„Fyrst og fremst bara ljúft“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. apríl 2024 12:05 Katrín Jakobsdóttir kvaddi forsætisráðuneytis í morgun og stígur nú inn í kosningabaráttu. vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin. Dagurinn hófst í forsætisráðuneytinu þar sem Katrín Jakobsdóttir afhenti Bjarna Benediktssyni lykla, eða í raun aðgangspassa, að ráðuneytinu sem hún hefur stýrt í sjö ár og óskaði honum velfarnaðar. Katrín sagðist full tilhlökkunar yfir nýjum kafla en hún stefnir að því að hefja söfnun meðmæla fyrir forsetaframboð klukkan eitt og þar með formlega kosningabaráttu. Hún sé að kveðja stjórnmálin fyrir fullt og allt. Er ekkert ljúfsárt að kveðja forsætisráðuneytið eftir allan þennan tíma? „Það er fyrst og fremst bara ljúft,“ sagði Katrín og bætti síðan við að það hafi verið forréttindi að gegna embætti forsætisráðherra. Mótmæli eðlilegur þáttur lýðræðis Bjarni sagðist spenntur fyrir komandi verkefnum en á sama tíma stendur yfir undir undirskriftasöfnun undir heitinu „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“ og hafa nú ríflega tíu þúsund manns skrifað þar undir á island.is. Hann segir þetta eðlilegan hluta þess að búa í lýðræði. Fólki sé frjálst að mótmæla en hann sæki stuðning sinn til kjósenda. „Og í síðustu kosningum gekk okkur mjög vel. Við vorum sá flokkur sem fékk flest atkvæði og ég fór inn á þing með flest atkvæði að baki mér. Það dugar mér vel til þess að vera í þeirri stöðu sem ég er í,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson er mættur til starfa í forsætisráðuneytinu á ný.vísir/vilhelm Næst tók Sigurður Ingi Jóhannsson við lyklum að fjármálaráðuneytinu þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kvaddi jafnframt eftir einungis um sex mánuða starf. Hún sagði það hafa verið ætlun sína að vera þar lengur og setja sitt mark á ráðuneytið. „Ég var með mjög skýra sýn á hvað ég ætlaði að gera, þannig að öllum væri það ljóst hvers konar nálgun væri hér í fjármála- og efnahagsráðunyetinu. En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan. Og ég er líka hluti af liði.“ Hún tók síðan sjálf aftur við lyklum að utanríkisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni og sagðist hafa notið sín vel þar. „Ég lagði mig mjög fram um að fólk gæti verið stolt af því hvernig mál eru unnin bæði hér innanlands og utan. Og þar eru málaflokkar sem ég leyfi mér að segja að hafi ekki verið eins mikilvægir í marga áratugi,“ sagði Þórdís. Sigurður Ingi tekur við aðgangspassa á forsætisráðuneytinu - merktum með mynd.vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir tók þá við í innviðaráðuneytinu og sagði að þar yrðu einhverjar áherslubreytingar. „Það segir sig sjálft. Mismunandi reynsla, mismunandi bakgrunnur, mismunandi sýn,“ sagði Svandís. „Mér finnst sjálfri mjög mikilvægt, eins og var raunar sagt í gær, að samgöngusáttmálinn sé í miklum forgrunni og að honum sé lokið. Þannig að það er borgarlínan? „Já, það er borgarlínan.“ Að lokum fékk Bjarkey Olsen lyklana að matvælaráðuneytinu en hún kemur ný inn í ríkisstjórn. Fyrsta verk sé að setja sig inn í málin. „Ég tel mig hafa reynslu og þekkingu til að takast á við þetta verkefni og hlakka óskaplega mikið til,“ sagði Bjarkey. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Dagurinn hófst í forsætisráðuneytinu þar sem Katrín Jakobsdóttir afhenti Bjarna Benediktssyni lykla, eða í raun aðgangspassa, að ráðuneytinu sem hún hefur stýrt í sjö ár og óskaði honum velfarnaðar. Katrín sagðist full tilhlökkunar yfir nýjum kafla en hún stefnir að því að hefja söfnun meðmæla fyrir forsetaframboð klukkan eitt og þar með formlega kosningabaráttu. Hún sé að kveðja stjórnmálin fyrir fullt og allt. Er ekkert ljúfsárt að kveðja forsætisráðuneytið eftir allan þennan tíma? „Það er fyrst og fremst bara ljúft,“ sagði Katrín og bætti síðan við að það hafi verið forréttindi að gegna embætti forsætisráðherra. Mótmæli eðlilegur þáttur lýðræðis Bjarni sagðist spenntur fyrir komandi verkefnum en á sama tíma stendur yfir undir undirskriftasöfnun undir heitinu „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“ og hafa nú ríflega tíu þúsund manns skrifað þar undir á island.is. Hann segir þetta eðlilegan hluta þess að búa í lýðræði. Fólki sé frjálst að mótmæla en hann sæki stuðning sinn til kjósenda. „Og í síðustu kosningum gekk okkur mjög vel. Við vorum sá flokkur sem fékk flest atkvæði og ég fór inn á þing með flest atkvæði að baki mér. Það dugar mér vel til þess að vera í þeirri stöðu sem ég er í,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson er mættur til starfa í forsætisráðuneytinu á ný.vísir/vilhelm Næst tók Sigurður Ingi Jóhannsson við lyklum að fjármálaráðuneytinu þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kvaddi jafnframt eftir einungis um sex mánuða starf. Hún sagði það hafa verið ætlun sína að vera þar lengur og setja sitt mark á ráðuneytið. „Ég var með mjög skýra sýn á hvað ég ætlaði að gera, þannig að öllum væri það ljóst hvers konar nálgun væri hér í fjármála- og efnahagsráðunyetinu. En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan. Og ég er líka hluti af liði.“ Hún tók síðan sjálf aftur við lyklum að utanríkisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni og sagðist hafa notið sín vel þar. „Ég lagði mig mjög fram um að fólk gæti verið stolt af því hvernig mál eru unnin bæði hér innanlands og utan. Og þar eru málaflokkar sem ég leyfi mér að segja að hafi ekki verið eins mikilvægir í marga áratugi,“ sagði Þórdís. Sigurður Ingi tekur við aðgangspassa á forsætisráðuneytinu - merktum með mynd.vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir tók þá við í innviðaráðuneytinu og sagði að þar yrðu einhverjar áherslubreytingar. „Það segir sig sjálft. Mismunandi reynsla, mismunandi bakgrunnur, mismunandi sýn,“ sagði Svandís. „Mér finnst sjálfri mjög mikilvægt, eins og var raunar sagt í gær, að samgöngusáttmálinn sé í miklum forgrunni og að honum sé lokið. Þannig að það er borgarlínan? „Já, það er borgarlínan.“ Að lokum fékk Bjarkey Olsen lyklana að matvælaráðuneytinu en hún kemur ný inn í ríkisstjórn. Fyrsta verk sé að setja sig inn í málin. „Ég tel mig hafa reynslu og þekkingu til að takast á við þetta verkefni og hlakka óskaplega mikið til,“ sagði Bjarkey.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira