Gylfi á blaðamannafundi í dag: „Núna er alvaran að byrja“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 13:31 Gylfi Þór Sigurðsson varð að sætta sig við tap gegn ÍA, í fyrsta leik sínum eftir komuna heim til Íslands, í undanúrslitum Lengjubikarsins í vor. Liðin mætast í Bestu deildinni á sunnudag. vísir/Hulda Margrét Valsmenn boðuðu til blaðamannafundar á Hlíðarenda í dag, vegna upphafs Bestu deildar karla í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu og á honum sátu fulltrúar Vals og ÍA fyrir svörum. Ljóst er að mikil eftirvænting ríkir vegna upphafs Íslandsmótsins og ekki síst vegna komu Gylfa Þórs Sigurðssonar sem spilar í fyrsta sinn í Bestu deildinni. Hann verður í sviðsljósinu á sunnudagskvöld þegar Valur mætir ÍA í fyrstu umferð, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og verður myndavél á Gylfa allan tímann. Gylfi sat fyrir svörum á fundinum í dag ásamt Arnari Grétarssyni þjálfara Vals, Jóni Þór Haukssyni þjálfara ÍA og Arnóri Smárasyni leikmanni ÍA, sem áður lék með Val. „Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu,“ sagði Gylfi á fundinum í dag. Hann hefur spilað með Val í undanúrslitum Lengjubikarsins og Meistarakeppni KSÍ, en nú er komið að upphafi Íslandsmótsins. „Loksins eru æfingaleikirnir búnir og deildin að byrja. Það er það sem við viljium gera, spila fyrir þrjú stig og með meira undir en í síðustu leikjum. Núna er alvaran að byrja og auðvitað breytist undirbúningurinn hjá manni fyrir leiki. Þú ert meira að hugsa um að vera í toppstandi á leikdag núna. Ég er mjög spenntur og þetta verður hörkudeild. Liðin eru búin að styrkja sig og það eru betri hópar hjá flestum liðum. Ungir, spennandi leikmenn og líka leikmenn að koma heim. Ég held að deildin sé á frábærum stað,“ sagði Gylfi sem sagði það vera í höndum þjálfarans Arnars Grétarssonar hve mikið hann myndi spila á sunnudaginn. Sjálfur vildi hann spila sem mest, eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Beina útsendingu Valsmanna frá Hlíðarenda mátti sjá hér að neðan: Valsmenn ætla greinilega að byrja fótboltasumarið af krafti og bjóða í alvöru Fan Zone að Hlíðarenda á sunnudaginn. Þeir Gústi B. og Prettyboitjokko verða á svæðinu, umræður í pallborði og þjálfarar Vals og ÍA fara yfir byrjunarliðin sín, ásamt fleiru. pic.twitter.com/baIlz3TXe3— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) April 4, 2024 Besta deild karla Valur ÍA Tengdar fréttir Stúkan hitar upp í kvöld | Gylfa-myndavél á sunnudag Fótboltasumarið er handan við hornið og Stúkan er í loftinu í kvöld með sinn árlega upphitunarþátt. 2. apríl 2024 14:01 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Sjá meira
Ljóst er að mikil eftirvænting ríkir vegna upphafs Íslandsmótsins og ekki síst vegna komu Gylfa Þórs Sigurðssonar sem spilar í fyrsta sinn í Bestu deildinni. Hann verður í sviðsljósinu á sunnudagskvöld þegar Valur mætir ÍA í fyrstu umferð, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og verður myndavél á Gylfa allan tímann. Gylfi sat fyrir svörum á fundinum í dag ásamt Arnari Grétarssyni þjálfara Vals, Jóni Þór Haukssyni þjálfara ÍA og Arnóri Smárasyni leikmanni ÍA, sem áður lék með Val. „Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu,“ sagði Gylfi á fundinum í dag. Hann hefur spilað með Val í undanúrslitum Lengjubikarsins og Meistarakeppni KSÍ, en nú er komið að upphafi Íslandsmótsins. „Loksins eru æfingaleikirnir búnir og deildin að byrja. Það er það sem við viljium gera, spila fyrir þrjú stig og með meira undir en í síðustu leikjum. Núna er alvaran að byrja og auðvitað breytist undirbúningurinn hjá manni fyrir leiki. Þú ert meira að hugsa um að vera í toppstandi á leikdag núna. Ég er mjög spenntur og þetta verður hörkudeild. Liðin eru búin að styrkja sig og það eru betri hópar hjá flestum liðum. Ungir, spennandi leikmenn og líka leikmenn að koma heim. Ég held að deildin sé á frábærum stað,“ sagði Gylfi sem sagði það vera í höndum þjálfarans Arnars Grétarssonar hve mikið hann myndi spila á sunnudaginn. Sjálfur vildi hann spila sem mest, eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Beina útsendingu Valsmanna frá Hlíðarenda mátti sjá hér að neðan: Valsmenn ætla greinilega að byrja fótboltasumarið af krafti og bjóða í alvöru Fan Zone að Hlíðarenda á sunnudaginn. Þeir Gústi B. og Prettyboitjokko verða á svæðinu, umræður í pallborði og þjálfarar Vals og ÍA fara yfir byrjunarliðin sín, ásamt fleiru. pic.twitter.com/baIlz3TXe3— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) April 4, 2024
Besta deild karla Valur ÍA Tengdar fréttir Stúkan hitar upp í kvöld | Gylfa-myndavél á sunnudag Fótboltasumarið er handan við hornið og Stúkan er í loftinu í kvöld með sinn árlega upphitunarþátt. 2. apríl 2024 14:01 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Sjá meira
Stúkan hitar upp í kvöld | Gylfa-myndavél á sunnudag Fótboltasumarið er handan við hornið og Stúkan er í loftinu í kvöld með sinn árlega upphitunarþátt. 2. apríl 2024 14:01