Laun dómara opinberuð: Þeir bestu á Englandi þéna mest en hæstu meðallaunin eru á Spáni Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 12:16 Anthony Taylor er líklegast einn af best launuðu dómurum ensku deildarinnar en Gabriel Jesus þó töluvert launahærri. Vísir/Getty Dómarar eru oftar en ekki í sviðsljósinu í knattspyrnuheiminum. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir laun dómara í sex stórum deildum þar sem ýmislegt áhugavert kemur í ljós. Sjaldan er fjallað um launakjör dómara í knattspyrnu sem þó eru oft mikið í sviðsljósinu vegna ákvarðana sinna. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir launakjör dómara í fimm stærstu deildum Evrópu sem og bandarísku MLS-deildinni. Í samantektinni kemur í ljós að dómarar í spænsku úrvalsdeildinni fá hæstu launin að meðaltali. Fyrir utan greiðslu fyrir sjálfa dómgæsluna fá þeir greiðslu vegna ímyndaréttar og auglýsinga á búningum þeirra. Ever wondered how much a referee earns? La Liga officials are the best paid on average and command image rights Premier League refs have potential to earn highest annual salaries MLS now on par with top European leagues @TBurrows16 and @MLSist— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Dómarar í ensku úrvalsdeildinni fá töluvert lægri laun að meðaltali en kollegar þeirra á Spáni. Þar munar hins vegar miklu á launum einstakra dómara og þeir sem standa sig best og hafa mestu reynsluna eru þeir launahæstu í heimi. Þá er athyglisvert að dómarar á Englandi fá sérstaklega greitt ef þeir dæma rétt í stórum atvikum í leikjum. Árslaun dómara Á Englandi eru tuttugu dómarar sem tilheyra hópnum SG1 (Select Group One) en þeir starfa sem dómarar í fullu starfi og dæma leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar á meðal eru þrír dómarar sem tilheyra UEFA Elite-hópnum sem fá að auki greiðslur fyrir Evrópu- og landsleiki. La Liga Lægstu laun: 21.836.749 krónurHæstu laun: 21.836.749 krónur MLS Lægstu laun: 17.366.978 krónurHæstu laun: 22.923.877 krónur Premier League Lægstu laun: 12.985.604 krónurHæstu laun: 25.879.120 krónur Serie A Lægstu laun: 13.523.895 krónurHæstu laun: 13.592.610 krónur Ligue 1 Lægstu laun: 11.724.669 krónurHæstu laun: 11.784.772 krónur Bundesliga Lægstu laun: 9.310.177 krónurHæstu laun: 12.313.574 krónur Þar fyrir neðan eru SG2-hópur sem sér að mestu um leiki í Championship-deildinni og síðan National-hópurinn sem dæma í League One og League Two deildunum. Það þarf þó ekkert að efast um að leikmenn deildanna þéna margfalt meira en dómararnir sem miklu ráða. Kevin De Bruyne og Erling Haaland eru þar í efstu tveimur sætunum og þéna um 70 milljónir króna - á einni viku. Tekjur drýgðar í Mið-Austurlöndum Dómarar á Englandi hafa þó nýtt tækifæri og drýgt tekjurnar á öðrum vettvangi. Mark Clattenburg hætti alfarið dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni árið 2017 og flutti sig yfir til Sádi Arabíu. Í bók sem hann gaf út sagði hann frá því að á Englandi hafi hann þénað tæplega 23 milljónir á ári. Í Sádi Arabíu hafi árslaunin hins vegar verið rúmar 90 milljónir og það skattfrjálst. Þá hefur Michael Oliver tekið að sér einstaka leiki í Sádi Arabíu en í september dæmdi hann leik Sharjah og Al Ain þar í landi. Hluti teymisins í þeim leik dæmdi síðan leik Tottenham og Liverpool í ensku deildinni aðeins tveimur sólarhringum síðar og hlaut mikla gagnrýni fyrir risastór mistök þegar löglegt mark Luis Diaz var dæmt af. Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Þýski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Sjá meira
Sjaldan er fjallað um launakjör dómara í knattspyrnu sem þó eru oft mikið í sviðsljósinu vegna ákvarðana sinna. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir launakjör dómara í fimm stærstu deildum Evrópu sem og bandarísku MLS-deildinni. Í samantektinni kemur í ljós að dómarar í spænsku úrvalsdeildinni fá hæstu launin að meðaltali. Fyrir utan greiðslu fyrir sjálfa dómgæsluna fá þeir greiðslu vegna ímyndaréttar og auglýsinga á búningum þeirra. Ever wondered how much a referee earns? La Liga officials are the best paid on average and command image rights Premier League refs have potential to earn highest annual salaries MLS now on par with top European leagues @TBurrows16 and @MLSist— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Dómarar í ensku úrvalsdeildinni fá töluvert lægri laun að meðaltali en kollegar þeirra á Spáni. Þar munar hins vegar miklu á launum einstakra dómara og þeir sem standa sig best og hafa mestu reynsluna eru þeir launahæstu í heimi. Þá er athyglisvert að dómarar á Englandi fá sérstaklega greitt ef þeir dæma rétt í stórum atvikum í leikjum. Árslaun dómara Á Englandi eru tuttugu dómarar sem tilheyra hópnum SG1 (Select Group One) en þeir starfa sem dómarar í fullu starfi og dæma leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar á meðal eru þrír dómarar sem tilheyra UEFA Elite-hópnum sem fá að auki greiðslur fyrir Evrópu- og landsleiki. La Liga Lægstu laun: 21.836.749 krónurHæstu laun: 21.836.749 krónur MLS Lægstu laun: 17.366.978 krónurHæstu laun: 22.923.877 krónur Premier League Lægstu laun: 12.985.604 krónurHæstu laun: 25.879.120 krónur Serie A Lægstu laun: 13.523.895 krónurHæstu laun: 13.592.610 krónur Ligue 1 Lægstu laun: 11.724.669 krónurHæstu laun: 11.784.772 krónur Bundesliga Lægstu laun: 9.310.177 krónurHæstu laun: 12.313.574 krónur Þar fyrir neðan eru SG2-hópur sem sér að mestu um leiki í Championship-deildinni og síðan National-hópurinn sem dæma í League One og League Two deildunum. Það þarf þó ekkert að efast um að leikmenn deildanna þéna margfalt meira en dómararnir sem miklu ráða. Kevin De Bruyne og Erling Haaland eru þar í efstu tveimur sætunum og þéna um 70 milljónir króna - á einni viku. Tekjur drýgðar í Mið-Austurlöndum Dómarar á Englandi hafa þó nýtt tækifæri og drýgt tekjurnar á öðrum vettvangi. Mark Clattenburg hætti alfarið dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni árið 2017 og flutti sig yfir til Sádi Arabíu. Í bók sem hann gaf út sagði hann frá því að á Englandi hafi hann þénað tæplega 23 milljónir á ári. Í Sádi Arabíu hafi árslaunin hins vegar verið rúmar 90 milljónir og það skattfrjálst. Þá hefur Michael Oliver tekið að sér einstaka leiki í Sádi Arabíu en í september dæmdi hann leik Sharjah og Al Ain þar í landi. Hluti teymisins í þeim leik dæmdi síðan leik Tottenham og Liverpool í ensku deildinni aðeins tveimur sólarhringum síðar og hlaut mikla gagnrýni fyrir risastór mistök þegar löglegt mark Luis Diaz var dæmt af.
La Liga Lægstu laun: 21.836.749 krónurHæstu laun: 21.836.749 krónur MLS Lægstu laun: 17.366.978 krónurHæstu laun: 22.923.877 krónur Premier League Lægstu laun: 12.985.604 krónurHæstu laun: 25.879.120 krónur Serie A Lægstu laun: 13.523.895 krónurHæstu laun: 13.592.610 krónur Ligue 1 Lægstu laun: 11.724.669 krónurHæstu laun: 11.784.772 krónur Bundesliga Lægstu laun: 9.310.177 krónurHæstu laun: 12.313.574 krónur
Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Þýski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Sjá meira