Hvetur fólk til að finna sólmyrkvagleraugun og kíkja út í kvöld Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. apríl 2024 13:00 Deildarmyrkvi verður þegar tunglið hylur sólina að hluta til. Vísir/baldur Ef veður leyfir mun deildarmyrkvi á sólu sjást frá öllu landinu í kvöld. Almyrkvi verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sem er töluvert sjónarspil. „Deildarmyrkvi verður þegar tunglið hylur sólina að hluta til og í kvöld um klukkan 19:30 getur fólk séð hvernig tunglið hylur um 40 prósent sólarinnar frá Íslandi séð. Þannig það eina sem fólk þarf að gera er að horfa nokkurn veginn í vesturátt og vera með viðeigandi hlífðarbúnað, eitthvað sem deyfir birtu sólarinnar nægjanlega eins og t.d. sólmyrkvagleraugu sem fólk á vonandi einhvers staðar heima hjá sér,“ segir Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu Sævar. Eltir almyrkvann Hann segir Sólmyrkva einhvers staðar á jörðinni á átján mánaða fresti. „Þannig að deildarmyrkvi eins og við sjáum núna í kvöld eru frekar algengir en það er tiltölulega óalgengt að við fáum almyrkva sem gengur núna yfir Mexíkó, Bandaríkin og Kanada. En við Íslendingar þurfum bara að bíða til ársins 2026 til að sjá það hjá okkur.“ Og þú ert einmitt einhvers staðar úti til að upplifa það? „Já ég er á leiðinni inn í almyrkvaslóðina í dag á stað sem heitir Burlington í Vermont. Þar er veðurútlit gott og þangað er búist við að mörg þúsund manns leggi leið sína til að fylgjast með þessu, fyrir utan allar þær milljónir sem verða á flakki í Bandaríkjunum í dag til að koma sér á réttan stað og finna glufur í skýjunum. Þannig það er mikil stemning fyrir þessu í dag, vægast sagt.“ Hann hvetur fólk hér heima til að kíkja út og líta upp ef veður leyfir. „Já ef vel viðrar þá er um að gera að rífa upp sólmyrkvagleraugun eða eitthvað annað sem deyfir birtuna nægilega mikið og kíkja eftir þessu. Þetta er ekki nærri því jafn mikið sjónarspil og almyrkvi en engu að síður skemmtileg. Við fáum annan svona deildarmyrkva á næsta ári og svo er það almyrkvinn eftir tvö ár. Það er alltaf um að gera að kíkja aðeins á náttúruna og skoða hana.“ Sólin Geimurinn Tengdar fréttir Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. 28. október 2023 19:23 Deildarmyrkvi á sólu á morgun Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. 7. apríl 2024 09:34 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
„Deildarmyrkvi verður þegar tunglið hylur sólina að hluta til og í kvöld um klukkan 19:30 getur fólk séð hvernig tunglið hylur um 40 prósent sólarinnar frá Íslandi séð. Þannig það eina sem fólk þarf að gera er að horfa nokkurn veginn í vesturátt og vera með viðeigandi hlífðarbúnað, eitthvað sem deyfir birtu sólarinnar nægjanlega eins og t.d. sólmyrkvagleraugu sem fólk á vonandi einhvers staðar heima hjá sér,“ segir Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu Sævar. Eltir almyrkvann Hann segir Sólmyrkva einhvers staðar á jörðinni á átján mánaða fresti. „Þannig að deildarmyrkvi eins og við sjáum núna í kvöld eru frekar algengir en það er tiltölulega óalgengt að við fáum almyrkva sem gengur núna yfir Mexíkó, Bandaríkin og Kanada. En við Íslendingar þurfum bara að bíða til ársins 2026 til að sjá það hjá okkur.“ Og þú ert einmitt einhvers staðar úti til að upplifa það? „Já ég er á leiðinni inn í almyrkvaslóðina í dag á stað sem heitir Burlington í Vermont. Þar er veðurútlit gott og þangað er búist við að mörg þúsund manns leggi leið sína til að fylgjast með þessu, fyrir utan allar þær milljónir sem verða á flakki í Bandaríkjunum í dag til að koma sér á réttan stað og finna glufur í skýjunum. Þannig það er mikil stemning fyrir þessu í dag, vægast sagt.“ Hann hvetur fólk hér heima til að kíkja út og líta upp ef veður leyfir. „Já ef vel viðrar þá er um að gera að rífa upp sólmyrkvagleraugun eða eitthvað annað sem deyfir birtuna nægilega mikið og kíkja eftir þessu. Þetta er ekki nærri því jafn mikið sjónarspil og almyrkvi en engu að síður skemmtileg. Við fáum annan svona deildarmyrkva á næsta ári og svo er það almyrkvinn eftir tvö ár. Það er alltaf um að gera að kíkja aðeins á náttúruna og skoða hana.“
Sólin Geimurinn Tengdar fréttir Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. 28. október 2023 19:23 Deildarmyrkvi á sólu á morgun Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. 7. apríl 2024 09:34 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. 28. október 2023 19:23
Deildarmyrkvi á sólu á morgun Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. 7. apríl 2024 09:34