Uppgjörið: Fylkir - Valur 0-0 | Markverðirnir í aðalhlutverki í Lautinni Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2024 21:15 Fredrik Schram varði víti í leik Vals og Fylkis í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Valur og Fylkir gerðu markalaust jafntefli í Bestu deild karla í Árbænum í kvöld. Markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki og meðal annars varði Fredrik Schram víti í marki Vals. Leikurinn var fjörugur þrátt fyrir að ekki væri skorað. Fylkismenn náðu fyrsta skoti á markið strax eftir tíu sekúndna leik og bæði lið fengu færi í fyrri hálfleiknum til að skora. Gylfi Þór Sigurðsson átti meðal annars tvö góð skot að marki sem Ólafur Kristófer Helgason í markinu varði vel. Valsmenn voru meira með boltann í fyrri hálfleiknum en tókst sjaldan að skapa sér almennileg færi. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks fengu Fylkismenn hins vegar vítaspyrnu eftir að Gísli Laxdal Unnarsson, sem var í vinstri bakverðinum hjá Val í dag, braut á Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni. Orri Sveinn Stefánsson tók spyrnuna en Fredrik Scharm í marki Vals varði slaka spyrnu Orra. Síðari hálfleikur þróaðist svipað. Bæði lið fengu sénsa og Patrick Pedersen fékk dauðafæri á markteig Fylkis en hitti ekki boltann. Valsmenn pressuðu Fylkisliðið undir lokin en tókst ekki að skora. Skyndisóknir Fylkisliðsins voru oft á tíðum hættulegar en að lokum urðu bæði lið að sætta sig við 0-0 jafntefli. Atvik leiksins Atvik leiksins er vítaspyrnan sem Fylkismenn fengu á 42. mínútu. Orri Sveinn Stefánsson átti þá frábæra sendingu innfyrir vörn Vals og Halldór Jón gerði mjög vel í að koma sér inn í teiginn. Þar braut Gísli Laxdal klaufalega á honum en Gísli var í vandræðum í vinstri bakverðinum í dag. Það kom töluvert á óvart að miðvörðurinn Orri Steinn hafi fengið það hlutverk að taka vítaspyrnuna. Spyrnan var einfaldlega slök, skotið laust og Fredrik þurfti enga snilldartakta til að verja. Dýrkeypt fyrir Fylkismenn en Valsarar sluppu með skrekkinn. Stjörnur og skúrkar Markverðirnir Ólafur Kristófer og Fredrik eru stjörnur leiksins. Fredrik varði auðvitað vítaspyrnuna og Ólafur Kristófer var mjög öruggur í marki Fylkis, varði nokkrum sinnum vel og greip inn í þess á milli. Orri Steinn átti góðan leik í vörn Fylkis en vítaspyrnan sem fór í súginn verður eflaust honum efst í huga þegar hann leggst á koddann í kvöld. Dómarinn Helgi Mikael Jónasson var með góð tök á leiknum og dæmdi vel. Vítaspyrnan var hárréttur dómur og heilt yfir gerði Helgi ekki mörg mistök í dag. Stemning og umgjörð Það verður að hrósa Fylkismönnu fyrir umgjörðina. Löngu fyrir leik var byrjað að selja varning í stúkunni, boðið var upp á mat fyrir vel valda gesti og í hálfleik var skellt í leik úti á velli. Til fyrirmyndar. Ekki skemmir fyrir að vel var hugsað um okkur blaðamennina í fjölmiðlastúkunni. Viðtöl Besta deild karla Fylkir Valur
Valur og Fylkir gerðu markalaust jafntefli í Bestu deild karla í Árbænum í kvöld. Markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki og meðal annars varði Fredrik Schram víti í marki Vals. Leikurinn var fjörugur þrátt fyrir að ekki væri skorað. Fylkismenn náðu fyrsta skoti á markið strax eftir tíu sekúndna leik og bæði lið fengu færi í fyrri hálfleiknum til að skora. Gylfi Þór Sigurðsson átti meðal annars tvö góð skot að marki sem Ólafur Kristófer Helgason í markinu varði vel. Valsmenn voru meira með boltann í fyrri hálfleiknum en tókst sjaldan að skapa sér almennileg færi. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks fengu Fylkismenn hins vegar vítaspyrnu eftir að Gísli Laxdal Unnarsson, sem var í vinstri bakverðinum hjá Val í dag, braut á Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni. Orri Sveinn Stefánsson tók spyrnuna en Fredrik Scharm í marki Vals varði slaka spyrnu Orra. Síðari hálfleikur þróaðist svipað. Bæði lið fengu sénsa og Patrick Pedersen fékk dauðafæri á markteig Fylkis en hitti ekki boltann. Valsmenn pressuðu Fylkisliðið undir lokin en tókst ekki að skora. Skyndisóknir Fylkisliðsins voru oft á tíðum hættulegar en að lokum urðu bæði lið að sætta sig við 0-0 jafntefli. Atvik leiksins Atvik leiksins er vítaspyrnan sem Fylkismenn fengu á 42. mínútu. Orri Sveinn Stefánsson átti þá frábæra sendingu innfyrir vörn Vals og Halldór Jón gerði mjög vel í að koma sér inn í teiginn. Þar braut Gísli Laxdal klaufalega á honum en Gísli var í vandræðum í vinstri bakverðinum í dag. Það kom töluvert á óvart að miðvörðurinn Orri Steinn hafi fengið það hlutverk að taka vítaspyrnuna. Spyrnan var einfaldlega slök, skotið laust og Fredrik þurfti enga snilldartakta til að verja. Dýrkeypt fyrir Fylkismenn en Valsarar sluppu með skrekkinn. Stjörnur og skúrkar Markverðirnir Ólafur Kristófer og Fredrik eru stjörnur leiksins. Fredrik varði auðvitað vítaspyrnuna og Ólafur Kristófer var mjög öruggur í marki Fylkis, varði nokkrum sinnum vel og greip inn í þess á milli. Orri Steinn átti góðan leik í vörn Fylkis en vítaspyrnan sem fór í súginn verður eflaust honum efst í huga þegar hann leggst á koddann í kvöld. Dómarinn Helgi Mikael Jónasson var með góð tök á leiknum og dæmdi vel. Vítaspyrnan var hárréttur dómur og heilt yfir gerði Helgi ekki mörg mistök í dag. Stemning og umgjörð Það verður að hrósa Fylkismönnu fyrir umgjörðina. Löngu fyrir leik var byrjað að selja varning í stúkunni, boðið var upp á mat fyrir vel valda gesti og í hálfleik var skellt í leik úti á velli. Til fyrirmyndar. Ekki skemmir fyrir að vel var hugsað um okkur blaðamennina í fjölmiðlastúkunni. Viðtöl
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti