Er í lagi að nota kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni? Helgi Áss Grétarsson skrifar 15. apríl 2024 07:30 Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). Cass-skýrslan Hilary Cass er fyrrverandi forseti félags barnalækna á Bretlandi og árið 2020 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld hana til að leiða hóp sérfræðinga til að endurskoða hvernig enska heilbrigðisþjónustan meðhöndlar börn og ungmenni með kynama. Hinn 10. apríl síðastliðinn kom út lokaskýrsla þessarar umfangsmiklu rannsóknar (e. The Cass Review: Independent review of gender identity service for children and young people). Í skýrslunni er meðal annars farið ítarlega yfir vísindalegan grundvöll kynhormónabælandi lyfjameðferða og komist er að þeirri niðurstöðu að sá grunnur sé veikur. Með hliðsjón af tilmælum sem fram koma í Cass-skýrslunni hafa ensk heilbrigðisyfirvöld tilkynnt að lyfjameðferðir, sem bæla kynþroska barna og ungmenna, verði framvegis verulega takmarkaðar. Til svipaðra ráðstafana hefur verið gripið í ýmsum öðrum ríkjum, meðal annars í Noregi og Svíþjóð. Þessi nýlega þróun bendir til þess að það sé mat æ fleiri erlendra sérfræðinga að kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, sé ekki afturkræf. Tjáningarfrelsið og fagleg blaðamennska Í nýlegu kynningarátaki Blaðamannafélags Íslands var meðal annars sagt að blaðamennska hafi „aldrei verið mikilvægari“. Hins vegar, við hraða yfirferð á mest lesnu fjölmiðlum landsins, hafa fáir þeirra birt frétt um efni Cass-skýrslunnar. Á sama tíma hafa mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar fengið mikið pláss í helstu fjölmiðlum heims. Þá komum við að tjáningarfrelsinu en bæði hér á landi og víðar um hinn vestræna heim, hefur verið tilhneiging í þá veru að skapa „eitraða umræðumenningu“ um þennan málaflokk. Slíkt er til þess fallið að hræða hæft fólk frá því að tjá sig um einstaka þætti málefnisins en í áðurnefndri Cass-skýrslu kom fram að skautunin í þarlendri samfélagsumræðu hafi gert vinnu við gerð skýrslunnar erfiðari. Um mikilvægi málefnisins Óumdeilt er að umgjörð um málefni þeirra sem eiga við kynama að stríða eigi að vera eins fagleg og kostur er. Það er hins vegar þörf á að hér fari fram opinber umræða með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Úr fjarlægð virðist málefnið það eldfimt að fagfólk á sviði læknisfræðinnar veigrar sér frá því að fjalla um það á opinberum vettvangi. Það sama virðist eiga við um suma fjölmiðla. Óttinn við brennimerkingu virðist enn hafa of mikil áhrif. Þetta er skrýtið ástand í vestrænu lýðræðisríki. Eftir allt saman varðar þetta mikilvæga hagsmuni barna og ungmenna. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Börn og uppeldi Málefni trans fólks Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). Cass-skýrslan Hilary Cass er fyrrverandi forseti félags barnalækna á Bretlandi og árið 2020 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld hana til að leiða hóp sérfræðinga til að endurskoða hvernig enska heilbrigðisþjónustan meðhöndlar börn og ungmenni með kynama. Hinn 10. apríl síðastliðinn kom út lokaskýrsla þessarar umfangsmiklu rannsóknar (e. The Cass Review: Independent review of gender identity service for children and young people). Í skýrslunni er meðal annars farið ítarlega yfir vísindalegan grundvöll kynhormónabælandi lyfjameðferða og komist er að þeirri niðurstöðu að sá grunnur sé veikur. Með hliðsjón af tilmælum sem fram koma í Cass-skýrslunni hafa ensk heilbrigðisyfirvöld tilkynnt að lyfjameðferðir, sem bæla kynþroska barna og ungmenna, verði framvegis verulega takmarkaðar. Til svipaðra ráðstafana hefur verið gripið í ýmsum öðrum ríkjum, meðal annars í Noregi og Svíþjóð. Þessi nýlega þróun bendir til þess að það sé mat æ fleiri erlendra sérfræðinga að kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, sé ekki afturkræf. Tjáningarfrelsið og fagleg blaðamennska Í nýlegu kynningarátaki Blaðamannafélags Íslands var meðal annars sagt að blaðamennska hafi „aldrei verið mikilvægari“. Hins vegar, við hraða yfirferð á mest lesnu fjölmiðlum landsins, hafa fáir þeirra birt frétt um efni Cass-skýrslunnar. Á sama tíma hafa mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar fengið mikið pláss í helstu fjölmiðlum heims. Þá komum við að tjáningarfrelsinu en bæði hér á landi og víðar um hinn vestræna heim, hefur verið tilhneiging í þá veru að skapa „eitraða umræðumenningu“ um þennan málaflokk. Slíkt er til þess fallið að hræða hæft fólk frá því að tjá sig um einstaka þætti málefnisins en í áðurnefndri Cass-skýrslu kom fram að skautunin í þarlendri samfélagsumræðu hafi gert vinnu við gerð skýrslunnar erfiðari. Um mikilvægi málefnisins Óumdeilt er að umgjörð um málefni þeirra sem eiga við kynama að stríða eigi að vera eins fagleg og kostur er. Það er hins vegar þörf á að hér fari fram opinber umræða með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Úr fjarlægð virðist málefnið það eldfimt að fagfólk á sviði læknisfræðinnar veigrar sér frá því að fjalla um það á opinberum vettvangi. Það sama virðist eiga við um suma fjölmiðla. Óttinn við brennimerkingu virðist enn hafa of mikil áhrif. Þetta er skrýtið ástand í vestrænu lýðræðisríki. Eftir allt saman varðar þetta mikilvæga hagsmuni barna og ungmenna. Höfundur er lögfræðingur.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun