Aðgerðaleysi í loftslagsmálum talið mannréttindabrot Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 10:17 Svissneskir og portúgalskir stefnendur í sal Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg í morgun. AP/Jean-Francois Badias Mannréttindadómstóll Evrópu telur að svissnesk stjórnvöld hafi brotið mannréttindi eldri kvenna með aðgerðaleysi sínu í loftslagsmálum. Tveimur öðrum áþekkum málum var aftur á móti vísað frá dómi. Dómurinn í máli um tvö þúsund svissneskra kvenna á áttræðisaldri gegn ríkisstjórn þeirra markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem alþjóðadómstóll dæmir í máli sem tengist hnattrænni hlýnun. Á sama tíma vísaði dómstóllinn frá máli fransks bæjarstjóra strandbæjar og hóps portúgalskra ungmenna sem kröfðu stjórnvöld í Frakklandi annars vegar og 32 Evrópuríki hins vegar um harðari loftslagsaðgerðir. Þau vonuðust til þess að Mannréttindadómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að landsstjórnir hefðu lagalega skyldu til þess að halda hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Konurnar sem unnu sitt mál sökuðu svissnesk stjórnvöld um að brjóta á mannréttindum sínum með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Rök þeirra voru meðal annars þau að þær væru í aukinni hættu á að láta lífið í hitabylgjum vegna aldurs síns og kyns. Þær gætu ekki farið út úr húsi þegar slíkar hitabylgjur geisa. Lögmenn svissneskra stjórnvalda báru fyrir sig að Sviss gæti ekki leyst loftlagsvandann upp á eigin spýtur. „Sumar okkar eru bara þannig gerðar. Við erum ekki gerðar til þess að sitja í ruggustól að prjóna,“ sagði Elisabeth Smart, ein svissnesku kvennanna sem höfðuðu málið, um hvernig þær héldu málarekstrinum gangandi í níu ár við breska ríkisútvarpið BBC. Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg var á meðal þeirra sem söfnuðust saman við dómshúsið í Strasbourg áður en dómurinn var kveðinn upp.AP/Jean-Francois Badias Réttur á vernd gegn áhrifum loftslagsbreytinga Siofra O'Leary, forseti Mannréttindadómstólsins, féllst á að svissnesk stjórnvöld hefðu brotið á konunum með því að setja sér ekki nægilega kröftuga stefnu í loftslagsmálum. Þá hefðu þau ekki náð eigin markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Töldu dómararnir sautján að áttunda grein Mannréttindasáttmála Evrópu fæli í sér rétt til þess að fólk njóti verndar stjórnvalda gegn skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf þess, velferð og lífsgæði. Ekki er hægt að áfrýja niðurstöðunni og hún gæti þvingað ríkisstjórnir til þess að draga meira úr losun gróðurhúsalofttegunda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég vonaði virkilega að við ynnum gegn öllum löndunum þannig að ég er augljóslega vonsvikin að það gerðist ekki. En það mikilvægasta er að dómstóllinn segir í máli svissnesku kvennanna að ríkisstjórnir verði að draga frekar úr losun til að vernda mannréttindi. Þeirra sigur er því sigur fyrir okkur líka og sigur fyrir alla!“ sagði Sofia Oliveira, ein portúgölsku stefnendanna sex. Niðurstaðan er sögð geta haft áhrif á hvernig dómstólar taka afstöðu til sambærilegra mála í 46 ríkjum sem eiga aðild að Evrópuráðinu. „Þetta er vendipunktur,“ segir Corina Heri, sérfræðingur í loftslagsmálaferlum við Háskólann í Zurich, við AP-fréttastofuna. Niðurstaðan staðfesti í fyrsta skipti að ríki hafi skyldu til að vernda fólk fyrir loftslagsbreytingum. Líklegt sé að fleiri mál fylgi í kjölfarið. Fréttin verður uppfærð. Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Loftslagsmál Tengdar fréttir Verndar mannréttindasáttmáli Evrópu umhverfið? Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. 9. apríl 2024 08:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Dómurinn í máli um tvö þúsund svissneskra kvenna á áttræðisaldri gegn ríkisstjórn þeirra markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem alþjóðadómstóll dæmir í máli sem tengist hnattrænni hlýnun. Á sama tíma vísaði dómstóllinn frá máli fransks bæjarstjóra strandbæjar og hóps portúgalskra ungmenna sem kröfðu stjórnvöld í Frakklandi annars vegar og 32 Evrópuríki hins vegar um harðari loftslagsaðgerðir. Þau vonuðust til þess að Mannréttindadómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að landsstjórnir hefðu lagalega skyldu til þess að halda hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Konurnar sem unnu sitt mál sökuðu svissnesk stjórnvöld um að brjóta á mannréttindum sínum með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Rök þeirra voru meðal annars þau að þær væru í aukinni hættu á að láta lífið í hitabylgjum vegna aldurs síns og kyns. Þær gætu ekki farið út úr húsi þegar slíkar hitabylgjur geisa. Lögmenn svissneskra stjórnvalda báru fyrir sig að Sviss gæti ekki leyst loftlagsvandann upp á eigin spýtur. „Sumar okkar eru bara þannig gerðar. Við erum ekki gerðar til þess að sitja í ruggustól að prjóna,“ sagði Elisabeth Smart, ein svissnesku kvennanna sem höfðuðu málið, um hvernig þær héldu málarekstrinum gangandi í níu ár við breska ríkisútvarpið BBC. Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg var á meðal þeirra sem söfnuðust saman við dómshúsið í Strasbourg áður en dómurinn var kveðinn upp.AP/Jean-Francois Badias Réttur á vernd gegn áhrifum loftslagsbreytinga Siofra O'Leary, forseti Mannréttindadómstólsins, féllst á að svissnesk stjórnvöld hefðu brotið á konunum með því að setja sér ekki nægilega kröftuga stefnu í loftslagsmálum. Þá hefðu þau ekki náð eigin markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Töldu dómararnir sautján að áttunda grein Mannréttindasáttmála Evrópu fæli í sér rétt til þess að fólk njóti verndar stjórnvalda gegn skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf þess, velferð og lífsgæði. Ekki er hægt að áfrýja niðurstöðunni og hún gæti þvingað ríkisstjórnir til þess að draga meira úr losun gróðurhúsalofttegunda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég vonaði virkilega að við ynnum gegn öllum löndunum þannig að ég er augljóslega vonsvikin að það gerðist ekki. En það mikilvægasta er að dómstóllinn segir í máli svissnesku kvennanna að ríkisstjórnir verði að draga frekar úr losun til að vernda mannréttindi. Þeirra sigur er því sigur fyrir okkur líka og sigur fyrir alla!“ sagði Sofia Oliveira, ein portúgölsku stefnendanna sex. Niðurstaðan er sögð geta haft áhrif á hvernig dómstólar taka afstöðu til sambærilegra mála í 46 ríkjum sem eiga aðild að Evrópuráðinu. „Þetta er vendipunktur,“ segir Corina Heri, sérfræðingur í loftslagsmálaferlum við Háskólann í Zurich, við AP-fréttastofuna. Niðurstaðan staðfesti í fyrsta skipti að ríki hafi skyldu til að vernda fólk fyrir loftslagsbreytingum. Líklegt sé að fleiri mál fylgi í kjölfarið. Fréttin verður uppfærð.
Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Loftslagsmál Tengdar fréttir Verndar mannréttindasáttmáli Evrópu umhverfið? Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. 9. apríl 2024 08:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Verndar mannréttindasáttmáli Evrópu umhverfið? Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. 9. apríl 2024 08:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent