Hvað ef krakkinn manns er farinn að stunda kynlíf alltof ungur? Indíana Rós Ægisdóttir skrifar 9. apríl 2024 20:00 Indíana Rós er kynfræðingur og með M.Ed gráðu í Kynfræði frá Widener University auk þess að vera með BSc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Vísir Svar við spurningunni: Hvað gerir maður ef krakkinn manns er farinn að stunda kynlíf (að mínu mati) alltof ung/ur? Og hvernig metur maður það? Þessi spurning barst til mín frá 34 ára karlmanni og enn og aftur væri ég til í frekari upplýsingar. Til dæmis: hvað er krakkinn gamall? Ég væri svo sannarlega sammála mati hans að barnið væri alltof ungt til að stunda kynlíf með öðrum ef hann myndi segja að það væri 11 ára. En, ef krakkinn er 17 ára og þessum pabba finnst það of ungt, þá myndi ég þurfa að segja að það væri reyndar bara mjög algengt að fólk á þeim aldri væri farið að stunda kynlíf með öðrum. Þó alls ekki allir og enginn þrýstingur að þurfa vera byrjað/byrjuð/-aður á því þó viðkomandi sé orðinn 17 ára. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Mörgum foreldrum finnst erfitt að vita hvernig nálgast á umræðuna um kynlíf við barnið sitt.Vísir/Getty En vegna þess ég hef ekki þessi svör, ætla ég því að ræða bara hvað er eðlileg kynhegðun eftir aldri. Hvernig er það metið og hvernig á að bregðast við. Það er nefnilega svo magnað með þetta blessaða internet okkar að þar er fullt af gagnlegum upplýsingum að finna (og jú, líka minna gagnlegum, en það er ekki það sem þessi pistill er um). Eitt af þessum gagnlegum upplýsingum er verkfæri sem kallað er umferðarljós, og hér hef ég snarað listanum yfir kynhegðun snögglega yfir á íslensku fyrir þau sem eru ekki alveg jafn sleip í enskunni. Verkfæri sem kennt er við umferðarljós getur aðstoðað foreldra í þessum aðstæðum.Vísir/Getty En stiklað á stóru, þá má flokka alls konar kynhegðun í grænt, gult og rautt eins og þið sjáið dæmi um á myndinni hér að neðan. Þá þarf auðvitað líka að taka tillit til þátta þroska viðkomandi barns, þeirra sem áttu þátt í atvikinu og hvar atvikið átti sér stað þegar er verið að meta hvort hegðun sé eðlileg eður ei. Það sem er grænt, það er kynhegðun sem myndi vera talið eðlileg. Athugið að ekki er öll kynhegðun kynferðisleg. Til dæmis í 1.-4. bekk er ekki endilega kynferðislegt að vera forvitin um líkama annarra og börn eiga til að sýna hvort öðru kynfærin sín. Varðandi hegðun sem fellur innan þess græna þá viljum við samt veita fræðslu. Það þarf ekki vera klukkutíma fyrirlestur, heldur bara að taka spjallið. Til dæmis, ef barn var að sýna öðru barni kynfærin sín þá væri hægt að segja: „Vá, ég skil þig að vera mjög forvitin/n um líkama þinn og annara, eigum við að skoða einhverja bók um líkamann?“ Hegðun sem fellur undir það gula er hegðun sem lætur okkur vilja hugsa okkur tvisvar um. Við viljum alltaf grípa inn í með fræðslu þegar um er að ræða hegðun sem er undir þessu gula, en þarna myndum við líka ræða til dæmis við aðra foreldra, heyra í kennara, námsráðgjafa, eða skólahjúkrunarfræðingi og biðja þau um að fylgjast með líka og hafa augun opin. Þarna viljum við vera með smá meiri fræðslu heldur en í græna, en veita innig aukinn stuðning og eftirfylgd. Svo er það rauða svæðið. Þarna viljum við grípa strax inn í til að styðja við barnið, og þá mögulega þolendur ofbeldis ef hegðunin var á þann máta. Ef barn sýnir hegðun sem fellur þarna undir er hægt að hringja í lögregluna ef það á við, barnavernd í þínu sveitarfélagi til að fá ráð eða heyra í þjónustunni hjá Taktu skrefið. Taktu skrefið er úrræði fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða annara, og fyrir þau sem hafa beitt kynferðislegu ofbeldi. Þar starfa nokkrir sálfræðingar með sérþekkingu á þessu sviði sem geta veitt ráð. Hér getur þú hlustað á þátt við Jóhönnu sálfræðing hjá Taktu Skrefið. En ókei, aftur að 34 ára pabbanum: Ef þú metur hegðunina falla bara innan græna svæðisins með tilliti til aldurs, þá myndi ég huga að kynfræðslu og að efla traust til barnsins. Öll vitum við hversu vel það virkar að ætla banna einhverjum eitthvað! Það er líklegra til að leiða til þess að barnið leiti ekki til þín ef það gengur ekki jafn vel og það vildi, t.d óvænt þungun eða kynsjúkdómasmit. Hér er einmitt pistill með góðum ráðum til að byggja upp traust og hvernig er hægt væri að útbúa kynfræðsluna heima á góðan hátt. Ef þú metur hegðunina innan gula svæðisins og ef barnið er í grunnskóla hvet ég þig til að hafa samband við skólann, einnig gætir þú bókað einstaklingsbundna fræðslu hjá mér ef þú telur það vera gagnlegt fyrir stöðu ykkar. Ef hegðunin er innan rauða svæðisins þá hvet ég þig að sjálfsögðu til að grípa barnið strax með þeim úrræðum sem ég nefndi hér að ofan. Gangi ykkur vel! Kynlífið með Indíönu Rós Kynlíf Börn og uppeldi Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Þessi spurning barst til mín frá 34 ára karlmanni og enn og aftur væri ég til í frekari upplýsingar. Til dæmis: hvað er krakkinn gamall? Ég væri svo sannarlega sammála mati hans að barnið væri alltof ungt til að stunda kynlíf með öðrum ef hann myndi segja að það væri 11 ára. En, ef krakkinn er 17 ára og þessum pabba finnst það of ungt, þá myndi ég þurfa að segja að það væri reyndar bara mjög algengt að fólk á þeim aldri væri farið að stunda kynlíf með öðrum. Þó alls ekki allir og enginn þrýstingur að þurfa vera byrjað/byrjuð/-aður á því þó viðkomandi sé orðinn 17 ára. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Mörgum foreldrum finnst erfitt að vita hvernig nálgast á umræðuna um kynlíf við barnið sitt.Vísir/Getty En vegna þess ég hef ekki þessi svör, ætla ég því að ræða bara hvað er eðlileg kynhegðun eftir aldri. Hvernig er það metið og hvernig á að bregðast við. Það er nefnilega svo magnað með þetta blessaða internet okkar að þar er fullt af gagnlegum upplýsingum að finna (og jú, líka minna gagnlegum, en það er ekki það sem þessi pistill er um). Eitt af þessum gagnlegum upplýsingum er verkfæri sem kallað er umferðarljós, og hér hef ég snarað listanum yfir kynhegðun snögglega yfir á íslensku fyrir þau sem eru ekki alveg jafn sleip í enskunni. Verkfæri sem kennt er við umferðarljós getur aðstoðað foreldra í þessum aðstæðum.Vísir/Getty En stiklað á stóru, þá má flokka alls konar kynhegðun í grænt, gult og rautt eins og þið sjáið dæmi um á myndinni hér að neðan. Þá þarf auðvitað líka að taka tillit til þátta þroska viðkomandi barns, þeirra sem áttu þátt í atvikinu og hvar atvikið átti sér stað þegar er verið að meta hvort hegðun sé eðlileg eður ei. Það sem er grænt, það er kynhegðun sem myndi vera talið eðlileg. Athugið að ekki er öll kynhegðun kynferðisleg. Til dæmis í 1.-4. bekk er ekki endilega kynferðislegt að vera forvitin um líkama annarra og börn eiga til að sýna hvort öðru kynfærin sín. Varðandi hegðun sem fellur innan þess græna þá viljum við samt veita fræðslu. Það þarf ekki vera klukkutíma fyrirlestur, heldur bara að taka spjallið. Til dæmis, ef barn var að sýna öðru barni kynfærin sín þá væri hægt að segja: „Vá, ég skil þig að vera mjög forvitin/n um líkama þinn og annara, eigum við að skoða einhverja bók um líkamann?“ Hegðun sem fellur undir það gula er hegðun sem lætur okkur vilja hugsa okkur tvisvar um. Við viljum alltaf grípa inn í með fræðslu þegar um er að ræða hegðun sem er undir þessu gula, en þarna myndum við líka ræða til dæmis við aðra foreldra, heyra í kennara, námsráðgjafa, eða skólahjúkrunarfræðingi og biðja þau um að fylgjast með líka og hafa augun opin. Þarna viljum við vera með smá meiri fræðslu heldur en í græna, en veita innig aukinn stuðning og eftirfylgd. Svo er það rauða svæðið. Þarna viljum við grípa strax inn í til að styðja við barnið, og þá mögulega þolendur ofbeldis ef hegðunin var á þann máta. Ef barn sýnir hegðun sem fellur þarna undir er hægt að hringja í lögregluna ef það á við, barnavernd í þínu sveitarfélagi til að fá ráð eða heyra í þjónustunni hjá Taktu skrefið. Taktu skrefið er úrræði fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða annara, og fyrir þau sem hafa beitt kynferðislegu ofbeldi. Þar starfa nokkrir sálfræðingar með sérþekkingu á þessu sviði sem geta veitt ráð. Hér getur þú hlustað á þátt við Jóhönnu sálfræðing hjá Taktu Skrefið. En ókei, aftur að 34 ára pabbanum: Ef þú metur hegðunina falla bara innan græna svæðisins með tilliti til aldurs, þá myndi ég huga að kynfræðslu og að efla traust til barnsins. Öll vitum við hversu vel það virkar að ætla banna einhverjum eitthvað! Það er líklegra til að leiða til þess að barnið leiti ekki til þín ef það gengur ekki jafn vel og það vildi, t.d óvænt þungun eða kynsjúkdómasmit. Hér er einmitt pistill með góðum ráðum til að byggja upp traust og hvernig er hægt væri að útbúa kynfræðsluna heima á góðan hátt. Ef þú metur hegðunina innan gula svæðisins og ef barnið er í grunnskóla hvet ég þig til að hafa samband við skólann, einnig gætir þú bókað einstaklingsbundna fræðslu hjá mér ef þú telur það vera gagnlegt fyrir stöðu ykkar. Ef hegðunin er innan rauða svæðisins þá hvet ég þig að sjálfsögðu til að grípa barnið strax með þeim úrræðum sem ég nefndi hér að ofan. Gangi ykkur vel!
Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Indíönu Rós Kynlíf Börn og uppeldi Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira