Aðsóknarmet slegið í Listaháskólanum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 14:17 Kristín Eysteinsdóttir, rektor LHÍ fagnar aukinni aðsókn í námið. Saga Sig Tvöfalt fleiri fleiri sóttu um nám í Listaháskóla Íslands í ár heldur en í fyrra. Skammt er síðan tilkynnt var að skólagjöld yrðu felld niður frá og með haustönn ársins 2024. Rektor hefur ekki áhyggjur af auknu brottfalli nemenda og fagnar aukinni aðsókn. Hún býst við enn frekari aðsókn á næsta ári. Umsóknarfrestur til náms í flestum deildum LHÍ rann út á miðnætti. Kristín Eysteinsdóttir rektor segir í samtali við fréttastofu að aldrei hafi jafn margar umsóknir borist. „Umsóknirnar voru 538 í fyrra en eru nú tæplega þúsund. Listkennslan er eftir svo við munum sennilega enda í um þúsund umsóknum. Svo það er nánast hundrað prósent aukning.“ Kristín segir þessar tölur fara fram úr öllum væntingum. „Við getum ekki tekið alla inn en það er gríðarlega jákvætt að þessi niðurfelling skólagjaldanna sé að hafa þessi áhrif.“ Þetta í raun staðfestir það sem við héldum, að kostnaðurinn væri stór hindrun fyrir mikið af nemendum. Mesta aukningin í arkitektúr, hönnun og myndlist Aðspurð segist Kristín ekki hafa áhyggjur af auknu brottfalli nemenda nú þegar þeir munu ekki þurfa að borga skólagjöld. „Námið er einfaldlega þannig uppbyggt að það er áttatíu prósent mætingarskylda. Bekkirnir eru litlir þannig það myndast ákveðin stemning í kringum það. Það er ennþá ákveðinn klásus hjá okkur, eins og til dæmis í leikaranáminu. Þar sækja tvö til þrjú hundruð manns um en tíu komast inn. Þetta eru eftirsótt pláss og nemendur vilja útskrifast með sínum bekk á tilsettum tíma.“ Mesta aukningin segir Kristín að sé í arkitektúr, hönnun og myndlist. Leikaranámið er þó eftirsóttasta deild skólans líkt og undanfarin ár. Þá á hún von á því að aðsóknin verði enn meiri á næsta ári, sérstaklega í MA námið þar sem þeir sem sækja um það séu oft komnir með börn og þurfa að skipuleggja sig lengra fram í tímann. „Við erum þakklát Áslaugu Örnu háskólaráðherra fyrir að gera okkur kleift að stíga þetta mikilvæga skref og skilja að fjárfesting í háskólanámi í listum og skapandi greinum mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins. Framtíðin liggur í skapandi greinum og þessi stóraukna aðsókn staðfestir mikilvægi niðurfellingar skólagjalda sem tryggir jafnræði til náms óháð námsgrein,“ segir Kristín Eysteinsdóttir rektor LHÍ. Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Menning Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. 16. febrúar 2024 10:37 Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Umsóknarfrestur til náms í flestum deildum LHÍ rann út á miðnætti. Kristín Eysteinsdóttir rektor segir í samtali við fréttastofu að aldrei hafi jafn margar umsóknir borist. „Umsóknirnar voru 538 í fyrra en eru nú tæplega þúsund. Listkennslan er eftir svo við munum sennilega enda í um þúsund umsóknum. Svo það er nánast hundrað prósent aukning.“ Kristín segir þessar tölur fara fram úr öllum væntingum. „Við getum ekki tekið alla inn en það er gríðarlega jákvætt að þessi niðurfelling skólagjaldanna sé að hafa þessi áhrif.“ Þetta í raun staðfestir það sem við héldum, að kostnaðurinn væri stór hindrun fyrir mikið af nemendum. Mesta aukningin í arkitektúr, hönnun og myndlist Aðspurð segist Kristín ekki hafa áhyggjur af auknu brottfalli nemenda nú þegar þeir munu ekki þurfa að borga skólagjöld. „Námið er einfaldlega þannig uppbyggt að það er áttatíu prósent mætingarskylda. Bekkirnir eru litlir þannig það myndast ákveðin stemning í kringum það. Það er ennþá ákveðinn klásus hjá okkur, eins og til dæmis í leikaranáminu. Þar sækja tvö til þrjú hundruð manns um en tíu komast inn. Þetta eru eftirsótt pláss og nemendur vilja útskrifast með sínum bekk á tilsettum tíma.“ Mesta aukningin segir Kristín að sé í arkitektúr, hönnun og myndlist. Leikaranámið er þó eftirsóttasta deild skólans líkt og undanfarin ár. Þá á hún von á því að aðsóknin verði enn meiri á næsta ári, sérstaklega í MA námið þar sem þeir sem sækja um það séu oft komnir með börn og þurfa að skipuleggja sig lengra fram í tímann. „Við erum þakklát Áslaugu Örnu háskólaráðherra fyrir að gera okkur kleift að stíga þetta mikilvæga skref og skilja að fjárfesting í háskólanámi í listum og skapandi greinum mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins. Framtíðin liggur í skapandi greinum og þessi stóraukna aðsókn staðfestir mikilvægi niðurfellingar skólagjalda sem tryggir jafnræði til náms óháð námsgrein,“ segir Kristín Eysteinsdóttir rektor LHÍ.
Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Menning Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. 16. febrúar 2024 10:37 Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. 16. febrúar 2024 10:37
Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01