Laun dómara opinberuð: Þeir bestu á Englandi þéna mest en hæstu meðallaunin eru á Spáni Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 12:16 Anthony Taylor er líklegast einn af best launuðu dómurum ensku deildarinnar en Gabriel Jesus þó töluvert launahærri. Vísir/Getty Dómarar eru oftar en ekki í sviðsljósinu í knattspyrnuheiminum. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir laun dómara í sex stórum deildum þar sem ýmislegt áhugavert kemur í ljós. Sjaldan er fjallað um launakjör dómara í knattspyrnu sem þó eru oft mikið í sviðsljósinu vegna ákvarðana sinna. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir launakjör dómara í fimm stærstu deildum Evrópu sem og bandarísku MLS-deildinni. Í samantektinni kemur í ljós að dómarar í spænsku úrvalsdeildinni fá hæstu launin að meðaltali. Fyrir utan greiðslu fyrir sjálfa dómgæsluna fá þeir greiðslu vegna ímyndaréttar og auglýsinga á búningum þeirra. Ever wondered how much a referee earns? La Liga officials are the best paid on average and command image rights Premier League refs have potential to earn highest annual salaries MLS now on par with top European leagues @TBurrows16 and @MLSist— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Dómarar í ensku úrvalsdeildinni fá töluvert lægri laun að meðaltali en kollegar þeirra á Spáni. Þar munar hins vegar miklu á launum einstakra dómara og þeir sem standa sig best og hafa mestu reynsluna eru þeir launahæstu í heimi. Þá er athyglisvert að dómarar á Englandi fá sérstaklega greitt ef þeir dæma rétt í stórum atvikum í leikjum. Árslaun dómara Á Englandi eru tuttugu dómarar sem tilheyra hópnum SG1 (Select Group One) en þeir starfa sem dómarar í fullu starfi og dæma leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar á meðal eru þrír dómarar sem tilheyra UEFA Elite-hópnum sem fá að auki greiðslur fyrir Evrópu- og landsleiki. La Liga Lægstu laun: 21.836.749 krónurHæstu laun: 21.836.749 krónur MLS Lægstu laun: 17.366.978 krónurHæstu laun: 22.923.877 krónur Premier League Lægstu laun: 12.985.604 krónurHæstu laun: 25.879.120 krónur Serie A Lægstu laun: 13.523.895 krónurHæstu laun: 13.592.610 krónur Ligue 1 Lægstu laun: 11.724.669 krónurHæstu laun: 11.784.772 krónur Bundesliga Lægstu laun: 9.310.177 krónurHæstu laun: 12.313.574 krónur Þar fyrir neðan eru SG2-hópur sem sér að mestu um leiki í Championship-deildinni og síðan National-hópurinn sem dæma í League One og League Two deildunum. Það þarf þó ekkert að efast um að leikmenn deildanna þéna margfalt meira en dómararnir sem miklu ráða. Kevin De Bruyne og Erling Haaland eru þar í efstu tveimur sætunum og þéna um 70 milljónir króna - á einni viku. Tekjur drýgðar í Mið-Austurlöndum Dómarar á Englandi hafa þó nýtt tækifæri og drýgt tekjurnar á öðrum vettvangi. Mark Clattenburg hætti alfarið dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni árið 2017 og flutti sig yfir til Sádi Arabíu. Í bók sem hann gaf út sagði hann frá því að á Englandi hafi hann þénað tæplega 23 milljónir á ári. Í Sádi Arabíu hafi árslaunin hins vegar verið rúmar 90 milljónir og það skattfrjálst. Þá hefur Michael Oliver tekið að sér einstaka leiki í Sádi Arabíu en í september dæmdi hann leik Sharjah og Al Ain þar í landi. Hluti teymisins í þeim leik dæmdi síðan leik Tottenham og Liverpool í ensku deildinni aðeins tveimur sólarhringum síðar og hlaut mikla gagnrýni fyrir risastór mistök þegar löglegt mark Luis Diaz var dæmt af. Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Þýski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Eddie Jordan látinn Formúla 1 Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjá meira
Sjaldan er fjallað um launakjör dómara í knattspyrnu sem þó eru oft mikið í sviðsljósinu vegna ákvarðana sinna. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir launakjör dómara í fimm stærstu deildum Evrópu sem og bandarísku MLS-deildinni. Í samantektinni kemur í ljós að dómarar í spænsku úrvalsdeildinni fá hæstu launin að meðaltali. Fyrir utan greiðslu fyrir sjálfa dómgæsluna fá þeir greiðslu vegna ímyndaréttar og auglýsinga á búningum þeirra. Ever wondered how much a referee earns? La Liga officials are the best paid on average and command image rights Premier League refs have potential to earn highest annual salaries MLS now on par with top European leagues @TBurrows16 and @MLSist— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Dómarar í ensku úrvalsdeildinni fá töluvert lægri laun að meðaltali en kollegar þeirra á Spáni. Þar munar hins vegar miklu á launum einstakra dómara og þeir sem standa sig best og hafa mestu reynsluna eru þeir launahæstu í heimi. Þá er athyglisvert að dómarar á Englandi fá sérstaklega greitt ef þeir dæma rétt í stórum atvikum í leikjum. Árslaun dómara Á Englandi eru tuttugu dómarar sem tilheyra hópnum SG1 (Select Group One) en þeir starfa sem dómarar í fullu starfi og dæma leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar á meðal eru þrír dómarar sem tilheyra UEFA Elite-hópnum sem fá að auki greiðslur fyrir Evrópu- og landsleiki. La Liga Lægstu laun: 21.836.749 krónurHæstu laun: 21.836.749 krónur MLS Lægstu laun: 17.366.978 krónurHæstu laun: 22.923.877 krónur Premier League Lægstu laun: 12.985.604 krónurHæstu laun: 25.879.120 krónur Serie A Lægstu laun: 13.523.895 krónurHæstu laun: 13.592.610 krónur Ligue 1 Lægstu laun: 11.724.669 krónurHæstu laun: 11.784.772 krónur Bundesliga Lægstu laun: 9.310.177 krónurHæstu laun: 12.313.574 krónur Þar fyrir neðan eru SG2-hópur sem sér að mestu um leiki í Championship-deildinni og síðan National-hópurinn sem dæma í League One og League Two deildunum. Það þarf þó ekkert að efast um að leikmenn deildanna þéna margfalt meira en dómararnir sem miklu ráða. Kevin De Bruyne og Erling Haaland eru þar í efstu tveimur sætunum og þéna um 70 milljónir króna - á einni viku. Tekjur drýgðar í Mið-Austurlöndum Dómarar á Englandi hafa þó nýtt tækifæri og drýgt tekjurnar á öðrum vettvangi. Mark Clattenburg hætti alfarið dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni árið 2017 og flutti sig yfir til Sádi Arabíu. Í bók sem hann gaf út sagði hann frá því að á Englandi hafi hann þénað tæplega 23 milljónir á ári. Í Sádi Arabíu hafi árslaunin hins vegar verið rúmar 90 milljónir og það skattfrjálst. Þá hefur Michael Oliver tekið að sér einstaka leiki í Sádi Arabíu en í september dæmdi hann leik Sharjah og Al Ain þar í landi. Hluti teymisins í þeim leik dæmdi síðan leik Tottenham og Liverpool í ensku deildinni aðeins tveimur sólarhringum síðar og hlaut mikla gagnrýni fyrir risastór mistök þegar löglegt mark Luis Diaz var dæmt af.
La Liga Lægstu laun: 21.836.749 krónurHæstu laun: 21.836.749 krónur MLS Lægstu laun: 17.366.978 krónurHæstu laun: 22.923.877 krónur Premier League Lægstu laun: 12.985.604 krónurHæstu laun: 25.879.120 krónur Serie A Lægstu laun: 13.523.895 krónurHæstu laun: 13.592.610 krónur Ligue 1 Lægstu laun: 11.724.669 krónurHæstu laun: 11.784.772 krónur Bundesliga Lægstu laun: 9.310.177 krónurHæstu laun: 12.313.574 krónur
Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Þýski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Eddie Jordan látinn Formúla 1 Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjá meira