Gervigreind býr til myndir fyrir DV Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. apríl 2024 15:52 DV hefur notað gervigreind í myndavinnslu við fréttaskrif sín. Vísir/Vilhelm Getty/Andriy Onufriyenko DV hefur gripið til þess ráðs að láta gervigreind búa til myndir sem notaðar eru í fréttavinnslu. Björn Þorfinnsson ritstjóri segir þægilegt að geta notað þessa tækni þegar illa gengur að finna heppilegar myndir í myndabönkum. Í gær birtist frétt á vef DV um það á hvaða aldri ungt fólk flytur að heiman í Evrópu. Forsíðumynd fréttarinnar er ungur maður sem heldur á tveimur kössum fyrir framan reisulegt hús, en gervigreindarforritið OpenartAI er titlað sem höfundur myndarinnar. Frumleg myndanotkun höfuðeinkenni DV Björn Þorfinnsson ritstjóri DV segir miðilinn vera mjög frjálslegan í myndanotkun, klipptar samsettar myndir og önnur frumleg myndanotkun hafi orðið einkenni DV síðastliðin ár. „Við erum búin að vera kaupa oft einhverjar „stock photos“ og slíkt þegar við erum að myndskreyta fréttir sem snúa að einhverjum almennum hlutum eins og til dæmis þessi frétt,“ segir Björn. Hann segir blaðamenn sína undanfarið hafa verið að prófa sig áfram með gervigreindarforritin og athugað hvað kemur út úr þeim, í stað þess að kaupa myndir frá myndabönkum. Björn Þorfinnsson fyrir miðju er ritstjóri DV. Hér sést hann ásamt samstarfsmönnum á DV, Kristni Hauki og Einari Þór. Myndavalið tengist fréttinni óbeint, en myndin er sú eina sem til er í myndabanka Vísis af Birni.Vísir/Vilhelm Björn rifjar það upp þegar blaðamenn DV settu mikið púður í að sviðsetja og sitja jafnvel sjálfir fyrir þegar mynd vantaði fyrir frétt sem verið var að vinna. Þá hafi blaðamenn til dæmis sviðsett vændiskaup, eða sýnt mikla leikræna tilburði og þóst vera mjög miður sín yfir einhverju til að myndskreyta fréttir. Mikil vinna var lögð í þessa myndavinnslu í gamla daga. „Nú er það þannig að maður leitar að svona myndum í myndabönkunum, en gervigreindin kemur með nýja vídd út í þetta,“ segir Björn. Hann segir DV vera feta ótroðnar lendur hvað gervigreindina varðar. Myndin frá DV sem um ræðir, ungur maður flytur að heiman.Kristinn H. Gunnarsson/DV/OpenartAI Miklar tækniframfarir hafa orðið á sviði gervigreindar síðastliðin ár og notkun hennar færst verulega í aukana. Hægt er að nota gervigreind til upplýsingaöflunar, textaskrifa og listasköpunar svo fáein dæmi séu tekin. Björn segir að þetta muni kannski koma til með að leysa „stock photos“ myndabanka af hólmi, en hann dragi mörkin þar. DV ætlar ekki að notfæra sér gervigreindina þegar mynd vantar af einstaklingum eða þess háttar. Veit ekki hver á myndina Björn segir að hann sé ekki búinn að fá það á hreint hvort myndir eftir gervigreindarforrit séu höfundarréttindavarðar, eða þá hver eigi myndina. Óljóst er hvort notandinn sem biður um upplýsingarnar eða gervigreindin sjálf eigi einhvern höfundarrétt á myndinni. „Það er reyndar mjög forvitnilegt að spá í þvi hver eigi réttinn á myndinni, en ég myndi allavega halda að notandinn sem bjó hana til ætti heiðurinn af henni,“ segir Björn. Gervigreind Fjölmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Í gær birtist frétt á vef DV um það á hvaða aldri ungt fólk flytur að heiman í Evrópu. Forsíðumynd fréttarinnar er ungur maður sem heldur á tveimur kössum fyrir framan reisulegt hús, en gervigreindarforritið OpenartAI er titlað sem höfundur myndarinnar. Frumleg myndanotkun höfuðeinkenni DV Björn Þorfinnsson ritstjóri DV segir miðilinn vera mjög frjálslegan í myndanotkun, klipptar samsettar myndir og önnur frumleg myndanotkun hafi orðið einkenni DV síðastliðin ár. „Við erum búin að vera kaupa oft einhverjar „stock photos“ og slíkt þegar við erum að myndskreyta fréttir sem snúa að einhverjum almennum hlutum eins og til dæmis þessi frétt,“ segir Björn. Hann segir blaðamenn sína undanfarið hafa verið að prófa sig áfram með gervigreindarforritin og athugað hvað kemur út úr þeim, í stað þess að kaupa myndir frá myndabönkum. Björn Þorfinnsson fyrir miðju er ritstjóri DV. Hér sést hann ásamt samstarfsmönnum á DV, Kristni Hauki og Einari Þór. Myndavalið tengist fréttinni óbeint, en myndin er sú eina sem til er í myndabanka Vísis af Birni.Vísir/Vilhelm Björn rifjar það upp þegar blaðamenn DV settu mikið púður í að sviðsetja og sitja jafnvel sjálfir fyrir þegar mynd vantaði fyrir frétt sem verið var að vinna. Þá hafi blaðamenn til dæmis sviðsett vændiskaup, eða sýnt mikla leikræna tilburði og þóst vera mjög miður sín yfir einhverju til að myndskreyta fréttir. Mikil vinna var lögð í þessa myndavinnslu í gamla daga. „Nú er það þannig að maður leitar að svona myndum í myndabönkunum, en gervigreindin kemur með nýja vídd út í þetta,“ segir Björn. Hann segir DV vera feta ótroðnar lendur hvað gervigreindina varðar. Myndin frá DV sem um ræðir, ungur maður flytur að heiman.Kristinn H. Gunnarsson/DV/OpenartAI Miklar tækniframfarir hafa orðið á sviði gervigreindar síðastliðin ár og notkun hennar færst verulega í aukana. Hægt er að nota gervigreind til upplýsingaöflunar, textaskrifa og listasköpunar svo fáein dæmi séu tekin. Björn segir að þetta muni kannski koma til með að leysa „stock photos“ myndabanka af hólmi, en hann dragi mörkin þar. DV ætlar ekki að notfæra sér gervigreindina þegar mynd vantar af einstaklingum eða þess háttar. Veit ekki hver á myndina Björn segir að hann sé ekki búinn að fá það á hreint hvort myndir eftir gervigreindarforrit séu höfundarréttindavarðar, eða þá hver eigi myndina. Óljóst er hvort notandinn sem biður um upplýsingarnar eða gervigreindin sjálf eigi einhvern höfundarrétt á myndinni. „Það er reyndar mjög forvitnilegt að spá í þvi hver eigi réttinn á myndinni, en ég myndi allavega halda að notandinn sem bjó hana til ætti heiðurinn af henni,“ segir Björn.
Gervigreind Fjölmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent