Mælum með fjölbreytni Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 09:01 Áttu eftir að mæla með til forseta? Íhugaðu hvaða vald þú hefur í hendi þér. Flestir þeir frambjóðendur sem búnir eru að ná meðmælendafjölda eru þekkt andlit, pólitískt starfandi eða úr opinberum störfum. Það eru þó umtalsvert fleiri umsækjendur sem óska eftir að komast að og þar er að finna afar hæft, hugrakkt, framsækið og skapandi fólk. Hver er ávinningurinn af því að fá fjölbreyttar raddir í sjónvarpið í maí? Stórkostlegur. Hver græðir á því að veita fólki tækifæri á að sýna sig, sanna og sækja fram? Við öll - samfélagið. Forsetakosningar eru eins og Ólympíuleikarnir, á 4 ára fresti. Hér er einstakt tækifæri til að rýna stöðu og framtíð lands og þjóðar og það er okkur öllum í hag að sem flestar ólíkar raddir heyrist. Það eru mörg krefjandi mál sem á þjóðinni brenna og sitt sýnist hverjum. Fólk af erlendum uppruna er nærri 20% þjóðarinnar. Það væri einstakt afrek ef einn einstaklingur úr þeirra hópi kæmist að. Það er ennfremur afar löng leið fyrir sjálfstætt starfandi fólk að taka þátt í þessu atvinnuviðtali – á meðan konan sem fer fyrir ríkisstofnun getur óskað eftir stuttu leyfi til að fara í framboð þá þurfti ég að ráða inn fólk í minn stað í mitt fyrirtæki fyrir rúmu hálfu ári síðan til að geta tekið þátt – og ég þurfti að tilkynna snemma um framboð til að ná vöruvitund neytenda – verða þekkt. Það er ekki hægt að ganga út úr sínu eigin fyrirtæki í stutt leyfi án þess að skaða fyrirtækið. Lifibrauðið. Raunveruleikinn. Frambjóðendur sem búa við það forskot að vera þekktir fyrir opinbera þjónustu, hafa fengið sína kynningu greidda af þjóðinni í gegnum sín góðu störf í þágu samfélagsins, og gátu farið í milliriðlakeppni í meðmælendaspretti. Hver gat safnað tilskildum 1500 meðmælendum á sem stystum tíma. Gerum okkur góða grein fyrir og verum í meðvitund um ójafnræði frambjóðenda – orsakir og afleiðingar þess. Að vera þekkt andlit er ekki hæfnisþáttur í þessu samhengi – ekkert umsækjenda hefur fyrri reynslu af því að þjóna sem forseti íslensku þjóðarinnar – eina óháða sameiginlega embætti þjóðarinnar. Samtal og virkt lýðræði færir okkur nær samvinnu og samstöðu. Með því að velja fjölbreyttar raddir og lyfta þeim upp og áfram með meðmælum – þínu lýðræðislega valdi – þá ertu að iðka það sem ég stend fyrir; lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Nýttu vald þitt til fulls, mæltu með fjölbreytni og lyftu samfélaginu upp með því að nýta þinn meðmælarétt til að koma ólíkum röddum að. Spurðu fólk í kringum þig „ertu búin/n að mæla með til forseta?“ og hvettu fólk til að taka þátt. Tækifærið til að læra, skapa nýjan farveg og hegðun er einstakt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Áttu eftir að mæla með til forseta? Íhugaðu hvaða vald þú hefur í hendi þér. Flestir þeir frambjóðendur sem búnir eru að ná meðmælendafjölda eru þekkt andlit, pólitískt starfandi eða úr opinberum störfum. Það eru þó umtalsvert fleiri umsækjendur sem óska eftir að komast að og þar er að finna afar hæft, hugrakkt, framsækið og skapandi fólk. Hver er ávinningurinn af því að fá fjölbreyttar raddir í sjónvarpið í maí? Stórkostlegur. Hver græðir á því að veita fólki tækifæri á að sýna sig, sanna og sækja fram? Við öll - samfélagið. Forsetakosningar eru eins og Ólympíuleikarnir, á 4 ára fresti. Hér er einstakt tækifæri til að rýna stöðu og framtíð lands og þjóðar og það er okkur öllum í hag að sem flestar ólíkar raddir heyrist. Það eru mörg krefjandi mál sem á þjóðinni brenna og sitt sýnist hverjum. Fólk af erlendum uppruna er nærri 20% þjóðarinnar. Það væri einstakt afrek ef einn einstaklingur úr þeirra hópi kæmist að. Það er ennfremur afar löng leið fyrir sjálfstætt starfandi fólk að taka þátt í þessu atvinnuviðtali – á meðan konan sem fer fyrir ríkisstofnun getur óskað eftir stuttu leyfi til að fara í framboð þá þurfti ég að ráða inn fólk í minn stað í mitt fyrirtæki fyrir rúmu hálfu ári síðan til að geta tekið þátt – og ég þurfti að tilkynna snemma um framboð til að ná vöruvitund neytenda – verða þekkt. Það er ekki hægt að ganga út úr sínu eigin fyrirtæki í stutt leyfi án þess að skaða fyrirtækið. Lifibrauðið. Raunveruleikinn. Frambjóðendur sem búa við það forskot að vera þekktir fyrir opinbera þjónustu, hafa fengið sína kynningu greidda af þjóðinni í gegnum sín góðu störf í þágu samfélagsins, og gátu farið í milliriðlakeppni í meðmælendaspretti. Hver gat safnað tilskildum 1500 meðmælendum á sem stystum tíma. Gerum okkur góða grein fyrir og verum í meðvitund um ójafnræði frambjóðenda – orsakir og afleiðingar þess. Að vera þekkt andlit er ekki hæfnisþáttur í þessu samhengi – ekkert umsækjenda hefur fyrri reynslu af því að þjóna sem forseti íslensku þjóðarinnar – eina óháða sameiginlega embætti þjóðarinnar. Samtal og virkt lýðræði færir okkur nær samvinnu og samstöðu. Með því að velja fjölbreyttar raddir og lyfta þeim upp og áfram með meðmælum – þínu lýðræðislega valdi – þá ertu að iðka það sem ég stend fyrir; lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Nýttu vald þitt til fulls, mæltu með fjölbreytni og lyftu samfélaginu upp með því að nýta þinn meðmælarétt til að koma ólíkum röddum að. Spurðu fólk í kringum þig „ertu búin/n að mæla með til forseta?“ og hvettu fólk til að taka þátt. Tækifærið til að læra, skapa nýjan farveg og hegðun er einstakt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar