Aðsóknarmet slegið í Listaháskólanum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 14:17 Kristín Eysteinsdóttir, rektor LHÍ fagnar aukinni aðsókn í námið. Saga Sig Tvöfalt fleiri fleiri sóttu um nám í Listaháskóla Íslands í ár heldur en í fyrra. Skammt er síðan tilkynnt var að skólagjöld yrðu felld niður frá og með haustönn ársins 2024. Rektor hefur ekki áhyggjur af auknu brottfalli nemenda og fagnar aukinni aðsókn. Hún býst við enn frekari aðsókn á næsta ári. Umsóknarfrestur til náms í flestum deildum LHÍ rann út á miðnætti. Kristín Eysteinsdóttir rektor segir í samtali við fréttastofu að aldrei hafi jafn margar umsóknir borist. „Umsóknirnar voru 538 í fyrra en eru nú tæplega þúsund. Listkennslan er eftir svo við munum sennilega enda í um þúsund umsóknum. Svo það er nánast hundrað prósent aukning.“ Kristín segir þessar tölur fara fram úr öllum væntingum. „Við getum ekki tekið alla inn en það er gríðarlega jákvætt að þessi niðurfelling skólagjaldanna sé að hafa þessi áhrif.“ Þetta í raun staðfestir það sem við héldum, að kostnaðurinn væri stór hindrun fyrir mikið af nemendum. Mesta aukningin í arkitektúr, hönnun og myndlist Aðspurð segist Kristín ekki hafa áhyggjur af auknu brottfalli nemenda nú þegar þeir munu ekki þurfa að borga skólagjöld. „Námið er einfaldlega þannig uppbyggt að það er áttatíu prósent mætingarskylda. Bekkirnir eru litlir þannig það myndast ákveðin stemning í kringum það. Það er ennþá ákveðinn klásus hjá okkur, eins og til dæmis í leikaranáminu. Þar sækja tvö til þrjú hundruð manns um en tíu komast inn. Þetta eru eftirsótt pláss og nemendur vilja útskrifast með sínum bekk á tilsettum tíma.“ Mesta aukningin segir Kristín að sé í arkitektúr, hönnun og myndlist. Leikaranámið er þó eftirsóttasta deild skólans líkt og undanfarin ár. Þá á hún von á því að aðsóknin verði enn meiri á næsta ári, sérstaklega í MA námið þar sem þeir sem sækja um það séu oft komnir með börn og þurfa að skipuleggja sig lengra fram í tímann. „Við erum þakklát Áslaugu Örnu háskólaráðherra fyrir að gera okkur kleift að stíga þetta mikilvæga skref og skilja að fjárfesting í háskólanámi í listum og skapandi greinum mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins. Framtíðin liggur í skapandi greinum og þessi stóraukna aðsókn staðfestir mikilvægi niðurfellingar skólagjalda sem tryggir jafnræði til náms óháð námsgrein,“ segir Kristín Eysteinsdóttir rektor LHÍ. Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Menning Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. 16. febrúar 2024 10:37 Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Umsóknarfrestur til náms í flestum deildum LHÍ rann út á miðnætti. Kristín Eysteinsdóttir rektor segir í samtali við fréttastofu að aldrei hafi jafn margar umsóknir borist. „Umsóknirnar voru 538 í fyrra en eru nú tæplega þúsund. Listkennslan er eftir svo við munum sennilega enda í um þúsund umsóknum. Svo það er nánast hundrað prósent aukning.“ Kristín segir þessar tölur fara fram úr öllum væntingum. „Við getum ekki tekið alla inn en það er gríðarlega jákvætt að þessi niðurfelling skólagjaldanna sé að hafa þessi áhrif.“ Þetta í raun staðfestir það sem við héldum, að kostnaðurinn væri stór hindrun fyrir mikið af nemendum. Mesta aukningin í arkitektúr, hönnun og myndlist Aðspurð segist Kristín ekki hafa áhyggjur af auknu brottfalli nemenda nú þegar þeir munu ekki þurfa að borga skólagjöld. „Námið er einfaldlega þannig uppbyggt að það er áttatíu prósent mætingarskylda. Bekkirnir eru litlir þannig það myndast ákveðin stemning í kringum það. Það er ennþá ákveðinn klásus hjá okkur, eins og til dæmis í leikaranáminu. Þar sækja tvö til þrjú hundruð manns um en tíu komast inn. Þetta eru eftirsótt pláss og nemendur vilja útskrifast með sínum bekk á tilsettum tíma.“ Mesta aukningin segir Kristín að sé í arkitektúr, hönnun og myndlist. Leikaranámið er þó eftirsóttasta deild skólans líkt og undanfarin ár. Þá á hún von á því að aðsóknin verði enn meiri á næsta ári, sérstaklega í MA námið þar sem þeir sem sækja um það séu oft komnir með börn og þurfa að skipuleggja sig lengra fram í tímann. „Við erum þakklát Áslaugu Örnu háskólaráðherra fyrir að gera okkur kleift að stíga þetta mikilvæga skref og skilja að fjárfesting í háskólanámi í listum og skapandi greinum mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins. Framtíðin liggur í skapandi greinum og þessi stóraukna aðsókn staðfestir mikilvægi niðurfellingar skólagjalda sem tryggir jafnræði til náms óháð námsgrein,“ segir Kristín Eysteinsdóttir rektor LHÍ.
Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Menning Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. 16. febrúar 2024 10:37 Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. 16. febrúar 2024 10:37
Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01