Tugir bætast við andstæðingahóp Bjarna á hverri mínútu Bjarki Sigurðsson skrifar 10. apríl 2024 12:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sinn annan fyrsta dag í forsætisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Rúmlega ellefu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem fólk segir Bjarni Benediktsson ekki hafa þeirra stuðning sem forsætisráðherra. Listinn hefur verið í loftinu í tæpan sólarhring og hrannast tugir undirskrifta inn á hverri mínútu. Bjarni Benediktsson tók í gær við sem forsætisráðherra Íslands eftir að Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar úr embættinu til þess að bjóða sig fram til forseta. Fljótlega í kjölfar þess að tilkynnt var að Bjarni tæki við stofnaði Eva Lín Vilhjálmsdóttir undirskriftalista fyrir fólk sem segir Bjarna ekki hafa þeirra traust sem forsætisráðherra. „Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: „Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun.“ Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra,“ segir í lýsingu undirskriftalistans. Fólk hafi rétt á því að vera ósammála Bjarni segir fólki frjálst að eiga sínar skoðanir enda sé Ísland eitt frjálsasta og mesta velmegunarríki heims. „Fólk hefur rétt til þess að mótmæla og skrifa undir undirskriftalista. Það verður að fara að skoðast sem hluti af eðlilegri framkvæmd lýðræðis á Íslandi að það séu ekki allir á einni og sömu skoðuninni. Þó að nokkur þúsund manns skrifi undir lista eða jafnvel tíu sinnum fleiri en það kjósi einhvern annan flokk, þá er það bara þannig,“ segir Bjarni. Hlustar á gagnrýnisraddirnar Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið flest atkvæði í síðustu kosningum og að hann hafi farið inn á þing með flest atkvæði allra þingmanna á baki sér. „Að sjálfsögðu er ég að hlusta og ég fylgist með því sem er að gerast í samfélaginu. En ef maður eyðir allri sinni orku í að elta uppi síðustu röddina sem er manni ósammála, þá gerir maður ekkert annað,“ segir Bjarni. Hann ætlar að nota sína orku til að tryggja það sem býr í hans hjarta og það sem hann hefur lofað kjósendum flokksins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Bjarni Benediktsson tók í gær við sem forsætisráðherra Íslands eftir að Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar úr embættinu til þess að bjóða sig fram til forseta. Fljótlega í kjölfar þess að tilkynnt var að Bjarni tæki við stofnaði Eva Lín Vilhjálmsdóttir undirskriftalista fyrir fólk sem segir Bjarna ekki hafa þeirra traust sem forsætisráðherra. „Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: „Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun.“ Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra,“ segir í lýsingu undirskriftalistans. Fólk hafi rétt á því að vera ósammála Bjarni segir fólki frjálst að eiga sínar skoðanir enda sé Ísland eitt frjálsasta og mesta velmegunarríki heims. „Fólk hefur rétt til þess að mótmæla og skrifa undir undirskriftalista. Það verður að fara að skoðast sem hluti af eðlilegri framkvæmd lýðræðis á Íslandi að það séu ekki allir á einni og sömu skoðuninni. Þó að nokkur þúsund manns skrifi undir lista eða jafnvel tíu sinnum fleiri en það kjósi einhvern annan flokk, þá er það bara þannig,“ segir Bjarni. Hlustar á gagnrýnisraddirnar Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið flest atkvæði í síðustu kosningum og að hann hafi farið inn á þing með flest atkvæði allra þingmanna á baki sér. „Að sjálfsögðu er ég að hlusta og ég fylgist með því sem er að gerast í samfélaginu. En ef maður eyðir allri sinni orku í að elta uppi síðustu röddina sem er manni ósammála, þá gerir maður ekkert annað,“ segir Bjarni. Hann ætlar að nota sína orku til að tryggja það sem býr í hans hjarta og það sem hann hefur lofað kjósendum flokksins.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira