Leiknum var frestað um eina og hálfa klukkustund vegna tæknilegra örðugleika á vellinum.
Það leit svo allt út fyrir að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli en Gift Links skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma og gulltryggði sigur AGF. Mikael Neville spilaði allan leikinn á vinstri væng AGF.
AGF vann fyrri viðureign liðanna 3-2 á útivelli og einvígið því samanlagt 4-2.
Fyrr í dag unnu Stefán Teitur og félagar í Silkeborg undanúrslitaeinvígi sitt gegn FC Fredericia og munu því leika til úrslita gegn AGF.