Bók um krikketsögu Íslands hafnað úr „lundabúðavæddri“ deild Pennans Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. apríl 2024 19:48 Til vinstri má sjá deild erlendra bóka sem ekki teljast til skáldskapar í verslun Pennans á Keflavíkurflugvelli. Til hægri má sjá bók Kir Harris, From Lord's To The Fjords: The Saga of Icelandic Cricket. Skjáskot/X Rithöfundur og félagi í Krikketsambandi Íslands gagnrýnir verslun Pennans á Keflavíkurflugvelli fyrir að hafa ákveðið að selja ekki bók hans um sögu íþróttarinnar á Íslandi. Sagnfræðingur segir erlendu bókadeildina í bókaverslunum hér á landi lundabúðavædda. Kit Harris skrifaði bókina From Lord’s to the Fjords, sem fjallar um sögu krikkets á Íslandi. Í færslu sem hann birti á X segir hann frá því að verslunin hafi hafnað því að selja bókina. „Vegna þess að þeim þykir krikket ekki nógu þekkt íþrótt fyrir ferðamenn,“ segir Harris og vísar til þess að íþróttin sé sú næstvinsælasta í heiminum. „Hér má sjá deild bóka á ensku sem ekki teljast til skáldskapar í verslun Pennans á flugvellinum. Bara víkingar. Ef það gerðist eftir 950 eftir krist, er ekki til bók um það,“ segir hann í færslunni. Myndir af úrvalinu í deildinni lét hann fylgja færslunni. A whinge. The airport bookstore @penninn declined to sell my book From Lord s to the Fjords a Cool Runnings type of tale about how Iceland started playing an unknown sport for a joke, but became the most popular amateur sports team in the world because they believe cricket pic.twitter.com/rDiF0O8bEr— Kit Harris (@cricketkit) April 14, 2024 Stefán Pálsson sagnfræðingur vakti athygli á málinu á X. „Við Íslendingar höfum furðulega þröngar hugmyndir um hvað útlendingum geti fundist áhugavert í sögu okkar og menningu,“ segir hann og vekur athygli á að Krikketsamband Íslands sé með 130 þúsund fylgjendur á forritinu. „Erlenda (lesist: enska) bókadeildin í bókaverslununum okkar hefur verið gjörsamlega lundabúðarvædd. Fyrir utan ljósmyndabækur þá er ekkert selt nema það sé víkingahjálmur á forsíðunni, en þá má það líka vera hvaða drasl sem er,“ bætir hann við. Krikket Bókmenntir Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Kit Harris skrifaði bókina From Lord’s to the Fjords, sem fjallar um sögu krikkets á Íslandi. Í færslu sem hann birti á X segir hann frá því að verslunin hafi hafnað því að selja bókina. „Vegna þess að þeim þykir krikket ekki nógu þekkt íþrótt fyrir ferðamenn,“ segir Harris og vísar til þess að íþróttin sé sú næstvinsælasta í heiminum. „Hér má sjá deild bóka á ensku sem ekki teljast til skáldskapar í verslun Pennans á flugvellinum. Bara víkingar. Ef það gerðist eftir 950 eftir krist, er ekki til bók um það,“ segir hann í færslunni. Myndir af úrvalinu í deildinni lét hann fylgja færslunni. A whinge. The airport bookstore @penninn declined to sell my book From Lord s to the Fjords a Cool Runnings type of tale about how Iceland started playing an unknown sport for a joke, but became the most popular amateur sports team in the world because they believe cricket pic.twitter.com/rDiF0O8bEr— Kit Harris (@cricketkit) April 14, 2024 Stefán Pálsson sagnfræðingur vakti athygli á málinu á X. „Við Íslendingar höfum furðulega þröngar hugmyndir um hvað útlendingum geti fundist áhugavert í sögu okkar og menningu,“ segir hann og vekur athygli á að Krikketsamband Íslands sé með 130 þúsund fylgjendur á forritinu. „Erlenda (lesist: enska) bókadeildin í bókaverslununum okkar hefur verið gjörsamlega lundabúðarvædd. Fyrir utan ljósmyndabækur þá er ekkert selt nema það sé víkingahjálmur á forsíðunni, en þá má það líka vera hvaða drasl sem er,“ bætir hann við.
Krikket Bókmenntir Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira