Krefur ríkið um 225 milljónir króna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 20:06 Styrmir Þór Bragason starfar nú sem framkvæmdastjóri Vals. Valur Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur í Exeter-málinu svokallaða en dómnum var snúið við í Hæstarétti Íslands árið 2013. Hann krefst nú að ríkið greiði honum 225 milljónir króna í fjártjóns- og miskabætur fyrir að hafa misst hæfi til að gegna forstjórastöðu sinni ásamt því að sæta eins árs fangelsisvist. Gísli Guðni Hall, lögmaður Styrmis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir málið enn vera á gagnaöflunarstigi en að fyrirtaka verði á miðvikudaginn. Ekki sé búið að ákveða hvenær málflutningur fari fram. „Það er enginn ágreiningur um skaðabótaskylduna. Hún er viðurkennd af ríkinu. Ríkið hefur ekki sett fram neina fjárhæð þannig þetta er spurning um fjárhæð bóta,“ segir Guðni og segist telja líklegt að málið verði flutt einhvern tímann fyrir lok árs. „Tjónið er augljóslega verulegt þar sem sakfellingin leiddi til þess að hann missti hæfið til að gegna starfinu sem hann gegndi. Ekki bara það, hann sat inni líka. Þetta er bara mjög stórt skaðabótamál,“ bætir hann við. Umboðssvik ómöguleg án umboðs Málið má rekja aftur til október 2008 í miðju hruninu. Sparisjóðurinn Byr lánaði Exeter Holdings ehf. 800 milljón krónur til að Exeter gæti keypt hlutabréf í Byr af Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs og Ragnari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Bréfin vildu mennirnir losa sig við þar sem þeim var ljóst að þau væru í raun verðlaus. Styrmir Þór Bragason var ákærður fyrir hlutdeild í málinu og var sakaður um að hafa tekið þátt í skipulagningu lánveitinganna. Hann var á þeim tíma forstjóri MP banka sem hafði lánað fé til hlutabréfakaupanna. Ragnar og Jón Þorsteinn voru báðir dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Þeir voru sagðir ekki hafa gætt að hagsmunum bankans við lánveitinguna. MP banki lánaði félaginu 800 milljónir svo það gæti keypt bréf í Byr. Styrmir var sýknaður í héraðsdómi á þeim forsendum að hann gæti ekki framið umboðssvik þar sem hann hefði ekki gegnt stöðu innan Byrs. Málinu vísað frá fyrir slysni Árið 2013 sneri Hæstiréttur dómnum við og var hann dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Styrmir var þá forstjóri Straums-Burðarás, nú hluti af Kviku banka. Fjártjónsbótakrafan byggir á forstjóralaununum sem hann varð af vegna sakfellingarinnar. Árið 2019 tók Mannréttindadómstóll Evrópu málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Styrmir óskaði þá eftir endurupptöku á málinu og féllst endurupptökudómur á ósk hans árið 2021. Fyrir mistök var málinu vísað frá árið 2022 þar sem málið var sent beint til Hæstaréttar en ekki Landsréttar. Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 17. júlí 2019 08:40 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Gísli Guðni Hall, lögmaður Styrmis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir málið enn vera á gagnaöflunarstigi en að fyrirtaka verði á miðvikudaginn. Ekki sé búið að ákveða hvenær málflutningur fari fram. „Það er enginn ágreiningur um skaðabótaskylduna. Hún er viðurkennd af ríkinu. Ríkið hefur ekki sett fram neina fjárhæð þannig þetta er spurning um fjárhæð bóta,“ segir Guðni og segist telja líklegt að málið verði flutt einhvern tímann fyrir lok árs. „Tjónið er augljóslega verulegt þar sem sakfellingin leiddi til þess að hann missti hæfið til að gegna starfinu sem hann gegndi. Ekki bara það, hann sat inni líka. Þetta er bara mjög stórt skaðabótamál,“ bætir hann við. Umboðssvik ómöguleg án umboðs Málið má rekja aftur til október 2008 í miðju hruninu. Sparisjóðurinn Byr lánaði Exeter Holdings ehf. 800 milljón krónur til að Exeter gæti keypt hlutabréf í Byr af Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs og Ragnari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Bréfin vildu mennirnir losa sig við þar sem þeim var ljóst að þau væru í raun verðlaus. Styrmir Þór Bragason var ákærður fyrir hlutdeild í málinu og var sakaður um að hafa tekið þátt í skipulagningu lánveitinganna. Hann var á þeim tíma forstjóri MP banka sem hafði lánað fé til hlutabréfakaupanna. Ragnar og Jón Þorsteinn voru báðir dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Þeir voru sagðir ekki hafa gætt að hagsmunum bankans við lánveitinguna. MP banki lánaði félaginu 800 milljónir svo það gæti keypt bréf í Byr. Styrmir var sýknaður í héraðsdómi á þeim forsendum að hann gæti ekki framið umboðssvik þar sem hann hefði ekki gegnt stöðu innan Byrs. Málinu vísað frá fyrir slysni Árið 2013 sneri Hæstiréttur dómnum við og var hann dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Styrmir var þá forstjóri Straums-Burðarás, nú hluti af Kviku banka. Fjártjónsbótakrafan byggir á forstjóralaununum sem hann varð af vegna sakfellingarinnar. Árið 2019 tók Mannréttindadómstóll Evrópu málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Styrmir óskaði þá eftir endurupptöku á málinu og féllst endurupptökudómur á ósk hans árið 2021. Fyrir mistök var málinu vísað frá árið 2022 þar sem málið var sent beint til Hæstaréttar en ekki Landsréttar.
Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 17. júlí 2019 08:40 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 17. júlí 2019 08:40