Mosfellsbær kom út í plús Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. apríl 2024 17:44 Íbúar Mosfellsbæjar eru rúmlega þrettán þúsund talsins og gera sveitarfélagið það sjöunda fjölmennasta á landinu. Vísir/Vilhelm Afgangur af rekstri Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 nam 341 milljón króna. Þetta kom í ljós í dag þegar ársreikningur var lagður fram á fundi bæjarráðs. Í fréttatilkynningu kemur fram að reksturinn sé í góðu samræmi við fjárhagsáætlun en árið hafi einkennst af miklum framkvæmdum, meðal annars byggingu nýs leikskóla, endurbótum á Kvíslarskóla, byggingu íþróttahúss og gatnagerð. Þá hafi Mosfellsbær tekið yfir rekstur Skálatúns, heimilis fyrir fatlaða íbúa, þann 1. júlí 2023 en á Skálatúni búa 32 íbúar og starfsmenn eru 110 í 70 stöðugildum. Tekjur ársins námu alls 20.305 milljónum, launakostnaður 9.466 milljónum, hækkun lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum og annar rekstrarkostnaður var 7.721 milljónir og nemur framlegð því 2.684 milljónum. Afskriftir voru 590 milljónir og nam rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði 2.095 milljónum. Fjármunatekjur, fjármagnsgjöld og tekjuskattur námu 1.733 milljónum og var rekstrarniðurstaða ársins því jákvæð um 341 milljón. Veltufé frá rekstri var 1.935 milljónir eða 9,5% af tekjum. Mestu varið í fræðslu- og uppeldismál Eigið fé í árslok nam 7.757 milljónum og eiginfjárhlutfallið er 24,3%. Skuldaviðmið er 94,5% og er því vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum. Kostnaður vegna verðbóta nam 1.285 milljónum eða 330 milljónum meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þá nam kostnaður vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum. Íbúar Mosfellsbæjar voru 13.403 þann 1. janúar 2024. Mosfellsbær er sem fyrr sjöunda fjölmennasta sveitarfélag landsins og þar störfuðu 945 starfsmenn í 782 stöðugildum í árslok 2023. Þá segir að fræðslu- og uppeldismál séu umfangsmesti málaflokkurinn og til hans var varið 8.066 milljónum eða 51,5% skatttekna. Til félagsþjónustu hafi verið veittar 3.434 milljónir eða 21,9% skatttekna og eru þar með talin framlög vegna málefna fatlaðs fólks. Íþrótta- og tómstundarmál eru þriðja umfangsmesta verkefni bæjarins og til þeirra var ráðstafað um 1.722 milljónum eða 10,9% skatttekna. Sýni sterka stöðu sveitarfélagsins Í tilkynningu segir að ársreikningurinn verði tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 24. apríl 2024 og gert sé ráð fyrir því að seinni umræða í bæjarstjórn fari fram þann 8. maí. „Ársreikningurinn sýnir sterka stöðu sveitarfélagsins en skuldaviðmiðið er að lækka úr 104,4 % í 94,5 % á milli ára. Á sama tíma erum við vissulega að kljást við verðbólgu og háa vexti sem er áskorun fyrir sveitarfélag í örum vexti. Við leggjum áherslu á að veita góða þjónustu og við erum með einna lægstu gjöldin þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur,“ er haft eftir Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Í fréttatilkynningu kemur fram að reksturinn sé í góðu samræmi við fjárhagsáætlun en árið hafi einkennst af miklum framkvæmdum, meðal annars byggingu nýs leikskóla, endurbótum á Kvíslarskóla, byggingu íþróttahúss og gatnagerð. Þá hafi Mosfellsbær tekið yfir rekstur Skálatúns, heimilis fyrir fatlaða íbúa, þann 1. júlí 2023 en á Skálatúni búa 32 íbúar og starfsmenn eru 110 í 70 stöðugildum. Tekjur ársins námu alls 20.305 milljónum, launakostnaður 9.466 milljónum, hækkun lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum og annar rekstrarkostnaður var 7.721 milljónir og nemur framlegð því 2.684 milljónum. Afskriftir voru 590 milljónir og nam rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði 2.095 milljónum. Fjármunatekjur, fjármagnsgjöld og tekjuskattur námu 1.733 milljónum og var rekstrarniðurstaða ársins því jákvæð um 341 milljón. Veltufé frá rekstri var 1.935 milljónir eða 9,5% af tekjum. Mestu varið í fræðslu- og uppeldismál Eigið fé í árslok nam 7.757 milljónum og eiginfjárhlutfallið er 24,3%. Skuldaviðmið er 94,5% og er því vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum. Kostnaður vegna verðbóta nam 1.285 milljónum eða 330 milljónum meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þá nam kostnaður vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum. Íbúar Mosfellsbæjar voru 13.403 þann 1. janúar 2024. Mosfellsbær er sem fyrr sjöunda fjölmennasta sveitarfélag landsins og þar störfuðu 945 starfsmenn í 782 stöðugildum í árslok 2023. Þá segir að fræðslu- og uppeldismál séu umfangsmesti málaflokkurinn og til hans var varið 8.066 milljónum eða 51,5% skatttekna. Til félagsþjónustu hafi verið veittar 3.434 milljónir eða 21,9% skatttekna og eru þar með talin framlög vegna málefna fatlaðs fólks. Íþrótta- og tómstundarmál eru þriðja umfangsmesta verkefni bæjarins og til þeirra var ráðstafað um 1.722 milljónum eða 10,9% skatttekna. Sýni sterka stöðu sveitarfélagsins Í tilkynningu segir að ársreikningurinn verði tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 24. apríl 2024 og gert sé ráð fyrir því að seinni umræða í bæjarstjórn fari fram þann 8. maí. „Ársreikningurinn sýnir sterka stöðu sveitarfélagsins en skuldaviðmiðið er að lækka úr 104,4 % í 94,5 % á milli ára. Á sama tíma erum við vissulega að kljást við verðbólgu og háa vexti sem er áskorun fyrir sveitarfélag í örum vexti. Við leggjum áherslu á að veita góða þjónustu og við erum með einna lægstu gjöldin þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur,“ er haft eftir Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira