Deildarmyrkvi á sólu á morgun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 09:34 Deildarmyrkvi á sólu mun sjást frá landinu öllu seinni partinn á morgun. EPA/Rodrigo Sura Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að sólmyrkvinn hefjist klukkan tíu mínútur í sjö að kvöldi til þegar sól er lágt á lofti í vestri. Hann nær svo hámarki um tuttugu mínútur í átta en er þá aðeins tæpum sex gráðum yfir sjóndeildarhring. Háar byggingar eða tré gæti skyggt á. Hér sést ferill alskuggans í Norður-Ameríku.Sky and Telescope Eins og fram kom sést almyrkvi í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada sem hefst við sólarupprás í suðurhluta Kyrrahafsins klukkan tuttugu mínútur í fimm að íslenskum tíma. Hann nemur fyrst land á meginlandi Ameríku í Mexíkó um sex leytið og er mestur og lengstur til sautján mínútur yfir sex að kvöldi. Hann stendur yfir í fjórar mínútur og 28 sekúndur. Neyðarástand vegna aðsóknar í Bandaríkjunum „Á almyrkvaslóðinni búa yfir fjörutíu milljónir manna og búist er við að margar milljónir í viðbót muni ferðast inn í slóðina sem er 185 km breið. Víða í Texas, þar sem veðurútlitið er best, er búist við slíkum fjölda ferðafólks og umferðaröngþveiti að lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna þess,“ kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Neyðarástandið sem minnst er á er það að borgir í Texas eru að gera ráð fyrir mörghundruð þúsund manna stjörnufræðingahjörð á morgun. Hótel og gistihús eru nánast alls staðar uppbókuð á ferli alskuggans. Búist er við umferðarteppum, eldsneytisskorti og örtröð á veitingahúsum, sjúkrahúsum og matvöruverslunum fylkisins. Almyrkvi í Reykjavík 2026 Við Íslendingar verðum hins vegar ekki lengi útundan. Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi sjáanlegur frá vestasta hluta Íslands, Reykjavík meðtaldri. Það verður jafnframt fyrsti almyrkvinn sem sést frá Reykjavík síðan 17. júní árið 1433. „Undirbúningur er þegar hafinn og verða opnaðir sérstakir vefir, eclipse2026.is og solmyrkvi2026.is þar sem finna má allar helstu upplýsingar um almyrkvann, kort, veður og fleira.“ Geimurinn Sólin Tunglið Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að sólmyrkvinn hefjist klukkan tíu mínútur í sjö að kvöldi til þegar sól er lágt á lofti í vestri. Hann nær svo hámarki um tuttugu mínútur í átta en er þá aðeins tæpum sex gráðum yfir sjóndeildarhring. Háar byggingar eða tré gæti skyggt á. Hér sést ferill alskuggans í Norður-Ameríku.Sky and Telescope Eins og fram kom sést almyrkvi í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada sem hefst við sólarupprás í suðurhluta Kyrrahafsins klukkan tuttugu mínútur í fimm að íslenskum tíma. Hann nemur fyrst land á meginlandi Ameríku í Mexíkó um sex leytið og er mestur og lengstur til sautján mínútur yfir sex að kvöldi. Hann stendur yfir í fjórar mínútur og 28 sekúndur. Neyðarástand vegna aðsóknar í Bandaríkjunum „Á almyrkvaslóðinni búa yfir fjörutíu milljónir manna og búist er við að margar milljónir í viðbót muni ferðast inn í slóðina sem er 185 km breið. Víða í Texas, þar sem veðurútlitið er best, er búist við slíkum fjölda ferðafólks og umferðaröngþveiti að lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna þess,“ kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Neyðarástandið sem minnst er á er það að borgir í Texas eru að gera ráð fyrir mörghundruð þúsund manna stjörnufræðingahjörð á morgun. Hótel og gistihús eru nánast alls staðar uppbókuð á ferli alskuggans. Búist er við umferðarteppum, eldsneytisskorti og örtröð á veitingahúsum, sjúkrahúsum og matvöruverslunum fylkisins. Almyrkvi í Reykjavík 2026 Við Íslendingar verðum hins vegar ekki lengi útundan. Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi sjáanlegur frá vestasta hluta Íslands, Reykjavík meðtaldri. Það verður jafnframt fyrsti almyrkvinn sem sést frá Reykjavík síðan 17. júní árið 1433. „Undirbúningur er þegar hafinn og verða opnaðir sérstakir vefir, eclipse2026.is og solmyrkvi2026.is þar sem finna má allar helstu upplýsingar um almyrkvann, kort, veður og fleira.“
Geimurinn Sólin Tunglið Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira