Bók um krikketsögu Íslands hafnað úr „lundabúðavæddri“ deild Pennans Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. apríl 2024 19:48 Til vinstri má sjá deild erlendra bóka sem ekki teljast til skáldskapar í verslun Pennans á Keflavíkurflugvelli. Til hægri má sjá bók Kir Harris, From Lord's To The Fjords: The Saga of Icelandic Cricket. Skjáskot/X Rithöfundur og félagi í Krikketsambandi Íslands gagnrýnir verslun Pennans á Keflavíkurflugvelli fyrir að hafa ákveðið að selja ekki bók hans um sögu íþróttarinnar á Íslandi. Sagnfræðingur segir erlendu bókadeildina í bókaverslunum hér á landi lundabúðavædda. Kit Harris skrifaði bókina From Lord’s to the Fjords, sem fjallar um sögu krikkets á Íslandi. Í færslu sem hann birti á X segir hann frá því að verslunin hafi hafnað því að selja bókina. „Vegna þess að þeim þykir krikket ekki nógu þekkt íþrótt fyrir ferðamenn,“ segir Harris og vísar til þess að íþróttin sé sú næstvinsælasta í heiminum. „Hér má sjá deild bóka á ensku sem ekki teljast til skáldskapar í verslun Pennans á flugvellinum. Bara víkingar. Ef það gerðist eftir 950 eftir krist, er ekki til bók um það,“ segir hann í færslunni. Myndir af úrvalinu í deildinni lét hann fylgja færslunni. A whinge. The airport bookstore @penninn declined to sell my book From Lord s to the Fjords a Cool Runnings type of tale about how Iceland started playing an unknown sport for a joke, but became the most popular amateur sports team in the world because they believe cricket pic.twitter.com/rDiF0O8bEr— Kit Harris (@cricketkit) April 14, 2024 Stefán Pálsson sagnfræðingur vakti athygli á málinu á X. „Við Íslendingar höfum furðulega þröngar hugmyndir um hvað útlendingum geti fundist áhugavert í sögu okkar og menningu,“ segir hann og vekur athygli á að Krikketsamband Íslands sé með 130 þúsund fylgjendur á forritinu. „Erlenda (lesist: enska) bókadeildin í bókaverslununum okkar hefur verið gjörsamlega lundabúðarvædd. Fyrir utan ljósmyndabækur þá er ekkert selt nema það sé víkingahjálmur á forsíðunni, en þá má það líka vera hvaða drasl sem er,“ bætir hann við. Krikket Bókmenntir Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Kit Harris skrifaði bókina From Lord’s to the Fjords, sem fjallar um sögu krikkets á Íslandi. Í færslu sem hann birti á X segir hann frá því að verslunin hafi hafnað því að selja bókina. „Vegna þess að þeim þykir krikket ekki nógu þekkt íþrótt fyrir ferðamenn,“ segir Harris og vísar til þess að íþróttin sé sú næstvinsælasta í heiminum. „Hér má sjá deild bóka á ensku sem ekki teljast til skáldskapar í verslun Pennans á flugvellinum. Bara víkingar. Ef það gerðist eftir 950 eftir krist, er ekki til bók um það,“ segir hann í færslunni. Myndir af úrvalinu í deildinni lét hann fylgja færslunni. A whinge. The airport bookstore @penninn declined to sell my book From Lord s to the Fjords a Cool Runnings type of tale about how Iceland started playing an unknown sport for a joke, but became the most popular amateur sports team in the world because they believe cricket pic.twitter.com/rDiF0O8bEr— Kit Harris (@cricketkit) April 14, 2024 Stefán Pálsson sagnfræðingur vakti athygli á málinu á X. „Við Íslendingar höfum furðulega þröngar hugmyndir um hvað útlendingum geti fundist áhugavert í sögu okkar og menningu,“ segir hann og vekur athygli á að Krikketsamband Íslands sé með 130 þúsund fylgjendur á forritinu. „Erlenda (lesist: enska) bókadeildin í bókaverslununum okkar hefur verið gjörsamlega lundabúðarvædd. Fyrir utan ljósmyndabækur þá er ekkert selt nema það sé víkingahjálmur á forsíðunni, en þá má það líka vera hvaða drasl sem er,“ bætir hann við.
Krikket Bókmenntir Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira