Emelíana Lillý úr FNV vann Söngkeppni framhaldsskólanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2024 00:09 Sigurvegarar kvöldsins fagna að keppni lokinni. Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024 í kvöld fyrir hönd Framhaldsskóla Norðurlands vestra. Emelíana söng nýja íslenska útgáfu af laginu Never Enough úr kvikmyndinni The Greatest Showman. Í fréttatilkynningu segir að fulltrúar alls 25 framhaldsskóla hafi stigið á svið í Íþróttahúsinu Iðu á Selfossi fyrr í kvöld. Keppnin var haldin af Marinó Geir Lilliendahl í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema. Annað sæti hlaut Bára Katrín Jóhannsdóttir frá Verzlunarskóla Íslands. Bára söng lagið Gatnamót eftir Dóru og Döðlurnar. Í þriðja sæti var Jada Birna Long Guðnadóttir frá Menntaskólanum í Tónlist. Hún söng lagið Hero eftir Mariah Carey með nýjum íslenskum texta. Sigurvegarinn var valinn með símakosningu þar sem atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti atkvæðum dómnefndar. Dómnefnd keppninnar skipuðu þau Ragnhildur Gísladóttir, Elín Sif Halldórsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson. Keppendur komu fram ásamt hljómsveit kvöldsins sem skipuð var af Þorvaldi Þór Þorvaldssyni á trommum, Kjartani Baldurssyni á gítar, Valdimar Olgeirssyni á bassa og tónlistarstjóranum Ingvari Alfreðssyni hljómborðsleikara. Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Framhaldsskólar Skagafjörður Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að fulltrúar alls 25 framhaldsskóla hafi stigið á svið í Íþróttahúsinu Iðu á Selfossi fyrr í kvöld. Keppnin var haldin af Marinó Geir Lilliendahl í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema. Annað sæti hlaut Bára Katrín Jóhannsdóttir frá Verzlunarskóla Íslands. Bára söng lagið Gatnamót eftir Dóru og Döðlurnar. Í þriðja sæti var Jada Birna Long Guðnadóttir frá Menntaskólanum í Tónlist. Hún söng lagið Hero eftir Mariah Carey með nýjum íslenskum texta. Sigurvegarinn var valinn með símakosningu þar sem atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti atkvæðum dómnefndar. Dómnefnd keppninnar skipuðu þau Ragnhildur Gísladóttir, Elín Sif Halldórsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson. Keppendur komu fram ásamt hljómsveit kvöldsins sem skipuð var af Þorvaldi Þór Þorvaldssyni á trommum, Kjartani Baldurssyni á gítar, Valdimar Olgeirssyni á bassa og tónlistarstjóranum Ingvari Alfreðssyni hljómborðsleikara.
Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Framhaldsskólar Skagafjörður Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira