Íslandsvinurinn Yung Lean setur stefnuna á risatónleika í Hörpu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. apríl 2024 12:00 Yung Lean treður upp í Hörpu í október næstkomandi. Martin Philbey/WireImage Sænski stórrapparinn Yung Lean verður með tónleika í Eldborg, Hörpu þann 25. október. Jonatan Leandoer, betur þekktur sem Yung Lean, er af mörgum talinn einn áhrifamesti hip hop tónlistarmaður 21. aldarinnar. Eftir að hafa skotist upp á stjörnuhimininn árið 2013, þá aðeins 17 ára, með laginu Ginseng Strip 2002 hefur hann gefið út feikivinsælar plötur á borð við Unknown Memory, Warlord og Stranger. Þar má finna lög á borð við Yoshi City, Red Bottom Sky og Agony svo einhver séu nefnd auk fjölmargra annarra sem notið hafa vinsælda á heimsvísu. Meðal samstarfsfólks hans á undanförnum árum má nefna Frank Ocean, Travis Scott, Skrillex og FKA Twigs. Sömuleiðis hefur hann spilað á tónleikum víða um heiminn og komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Coachella. „Óumdeildur frumkvöðull í tónlistinni sem hefur, ásamt samstarfsmönnum sínum oft kenndum við Sad Boys, frá upphafi ferils síns komið hlustendum á óvart með sinni einskæru snilld. Yung Lean hefur áður heimsótt Íslands og spilað í Hörpu og Kaplakrika við frábærar undirtektir. Gestir á tónleikunum í Eldborg mega búast við að sjá einn af risum evrópsks tónlistarlífs í fantaformi, eitthvað sem enginn tónlistarunnandi má láta framhjá sér fara. Forsala miða hefst fimmtudaginn 11. apríl í Nova appinu og fyrir áskrifendur póstlista Garcia Events. Almenn miðasala hefst laugardaginn 13. apríl,“ segir í fréttatilkynningu. Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Jonatan Leandoer, betur þekktur sem Yung Lean, er af mörgum talinn einn áhrifamesti hip hop tónlistarmaður 21. aldarinnar. Eftir að hafa skotist upp á stjörnuhimininn árið 2013, þá aðeins 17 ára, með laginu Ginseng Strip 2002 hefur hann gefið út feikivinsælar plötur á borð við Unknown Memory, Warlord og Stranger. Þar má finna lög á borð við Yoshi City, Red Bottom Sky og Agony svo einhver séu nefnd auk fjölmargra annarra sem notið hafa vinsælda á heimsvísu. Meðal samstarfsfólks hans á undanförnum árum má nefna Frank Ocean, Travis Scott, Skrillex og FKA Twigs. Sömuleiðis hefur hann spilað á tónleikum víða um heiminn og komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Coachella. „Óumdeildur frumkvöðull í tónlistinni sem hefur, ásamt samstarfsmönnum sínum oft kenndum við Sad Boys, frá upphafi ferils síns komið hlustendum á óvart með sinni einskæru snilld. Yung Lean hefur áður heimsótt Íslands og spilað í Hörpu og Kaplakrika við frábærar undirtektir. Gestir á tónleikunum í Eldborg mega búast við að sjá einn af risum evrópsks tónlistarlífs í fantaformi, eitthvað sem enginn tónlistarunnandi má láta framhjá sér fara. Forsala miða hefst fimmtudaginn 11. apríl í Nova appinu og fyrir áskrifendur póstlista Garcia Events. Almenn miðasala hefst laugardaginn 13. apríl,“ segir í fréttatilkynningu.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira