Biskup Íslands. Hvað merkir að vera biskup Íslands? Guðríður Kristinsdóttir skrifar 8. apríl 2024 11:01 Samkvæmt skilgreiningu: Er æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar. Hefur tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og starfi hennar í landinu. Skiptir máli fyrir hinn almenna Íslending hver velst til þessa starfs eða skiptir það aðeins máli fyrir starfandi presta og djákna? Við fyrstu sýn kann mörgum að finnast að það skipti ekki máli fyrir hið venjulega fólk hver gegnir þessu æðsta embætti þjóðkirkjunnar. Svo ekki sé talað um þá sem tilheyra öðrum trúfélögum, eru utan trúfélaga eða jafnvel skilgreina sig sem trúlausa. Kristin trú er í mjög miklum meiri hluta sú trú sem landsmenn aðhyllast og ekki að ástæðulausu. Hún er boðberi friðar og kærleika. Talað er um að fara frá hinu smáa til hins stærra. Í því samhengi skiptir miklu hver gegnir embætti biskups Íslands. Biskup sem hefur þann eiginleika að skapa umgjörð þar sem kærleiki og friður eru ríkjandi meðal þjónandi stétta kirkjunnar þ.e. presta og djákna er biskup sem mun hafa víðtæk áhrif á samfélagið allt. Þeir kostir sem biskup þarf að hafa eru margir og mikilvægir. Jafnvel eru einhverjir kostir sem virðast ekki skipta miklu við fyrstu sýn en reynast síðan vega þungt. Biskup þarf að vera sterkur leiðtogi. Sterkur liðtogi getur lægt öldur sem upp kunna að koma og leitt andstæðar fylkingar til sátta. Að vera góður sáttamiðlari byggir á færni í að hlusta á ólík sjónarmið og öll sjónarmið. Vega og meta hvað er skynsamlegt að leggja fram sem lausn. Lausnin þarf að taka mið af öllu sem fram kemur til að hægt sé að mynda sátt. Góður leiðtogi hefur þau áhrif að fólk vill og langar að taka þátt í þeim verkefnum sem hann leggur til. Eins að ganga á undan með góðu fordæmi en ekki ætla öðrum eingöngu að vinna verkin. Hefur hæfileika til að sjá styrkleika annarra og leiða saman einstaklinga eða hópa til góðra verka. Samvinna er lykilatriði. Biskup þarf ekki aðeins að vera góður leiðtogi heldur ekki síður góður stjórnandi. Geta séð hvað er brýnt að gera og hvernig árangur náist. Góður stjórnandi hefur þau áhrif að öllum finnst þeir jafn mikilvægir í sínum störfum. Enginn yfir annan hafinn. Biskup þarf að vera frambærilegur á alþjóðavettvangi. Geta af sér góðan þokka og vera vel máli farinn. Þar standa Norðurlöndin okkur næst. Að þekkja til systurkirkna Íslands þar er mikilvægt að ekki sé talað um að hafa þjónað í þeim og þekkja þar af leiðandi til starfsins sem er þar. Biskup þarf að geta svarað fyrir ólíkustu málefni. Sum kunna að vera erfið og þá skiptir höfuðmáli að eiga auðvelt með að koma fyrir sig orði og geta svarað á einlægan og heiðarlegan hátt sama um hvað er fjallað. Trúverðugleiki skiptir þar öllu. Biskup Íslands er opinber persona og því mun óhjákvæmilega alltaf vera í sviðsljósinu að einhverju leyti. Því skiptir höfuðmáli að finnast það ekki óþægilegt heldur geta stigið fram á hispurslausan og heiðarlegan hátt þegar svo ber undir. Fagmennska þarf að vera í fyrirrúmi í öllum störfum biskups Íslands. Fágun þarf að fylgja fagmennsku. Nálgast verkefnin af yfirvegun og þekkingu á viðfangsefninu. Hinn almenni Íslendingur er fljótur að gera sér grein fyrir hvort svo sé og mótar sér skoðun. Því skiptir miklu langt út fyrir raðir þjóðkirkjufólks hver verður næsti biskup Íslands. Áhrif kristni á allt líf I landinu eru mikil og mun meiri en ætla má í fyrstu. Kristin gildi eru samofin allri okkar menningu aftur í aldir. Margir siðir og venjur eiga rót sína í kristinni trú. Þessa siði viljum við gjarnan halda í. Um þá ríkir sátt. Í því samhengi skiptir máli að kirkjan gangi á undan með góðu fordæmi. Innan hennar ríki sátt og hún sé tilbúin að taka þátt í breytingum. Samfélagið er í sífelldri mótun. Þar getur kirkjan haft mikil áhrif. Hún þarf að vera tilbúin í beytingar. Varðveita það sem gott er og hefur reynst vel en jafnframt stíga óhikað skref til framþróunar. Tileinka sér að skilja hismið frá kjarnanum. Á þann hátt er hún í framlínu með að skapa það samfélag sem okkur mun öllum líða vel í. Því skiptir okkur öll, hverjar svo sem trúarskoðanir okkar eru ef einhverjar, hver verður næsti biskup Íslands. Ég er alin upp á prestssetri á landsbyggðinni á seinni hluta síðustu aldar. Hef því fylgst með í þó nokkra áratugi bæði starfi presta og biskupa. Ólst upp við að biskupar komu á prestssetrið að vísitera. Mikil hátíð var þá daga í sveitinni. Ómæld virðing var borin fyrir biskupi hvers tíma enda fátt annað í boði. Tíðarandinn réði því. Í dag er öldin önnur. Virðing sem áður var borin fyrir embættinu sem slíku ræðst í dag af þeim einstaklingi sem gegnir því. Gagnrýni þykir sjálfsögð. Biskup Íslands í nútímanum þarf að geta tekist á við umræðu sem oft á tíðum er óvægin. Geta svarað ef svo ber undir á einlægan, yfirvegaðan og málefnalegan hátt. Á þann hátt skapar viðkomandi einstaklingur sér virðingu. Ef litið er til fyrrgreindra kosta sem ég tel að gott sé og ekki bara gott heldur nauðsynlegt að biskup Íslands búi yfir þá er enginn vafi að þar er sr. Guðrún Karls Helgudóttir fremst meðal jafningja. Ég hef átt því láni að fagna undanfarin ár að starfa með henni og undir hennar stjórn. Þekki því af eigin raun þá kosti sem hana prýða og myndu gera hana að fyrirmyndarbiskupi. Það er enginn vafi í mínum hug að mesta gæfa þjóðkirkjunar til næstu ára væri að sr. Guðrún Karls Helgudóttir yrði biskup hennar. Höfundur er ritari Grafarvogskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt skilgreiningu: Er æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar. Hefur tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og starfi hennar í landinu. Skiptir máli fyrir hinn almenna Íslending hver velst til þessa starfs eða skiptir það aðeins máli fyrir starfandi presta og djákna? Við fyrstu sýn kann mörgum að finnast að það skipti ekki máli fyrir hið venjulega fólk hver gegnir þessu æðsta embætti þjóðkirkjunnar. Svo ekki sé talað um þá sem tilheyra öðrum trúfélögum, eru utan trúfélaga eða jafnvel skilgreina sig sem trúlausa. Kristin trú er í mjög miklum meiri hluta sú trú sem landsmenn aðhyllast og ekki að ástæðulausu. Hún er boðberi friðar og kærleika. Talað er um að fara frá hinu smáa til hins stærra. Í því samhengi skiptir miklu hver gegnir embætti biskups Íslands. Biskup sem hefur þann eiginleika að skapa umgjörð þar sem kærleiki og friður eru ríkjandi meðal þjónandi stétta kirkjunnar þ.e. presta og djákna er biskup sem mun hafa víðtæk áhrif á samfélagið allt. Þeir kostir sem biskup þarf að hafa eru margir og mikilvægir. Jafnvel eru einhverjir kostir sem virðast ekki skipta miklu við fyrstu sýn en reynast síðan vega þungt. Biskup þarf að vera sterkur leiðtogi. Sterkur liðtogi getur lægt öldur sem upp kunna að koma og leitt andstæðar fylkingar til sátta. Að vera góður sáttamiðlari byggir á færni í að hlusta á ólík sjónarmið og öll sjónarmið. Vega og meta hvað er skynsamlegt að leggja fram sem lausn. Lausnin þarf að taka mið af öllu sem fram kemur til að hægt sé að mynda sátt. Góður leiðtogi hefur þau áhrif að fólk vill og langar að taka þátt í þeim verkefnum sem hann leggur til. Eins að ganga á undan með góðu fordæmi en ekki ætla öðrum eingöngu að vinna verkin. Hefur hæfileika til að sjá styrkleika annarra og leiða saman einstaklinga eða hópa til góðra verka. Samvinna er lykilatriði. Biskup þarf ekki aðeins að vera góður leiðtogi heldur ekki síður góður stjórnandi. Geta séð hvað er brýnt að gera og hvernig árangur náist. Góður stjórnandi hefur þau áhrif að öllum finnst þeir jafn mikilvægir í sínum störfum. Enginn yfir annan hafinn. Biskup þarf að vera frambærilegur á alþjóðavettvangi. Geta af sér góðan þokka og vera vel máli farinn. Þar standa Norðurlöndin okkur næst. Að þekkja til systurkirkna Íslands þar er mikilvægt að ekki sé talað um að hafa þjónað í þeim og þekkja þar af leiðandi til starfsins sem er þar. Biskup þarf að geta svarað fyrir ólíkustu málefni. Sum kunna að vera erfið og þá skiptir höfuðmáli að eiga auðvelt með að koma fyrir sig orði og geta svarað á einlægan og heiðarlegan hátt sama um hvað er fjallað. Trúverðugleiki skiptir þar öllu. Biskup Íslands er opinber persona og því mun óhjákvæmilega alltaf vera í sviðsljósinu að einhverju leyti. Því skiptir höfuðmáli að finnast það ekki óþægilegt heldur geta stigið fram á hispurslausan og heiðarlegan hátt þegar svo ber undir. Fagmennska þarf að vera í fyrirrúmi í öllum störfum biskups Íslands. Fágun þarf að fylgja fagmennsku. Nálgast verkefnin af yfirvegun og þekkingu á viðfangsefninu. Hinn almenni Íslendingur er fljótur að gera sér grein fyrir hvort svo sé og mótar sér skoðun. Því skiptir miklu langt út fyrir raðir þjóðkirkjufólks hver verður næsti biskup Íslands. Áhrif kristni á allt líf I landinu eru mikil og mun meiri en ætla má í fyrstu. Kristin gildi eru samofin allri okkar menningu aftur í aldir. Margir siðir og venjur eiga rót sína í kristinni trú. Þessa siði viljum við gjarnan halda í. Um þá ríkir sátt. Í því samhengi skiptir máli að kirkjan gangi á undan með góðu fordæmi. Innan hennar ríki sátt og hún sé tilbúin að taka þátt í breytingum. Samfélagið er í sífelldri mótun. Þar getur kirkjan haft mikil áhrif. Hún þarf að vera tilbúin í beytingar. Varðveita það sem gott er og hefur reynst vel en jafnframt stíga óhikað skref til framþróunar. Tileinka sér að skilja hismið frá kjarnanum. Á þann hátt er hún í framlínu með að skapa það samfélag sem okkur mun öllum líða vel í. Því skiptir okkur öll, hverjar svo sem trúarskoðanir okkar eru ef einhverjar, hver verður næsti biskup Íslands. Ég er alin upp á prestssetri á landsbyggðinni á seinni hluta síðustu aldar. Hef því fylgst með í þó nokkra áratugi bæði starfi presta og biskupa. Ólst upp við að biskupar komu á prestssetrið að vísitera. Mikil hátíð var þá daga í sveitinni. Ómæld virðing var borin fyrir biskupi hvers tíma enda fátt annað í boði. Tíðarandinn réði því. Í dag er öldin önnur. Virðing sem áður var borin fyrir embættinu sem slíku ræðst í dag af þeim einstaklingi sem gegnir því. Gagnrýni þykir sjálfsögð. Biskup Íslands í nútímanum þarf að geta tekist á við umræðu sem oft á tíðum er óvægin. Geta svarað ef svo ber undir á einlægan, yfirvegaðan og málefnalegan hátt. Á þann hátt skapar viðkomandi einstaklingur sér virðingu. Ef litið er til fyrrgreindra kosta sem ég tel að gott sé og ekki bara gott heldur nauðsynlegt að biskup Íslands búi yfir þá er enginn vafi að þar er sr. Guðrún Karls Helgudóttir fremst meðal jafningja. Ég hef átt því láni að fagna undanfarin ár að starfa með henni og undir hennar stjórn. Þekki því af eigin raun þá kosti sem hana prýða og myndu gera hana að fyrirmyndarbiskupi. Það er enginn vafi í mínum hug að mesta gæfa þjóðkirkjunar til næstu ára væri að sr. Guðrún Karls Helgudóttir yrði biskup hennar. Höfundur er ritari Grafarvogskirkju.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun