttum og ólíkum hópi fólks og verkefna og mér finnst það jákvætt hversu mörg íslensk fyrirtæki eru til í að auka við þekkinguna sína, jafnvel að tengja mig við aðra í sínu tengslaneti og fleira. Þannig að ég er bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir Nik að lokum en bætir við: Mér finnst líka mjög verðmætt hversu gott jafnvægi er á Íslandi á milli einkalífs og vinnu. Það að geta sótt krakkana sína eftir vinnu á daginn án þess að það sé alltof seint, sveigjanleiki vinnutímans, foreldraorlofið sem hér er og svo framvegis. Að ala upp þrjú lítil börn, samhliða því að byggja upp rekstur eða sinna krefjandi starfi getur vissulega tekið á. En maður er fljótur að átta sig á því að þetta norræna samfélagsmódel virkar.“
Stjórnun Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Innflytjendamál Tengdar fréttir Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Margföldunaráhrif: Að ráða einn alþjóðlegan sérfræðing skapar vinnustaðnum fimm sérfræðinga „Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. 7. desember 2023 07:00 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00
Margföldunaráhrif: Að ráða einn alþjóðlegan sérfræðing skapar vinnustaðnum fimm sérfræðinga „Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. 7. desember 2023 07:00
Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00
Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00