„Mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 20:33 Glódís Perla var til viðtals eftir 3-1 tap Íslands í Þýskalandi gegn heimakonum í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2025 Vísir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta upplifir blendnar tilfinningar í kjölfar 3-1 taps gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld. Liðin mættust á Tivoli leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands þar sem að Þjóðverjar komust strax yfir á upphafsmínútum leiksins. Íslenska liðið vann sig til baka en varð svo fyrir áfalli er Sveindís Jane, sem hafði verið með bestu leikmönnum vallarins var tekin úr leik eftir harkalegt brot. „Blendnar tilfinningar. Mér fannst við á köflum vera góðar. Leikplanið í byrjun leiks var gott, mér fannst það vera að ganga upp. Auðvitað lendum við í smá mótlæti þegar að Sveindís meiðist og þarf að fara út af. Það riðlar planinu okkar. Fáum inn öðruvísi leikmann og náum ekki að ógna þeim eins mikið bakvið línu líkt og við vorum að gera í byrjun leiks. Þá voru mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld. Það er erfitt að halda hreinu á móti Þýskalandi en maður vill að þær þurfi að hafa meira fyrir því að skora mörkin heldur en mörkin sem þær skora í fyrri hálfleik. Samt sem áður finnst mér liðið gefa allt í þennan leik. Vinnuframlag frá öllum upp á tíu.“ Hvernig horfir brotið á Sveindísi við þér? „Ég hef ekki séð þetta aftur en bara frekar ljótt brot held ég. Það þarf alveg mikið átak til þess að toga einhvern úr lið. Við vitum svo sem ekki alveg hvað gerðist en það þarf mikið til. Og þetta var viljandi. Mér finnst þetta bara ógeðslega ljótt brot." Austurríki, sem einnig er í riðli með Íslandi, vann sinn leik gegn Póllandi í kvöld og því eru Ísland og Austurríki jöfn að stigum eftir fyrstu tvær umferðir undankeppninnar með þrjú stig. Liðin mætast tvívegis í næsta landsleikjaglugga. Tveir úrslitaleikir framundan sem munu segja mikið um möguleika Íslands á EM sæti. „Þetta verða hörkuleikir. Austurríki er með gott lið. Þær skoruðu tvö mörk á móti Þýskalandi og voru nálægt því að vinna leikinn. Áttu víst ekki að fá á sig þetta víti sem kláraði leikinn fyrir Þýskaland. Þetta verður hörku verkefni. Tveir úrslitaleikir. Við byrjum á útivelli og skiptir því miklu máli að ná í úrslit þar. Svo tökum við bara leik fyrir leik.“ Viðtalið við Glódísi Perlu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Liðin mættust á Tivoli leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands þar sem að Þjóðverjar komust strax yfir á upphafsmínútum leiksins. Íslenska liðið vann sig til baka en varð svo fyrir áfalli er Sveindís Jane, sem hafði verið með bestu leikmönnum vallarins var tekin úr leik eftir harkalegt brot. „Blendnar tilfinningar. Mér fannst við á köflum vera góðar. Leikplanið í byrjun leiks var gott, mér fannst það vera að ganga upp. Auðvitað lendum við í smá mótlæti þegar að Sveindís meiðist og þarf að fara út af. Það riðlar planinu okkar. Fáum inn öðruvísi leikmann og náum ekki að ógna þeim eins mikið bakvið línu líkt og við vorum að gera í byrjun leiks. Þá voru mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld. Það er erfitt að halda hreinu á móti Þýskalandi en maður vill að þær þurfi að hafa meira fyrir því að skora mörkin heldur en mörkin sem þær skora í fyrri hálfleik. Samt sem áður finnst mér liðið gefa allt í þennan leik. Vinnuframlag frá öllum upp á tíu.“ Hvernig horfir brotið á Sveindísi við þér? „Ég hef ekki séð þetta aftur en bara frekar ljótt brot held ég. Það þarf alveg mikið átak til þess að toga einhvern úr lið. Við vitum svo sem ekki alveg hvað gerðist en það þarf mikið til. Og þetta var viljandi. Mér finnst þetta bara ógeðslega ljótt brot." Austurríki, sem einnig er í riðli með Íslandi, vann sinn leik gegn Póllandi í kvöld og því eru Ísland og Austurríki jöfn að stigum eftir fyrstu tvær umferðir undankeppninnar með þrjú stig. Liðin mætast tvívegis í næsta landsleikjaglugga. Tveir úrslitaleikir framundan sem munu segja mikið um möguleika Íslands á EM sæti. „Þetta verða hörkuleikir. Austurríki er með gott lið. Þær skoruðu tvö mörk á móti Þýskalandi og voru nálægt því að vinna leikinn. Áttu víst ekki að fá á sig þetta víti sem kláraði leikinn fyrir Þýskaland. Þetta verður hörku verkefni. Tveir úrslitaleikir. Við byrjum á útivelli og skiptir því miklu máli að ná í úrslit þar. Svo tökum við bara leik fyrir leik.“ Viðtalið við Glódísi Perlu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira