Skýrsla eftir tap í Aachen: Svei þér Hendrich! Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 21:32 Diljá Ýr Zomers í baráttunni fyrir íslenska liðið í leik kvöldsins Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti sætta sig við 3-1 tap gegn Þýskalandi á útivelli í undankeppni EM 2025 í kvöld. Aðstæðurnar í Aachen í kvöld voru á þann veg að maður taldi góðar líkur á góðum úrslitum fyrir Ísland. Veðurfarslega voru aðstæður frábærar og inn á leikvanginum var stemningin meðal þýskra áhorfenda á þá leið að hún getur ekki hafa valdið sviðsskrekk hjá okkar konum. Samt sem áður, þrátt fyrir allt þetta, byrjað leikurinn á versta veg fyrir okkar konur. Lea Schuller, liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen var ein á auðum sjó innan vítateigs Íslands og var boðið upp á frítt færi til þess að koma Þýskalandi yfir. Hún þakkaði pent fyrir það færi og gerði akkúrat það. Atburðarás þvert á það sem maður hafði heyrt frá íslensku leikmönnunum í aðdraganda leiksins um það sem ætti að gerast. Var allt að fara stefna á versta veg? Í staðinn fyrir að láta þessar miður góðu vendingar slá sig út af laginu, spyrntu stelpurnar okkar sér frá botninum. Ógnin sem felst í löngu innköstum Sveindísar Jane. Sú ógn er raunveruleg dömur mínar og herrar. Það í bland við styrk Glódísar Perlu innan teigs til þess að fleyta boltanum áfram lengra inn á hættusvæði. Eitthvað var að lokum undan að láta. Íslenska liðið fékk tvö dauðafæri til þess að jafna leikinn. Fyrst Ingibjörg Sigurðar svo Hildur Antons en inn vildi boltinn ekki. Er þetta einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp? Nei sagði Hlín Eiríksdóttir sem var eina breytingin á liði Íslands milli leikja hjá Þorsteini landsliðsþjálfara. Hlín hafði verið ógnandi eftir mark Þýskalands og áræðni hennar skilaði sér í jöfnunarmarki Íslands. Loksins! Skömmu eftir íslenska markið urðum við þó fyrir áfalli. Kathrin Hendrich, liðsfélagi Sveindísar Jane, fór í glórulausa tæklingu. Viljandi tæklingu því Sveindís var á leið í afar ákjósanlega stöðu einn á einn! Sveindís féll við og útlitið var strax slæmt. Hún hélt um öxl sína, gerði tilraun til þess að halda leik áfram en sársaukinn var það mikill að hún þurfti að víkja af velli og fór beinustu leið upp á sjúkrahús í myndatöku. Svei þér Hendrich. Maður myndi vilja vera fluga á vegg þegar hún snýr aftur til síns félagsliðs. Forráðamenn Wolfsburg væntanlega ekki ánægðir með framgöngu Hendrich og mætti líkja þessu við að kýla sjálfan sig af fullum þunga í andlitið. Þjóðverjarnir gengu á lagið eftir brotthvarf Sveindísar því skiljanlega hafði það sín áhrif á leikskipulag og sóknarupplegg Íslands. Þýska liðið kom sér aftur yfir. Aftur var það Lea Schuller sem skoraði. Sóknarþungi Þjóðverja var gífurlegur og á versta mögulega tímanum, nokkrum sekúndum fyrir lok fyrri hálfleiks, bætti Lena Oberdorf við þriðja marki liðsins. Úr því sem komið var náði íslenska liðið að halda sjó í seinni hálfleik án þess að skaðinn yrði meiri. Lokatölur 3-1 sigur Þjóðverja sem tylla sér á topp riðilsins. Fyrsti landsleikjaglugginn í undankeppninni endar með einum sigri og einu tapi fyrir Ísland og er liðið með jafnmörg stig og Austurríki í öðru og þriðja sæti. Framundan, í næsta verkefni, eru tveir leikir gegn Austurríki. Leikir sem óhætt er að kalla úrslitaleiki því fjögur til sex stig úr þeim leikjum gætu gert gæfumuninn og jafnvel tryggt EM sæti. Heilt yfir má finna marga jákvæða punkta í leik Íslands í nýafstöðnu verkefni. Nú er að þjappa sér saman og koma af krafti inn í næstu leiki. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Samt sem áður, þrátt fyrir allt þetta, byrjað leikurinn á versta veg fyrir okkar konur. Lea Schuller, liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen var ein á auðum sjó innan vítateigs Íslands og var boðið upp á frítt færi til þess að koma Þýskalandi yfir. Hún þakkaði pent fyrir það færi og gerði akkúrat það. Atburðarás þvert á það sem maður hafði heyrt frá íslensku leikmönnunum í aðdraganda leiksins um það sem ætti að gerast. Var allt að fara stefna á versta veg? Í staðinn fyrir að láta þessar miður góðu vendingar slá sig út af laginu, spyrntu stelpurnar okkar sér frá botninum. Ógnin sem felst í löngu innköstum Sveindísar Jane. Sú ógn er raunveruleg dömur mínar og herrar. Það í bland við styrk Glódísar Perlu innan teigs til þess að fleyta boltanum áfram lengra inn á hættusvæði. Eitthvað var að lokum undan að láta. Íslenska liðið fékk tvö dauðafæri til þess að jafna leikinn. Fyrst Ingibjörg Sigurðar svo Hildur Antons en inn vildi boltinn ekki. Er þetta einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp? Nei sagði Hlín Eiríksdóttir sem var eina breytingin á liði Íslands milli leikja hjá Þorsteini landsliðsþjálfara. Hlín hafði verið ógnandi eftir mark Þýskalands og áræðni hennar skilaði sér í jöfnunarmarki Íslands. Loksins! Skömmu eftir íslenska markið urðum við þó fyrir áfalli. Kathrin Hendrich, liðsfélagi Sveindísar Jane, fór í glórulausa tæklingu. Viljandi tæklingu því Sveindís var á leið í afar ákjósanlega stöðu einn á einn! Sveindís féll við og útlitið var strax slæmt. Hún hélt um öxl sína, gerði tilraun til þess að halda leik áfram en sársaukinn var það mikill að hún þurfti að víkja af velli og fór beinustu leið upp á sjúkrahús í myndatöku. Svei þér Hendrich. Maður myndi vilja vera fluga á vegg þegar hún snýr aftur til síns félagsliðs. Forráðamenn Wolfsburg væntanlega ekki ánægðir með framgöngu Hendrich og mætti líkja þessu við að kýla sjálfan sig af fullum þunga í andlitið. Þjóðverjarnir gengu á lagið eftir brotthvarf Sveindísar því skiljanlega hafði það sín áhrif á leikskipulag og sóknarupplegg Íslands. Þýska liðið kom sér aftur yfir. Aftur var það Lea Schuller sem skoraði. Sóknarþungi Þjóðverja var gífurlegur og á versta mögulega tímanum, nokkrum sekúndum fyrir lok fyrri hálfleiks, bætti Lena Oberdorf við þriðja marki liðsins. Úr því sem komið var náði íslenska liðið að halda sjó í seinni hálfleik án þess að skaðinn yrði meiri. Lokatölur 3-1 sigur Þjóðverja sem tylla sér á topp riðilsins. Fyrsti landsleikjaglugginn í undankeppninni endar með einum sigri og einu tapi fyrir Ísland og er liðið með jafnmörg stig og Austurríki í öðru og þriðja sæti. Framundan, í næsta verkefni, eru tveir leikir gegn Austurríki. Leikir sem óhætt er að kalla úrslitaleiki því fjögur til sex stig úr þeim leikjum gætu gert gæfumuninn og jafnvel tryggt EM sæti. Heilt yfir má finna marga jákvæða punkta í leik Íslands í nýafstöðnu verkefni. Nú er að þjappa sér saman og koma af krafti inn í næstu leiki.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira