„Held ég muni aldrei gleyma þessum leik“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 10:00 Glódís Perla í leik með Íslandi Vísir/Getty Einn leikur gegn Þýskalandi, frá árinu 2017, lifir fersku minni í huga íslenska landsliðsfyrirliðans í fótbolta Glódísi Perlu Viggósdóttur. Sögulegur leikur í stóra samhenginu. Í kvöld mun íslenska landsliðið í fótbolta reyna sækja úrslit á útivelli gegn sterku liði Þýskalands. Liðin mætast á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM kvenna 2025. Liðin eru bæði ósigruð í riðlakeppninni eftir sigur í fyrsta leik en ljóst er að við ramman reip verður að draga í kvöld. Þýskaland með eitt af betri liðum Evrópu og þá er árangur Íslands í leikjum gegn Þýskalandi í sögulegu samhengi ekki upp á marga fiska. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Ef vefsíða KSÍ er skoðuð er fljótt hægt að sjá að innbyrðis viðureignir Íslands og Þýskalands í kvennaboltanum eru átján talsins. Markatalan í þeim leikjum er 66-6 Þýskalandi í vil og sigurleikur Íslands aðeins einn af þessu átján. Sá leikur fór fram á BRITA-leikvanginum í Þýskalandi þann 20.október 2017 í undankeppni fyrir HM 2019. Lið Íslands var þá þjálfað af Frey Alexanderssyni og eru aðeins þrír af þáverandi leikmönnum liðsins í núverandi landsliðshópi. Ein þeirra er landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sem mun leiða lið Íslands inn á völlinn á Tivoli leikvanginum í kvöld þegar að Ísland og Þýskaland mætast í nítjánda sinn. Klippa: Leikur sem Glódís mun aldrei gleyma „Ég held að ég muni aldrei gleyma þessum leik,“ segir Glódís í samtali við Vísi aðspurð hvort hún muni eftir umræddum leik árið 2017 gegn Þýskalandi. „Þetta var ótrúlega góður dagur. Við mættum í þann leik gríðarlega vel undirbúnar, með hrikalega gott leikplan. Kannski ekki það sem búist er við af þjóðinni í dag. Það er mikið talað um að við eigum að spila flottan fótbolta, vera mikið með boltann og allt það. „Við vinnum þennan umrædda leik á því að pakka í vörn. Eyða tuttugu mínútum í löng innköst og beita skyndisóknum. Það eru ýmsar leiðir til þess að nálgast leiki. Þennan leik nálguðumst við á gríðarlega góðan hátt og náðum að sigra. Við nýttum færin okkar ótrúlega vel og það er held ég það sem var lykillinn að þessum sigri. Við þurfum að gera það sama núna á móti Þjóðverjum ef við ætlum okkur að vinna þennan leik.“ Liðið þarf að vera tilbúið til þess að þjást til þess að ná í góð úrslit? „Já. Þessi leikur mun krefjast mikillar vinnu. Mér fannst við sína það í fyrsta leik á móti Pólverjunum að við erum klárar í það. Það verður alveg jafn mikilvægt núna á móti Þjóðverjunum, ef ekki mikilvægara, að vinna einvígin inn á vellinum. Vinna fyrir hvor aðra. Því við viljum búa til yfirtölu í varnarleiknum líka.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Í kvöld mun íslenska landsliðið í fótbolta reyna sækja úrslit á útivelli gegn sterku liði Þýskalands. Liðin mætast á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM kvenna 2025. Liðin eru bæði ósigruð í riðlakeppninni eftir sigur í fyrsta leik en ljóst er að við ramman reip verður að draga í kvöld. Þýskaland með eitt af betri liðum Evrópu og þá er árangur Íslands í leikjum gegn Þýskalandi í sögulegu samhengi ekki upp á marga fiska. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Ef vefsíða KSÍ er skoðuð er fljótt hægt að sjá að innbyrðis viðureignir Íslands og Þýskalands í kvennaboltanum eru átján talsins. Markatalan í þeim leikjum er 66-6 Þýskalandi í vil og sigurleikur Íslands aðeins einn af þessu átján. Sá leikur fór fram á BRITA-leikvanginum í Þýskalandi þann 20.október 2017 í undankeppni fyrir HM 2019. Lið Íslands var þá þjálfað af Frey Alexanderssyni og eru aðeins þrír af þáverandi leikmönnum liðsins í núverandi landsliðshópi. Ein þeirra er landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sem mun leiða lið Íslands inn á völlinn á Tivoli leikvanginum í kvöld þegar að Ísland og Þýskaland mætast í nítjánda sinn. Klippa: Leikur sem Glódís mun aldrei gleyma „Ég held að ég muni aldrei gleyma þessum leik,“ segir Glódís í samtali við Vísi aðspurð hvort hún muni eftir umræddum leik árið 2017 gegn Þýskalandi. „Þetta var ótrúlega góður dagur. Við mættum í þann leik gríðarlega vel undirbúnar, með hrikalega gott leikplan. Kannski ekki það sem búist er við af þjóðinni í dag. Það er mikið talað um að við eigum að spila flottan fótbolta, vera mikið með boltann og allt það. „Við vinnum þennan umrædda leik á því að pakka í vörn. Eyða tuttugu mínútum í löng innköst og beita skyndisóknum. Það eru ýmsar leiðir til þess að nálgast leiki. Þennan leik nálguðumst við á gríðarlega góðan hátt og náðum að sigra. Við nýttum færin okkar ótrúlega vel og það er held ég það sem var lykillinn að þessum sigri. Við þurfum að gera það sama núna á móti Þjóðverjum ef við ætlum okkur að vinna þennan leik.“ Liðið þarf að vera tilbúið til þess að þjást til þess að ná í góð úrslit? „Já. Þessi leikur mun krefjast mikillar vinnu. Mér fannst við sína það í fyrsta leik á móti Pólverjunum að við erum klárar í það. Það verður alveg jafn mikilvægt núna á móti Þjóðverjunum, ef ekki mikilvægara, að vinna einvígin inn á vellinum. Vinna fyrir hvor aðra. Því við viljum búa til yfirtölu í varnarleiknum líka.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira